Gamlar lygar ganga aftur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. desember 2013 11:00 Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur Bækur: Lygi Yrsa Sigurðardóttir Veröld Yrsa Sigurðardóttir er meistari óhugnaðarins og hefur haldið fyrir fólki vöku mörg undanfarin jól með myrkum sögum löðrandi í annars heims tilvísunum og meintum draugagangi. Í Lygi er hún á svipuðum slóðum, dularfullir og óútskýranlegir atburðir hrannast upp og fátt skýrist fyrr en á síðustu síðunum. Hér fer fram þremur að því er virðist óskildum frásögum en smátt og smátt kemur í ljós að auðvitað tengjast þær allar og tengingin er gamalt sakamál frá 1985 sem aldrei hefur verið upplýst. Æskufélagarnir Þröstur og Vala lenda í hringiðu hefndarinnar vegna lygi sem þau neyddust til að halda fram sem börn. Þau skuldaskil koma auðvitað niður á mökum þeirra sem ekki vita sitt rjúkandi ráð í feluleiknum öllum, en frásögnin er öll út frá þeirra sjónarhorni til að villa um fyrir lesandanum og skilja hann eftir með jafnmörg spurningarmerki og þau Nínu og Nóa, maka fyrrgreindra æskufélaga. Sögusvið þriðju frásagnarinnar er viti á hjara veraldar og langa lengi er ekkert sem bendir til að hún tengist hinum tveimur, sem eykur enn á forvitni lesandans. Atburðarásin er ansi hæg lengi framan af, mikið púður fer í að lýsa samskiptum fólksins í vitanum, pirringi Nóa vegna óútskýrðra atvika og baráttu Nínu við að halda virðingu sinni innan lögreglunnar eftir að hafa kært samstarfsmann sinn. Lesanda er heldur farið að leiðast þófið þegar loks dregur til tíðinda og hverri uppljóstruninni annarri rosalegri er skellt í andlit hans. Lausn gátunnar kemur algjörlega á óvart, sem alltaf er ánægjulegt í spennusögum, og þegar lesandinn er skilinn eftir í lausu lofti í lok bókar er spennustuðullinn hækkaður til muna.Fréttablaðið/VilhelmYrsa kann þá list að flétta glæpasögu, skammta upplýsingar í lesandann í hæfilegu magni til að viðhalda forvitninni og lönguninni til að vita meira, en á það til að týna sér í málalengingum og lýsingum á hugarástandi persónanna, sem satt best að segja eru lítið áhugavekjandi. Alltaf tekst henni þó að rífa upp spennuna áður en áhugi lesandans hverfur og keyra söguna í mark. Veikleiki hennar sem höfundar er hins vegar að hún er ekki sérlega góður penni og virðist lítið fara fram þrátt fyrir að skrifa eina bók á ári. Málfar og stíll eru marflöt og setningarnar á köflum svo klúðurslegar að furðu vekur. Mætti ekki ritstýra verkum hennar meira? Mér skilst að bækur hennar séu hin besta lesning í erlendum þýðingum og kannski spurning að fá einhvern af okkar færu þýðendum til að þýða næstu bók á íslensku. Það væri sönn vinningsformúla.Niðurstaða:Ágætlega fléttuð spennusaga með dassi af óhugnaði en tilþrifalítill textinn dregur lestraránægjuna niður. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Lygi Yrsa Sigurðardóttir Veröld Yrsa Sigurðardóttir er meistari óhugnaðarins og hefur haldið fyrir fólki vöku mörg undanfarin jól með myrkum sögum löðrandi í annars heims tilvísunum og meintum draugagangi. Í Lygi er hún á svipuðum slóðum, dularfullir og óútskýranlegir atburðir hrannast upp og fátt skýrist fyrr en á síðustu síðunum. Hér fer fram þremur að því er virðist óskildum frásögum en smátt og smátt kemur í ljós að auðvitað tengjast þær allar og tengingin er gamalt sakamál frá 1985 sem aldrei hefur verið upplýst. Æskufélagarnir Þröstur og Vala lenda í hringiðu hefndarinnar vegna lygi sem þau neyddust til að halda fram sem börn. Þau skuldaskil koma auðvitað niður á mökum þeirra sem ekki vita sitt rjúkandi ráð í feluleiknum öllum, en frásögnin er öll út frá þeirra sjónarhorni til að villa um fyrir lesandanum og skilja hann eftir með jafnmörg spurningarmerki og þau Nínu og Nóa, maka fyrrgreindra æskufélaga. Sögusvið þriðju frásagnarinnar er viti á hjara veraldar og langa lengi er ekkert sem bendir til að hún tengist hinum tveimur, sem eykur enn á forvitni lesandans. Atburðarásin er ansi hæg lengi framan af, mikið púður fer í að lýsa samskiptum fólksins í vitanum, pirringi Nóa vegna óútskýrðra atvika og baráttu Nínu við að halda virðingu sinni innan lögreglunnar eftir að hafa kært samstarfsmann sinn. Lesanda er heldur farið að leiðast þófið þegar loks dregur til tíðinda og hverri uppljóstruninni annarri rosalegri er skellt í andlit hans. Lausn gátunnar kemur algjörlega á óvart, sem alltaf er ánægjulegt í spennusögum, og þegar lesandinn er skilinn eftir í lausu lofti í lok bókar er spennustuðullinn hækkaður til muna.Fréttablaðið/VilhelmYrsa kann þá list að flétta glæpasögu, skammta upplýsingar í lesandann í hæfilegu magni til að viðhalda forvitninni og lönguninni til að vita meira, en á það til að týna sér í málalengingum og lýsingum á hugarástandi persónanna, sem satt best að segja eru lítið áhugavekjandi. Alltaf tekst henni þó að rífa upp spennuna áður en áhugi lesandans hverfur og keyra söguna í mark. Veikleiki hennar sem höfundar er hins vegar að hún er ekki sérlega góður penni og virðist lítið fara fram þrátt fyrir að skrifa eina bók á ári. Málfar og stíll eru marflöt og setningarnar á köflum svo klúðurslegar að furðu vekur. Mætti ekki ritstýra verkum hennar meira? Mér skilst að bækur hennar séu hin besta lesning í erlendum þýðingum og kannski spurning að fá einhvern af okkar færu þýðendum til að þýða næstu bók á íslensku. Það væri sönn vinningsformúla.Niðurstaða:Ágætlega fléttuð spennusaga með dassi af óhugnaði en tilþrifalítill textinn dregur lestraránægjuna niður.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira