Laufabrauðsát er fyrsta verk Ásgeirs Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. desember 2013 10:00 Ásgeir kemur fram ásamt hljómsveit sinni á þrennum tónleikum á Íslandi á milli jóla og nýárs. fréttablaðið/arnþór „Það er langt síðan hann hefur haldið formlega tónleika á Íslandi og okkur finnst sniðugt að endurtaka leikinn með því að halda tónleika á sömu stöðum og hann kom fram á fyrir fimmtán mánuðum,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs. Hann mun ásamt hljómsveit sinni koma fram á þrennum tónleikum á milli jóla og nýárs, í Reykjavík, á Akureyri og á Hvammstanga. „Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur til landsins er að gera ekki neitt. Síðan ætlar hann að fá sér laufabrauð.“ Á föstudaginn kemur Ásgeir fram á stórum jólatónleikum sem danska ríkissjónvarpið stendur fyrir en þeim verður sjónvarpað á Norðurlöndunum í kringum jólin. „Ég geri ráð fyrir að þeir verði sýndir hér á landi.“ Ásgeir hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði en þrátt fyrir að hafa lítið spilað hér á landi hefur Ásgeir spilað víða um Evrópu þar sem hann hitaði meðal annars upp fyrir bæði John Grant og Of Monsters and Men í sumar. Í nóvember hélt hann síðan ásamt hljómsveit í sitt fyrsta stóra tónleikaferðalag um Evrópu sem lýkur þann 17. desember. Útlit er fyrir að ekkert muni hægja á dagskrá Ásgeirs á næstunni þar sem ensk útgáfa af Dýrð í dauðaþögn sem nefnist In the Silence kemur út í Bretlandi og Evrópu í lok janúar og í Bandaríkjunum í byrjun febrúar. „Með í för verður hin norska Farao sem hefur séð um upphitun á tónleikaferðalagi Ásgeirs um Evrópu undanfarið.“ Tónleikarnir fara fram 27. desember í Gamla bíói í Reykjavík, 28. desember á Græna hattinum á Akureyri og 29. desember heimsækir Ásgeir félagsheimilið á Hvammstanga. Hægt er að nálgast miða á midi.is. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er langt síðan hann hefur haldið formlega tónleika á Íslandi og okkur finnst sniðugt að endurtaka leikinn með því að halda tónleika á sömu stöðum og hann kom fram á fyrir fimmtán mánuðum,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs. Hann mun ásamt hljómsveit sinni koma fram á þrennum tónleikum á milli jóla og nýárs, í Reykjavík, á Akureyri og á Hvammstanga. „Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur til landsins er að gera ekki neitt. Síðan ætlar hann að fá sér laufabrauð.“ Á föstudaginn kemur Ásgeir fram á stórum jólatónleikum sem danska ríkissjónvarpið stendur fyrir en þeim verður sjónvarpað á Norðurlöndunum í kringum jólin. „Ég geri ráð fyrir að þeir verði sýndir hér á landi.“ Ásgeir hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði en þrátt fyrir að hafa lítið spilað hér á landi hefur Ásgeir spilað víða um Evrópu þar sem hann hitaði meðal annars upp fyrir bæði John Grant og Of Monsters and Men í sumar. Í nóvember hélt hann síðan ásamt hljómsveit í sitt fyrsta stóra tónleikaferðalag um Evrópu sem lýkur þann 17. desember. Útlit er fyrir að ekkert muni hægja á dagskrá Ásgeirs á næstunni þar sem ensk útgáfa af Dýrð í dauðaþögn sem nefnist In the Silence kemur út í Bretlandi og Evrópu í lok janúar og í Bandaríkjunum í byrjun febrúar. „Með í för verður hin norska Farao sem hefur séð um upphitun á tónleikaferðalagi Ásgeirs um Evrópu undanfarið.“ Tónleikarnir fara fram 27. desember í Gamla bíói í Reykjavík, 28. desember á Græna hattinum á Akureyri og 29. desember heimsækir Ásgeir félagsheimilið á Hvammstanga. Hægt er að nálgast miða á midi.is.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira