„Tókum óvart lagið Vor í Vaglaskógi“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. desember 2013 10:00 Hljómsveitin Kaleo er ein vinsælasta hljómsveit landsins um þessar mundir. mynd/raggi óla „Þetta hefur verið frábært ár hjá okkur og við vonum að næsta ár verði einnig svona gott og jafnvel betra,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin hefur heldur betur slegið í gegn á árinu. Kaleo á eina af mest seldu plötum ársins en hún er jafnframt frumraun sveitarinnar og er henni samnefnd. „Upphaf hljómsveitarinnar má rekja til hljómsveitarinnar Timburmanna, sem var hljómsveit sem tók lög annarra og spilaði á hinum ýmsu samkomum og líka sveitaböllum,“ útskýrir Jökull. Í Timburmönnum voru ásamt Jökli þeir Davíð Antonsson, trommuleikari og söngvari, og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari. „Rubin Pollock gítarleikari kom svo inn í sveitina og þá varð Kaleo til og áherslurnar urðu aðrar.“ Þess má til gamans geta að Rubin Pollock er sonur gítarleikarans Mike Pollock sem var meðal annars í Utangarðsmönnum. Sveitin kom fyrst fram sem Kaleo á Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir rúmu ári. „Fyrir rúmu ári fórum við að leggja metnað í eigin lagasmíðar.“ Lagið Vor í Vaglaskógi var eitt vinsælasta lag ársins á Íslandi í flutningi Kaleo en útgáfa sveitarinnar varð í raun vinsæl fyrir hálfgerða slysni. „Við fórum í Skúrinn á Rás 2 í apríl en þar höfðum við tekið upp lagið Glasshouse nokkrum sinnum sökum tæknilegra erfiðleika og var ég því orðinn þreyttur í röddinni. Þá ákváðum við að telja í eitt rólegt lag sem var óvart lagið Vor í Vaglaskógi og það varð svona vinsælt,“ útskýrir Jökull. Hann hafði þó gengið með lagið og útsetninguna í kollinum í töluverðan tíma áður en þeir töldu í lagið á Rás 2. Eftir þetta fór sveitin í hljóðver og tók lagið upp. „Við tókum upp lagið en eftir að það fékk svona mikla athygli bauð Sena okkur að taka upp breiðskífu og við hjóluðum í það og varð platan til á sex vikum. Við erum mjög sáttir við hana.“ Kaleo-menn leggja mikið upp úr því að vera þéttir á tónleikum og hefur sveitin alla tíð verið dugleg við æfingar. „Við Davíð og Daníel höfum allir spilað saman frá því í grunnskóla og þekkjumst því mjög vel. Við komum helst ekki fram illa æfðir,“ bætir Jökull við. Um þessar mundir er nóg að gera hjá sveitinni en hún er þó farin að vinna í nýju efni. Þá hefur sveitin einnig í hyggju á að koma fram erlendis. „Okkur langar mikið að fara út fyrir landsteinana á næsta ári og erum að skoða alla möguleika á því.“ Framundan eru tónleikar á jólatónleikunum Xmas og tónleikar á Gamla Gauknum en hvorir tveggja tónleikarnir fara fram 20. desember næstkomandi. Kaleo Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Þetta hefur verið frábært ár hjá okkur og við vonum að næsta ár verði einnig svona gott og jafnvel betra,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin hefur heldur betur slegið í gegn á árinu. Kaleo á eina af mest seldu plötum ársins en hún er jafnframt frumraun sveitarinnar og er henni samnefnd. „Upphaf hljómsveitarinnar má rekja til hljómsveitarinnar Timburmanna, sem var hljómsveit sem tók lög annarra og spilaði á hinum ýmsu samkomum og líka sveitaböllum,“ útskýrir Jökull. Í Timburmönnum voru ásamt Jökli þeir Davíð Antonsson, trommuleikari og söngvari, og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari. „Rubin Pollock gítarleikari kom svo inn í sveitina og þá varð Kaleo til og áherslurnar urðu aðrar.“ Þess má til gamans geta að Rubin Pollock er sonur gítarleikarans Mike Pollock sem var meðal annars í Utangarðsmönnum. Sveitin kom fyrst fram sem Kaleo á Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir rúmu ári. „Fyrir rúmu ári fórum við að leggja metnað í eigin lagasmíðar.“ Lagið Vor í Vaglaskógi var eitt vinsælasta lag ársins á Íslandi í flutningi Kaleo en útgáfa sveitarinnar varð í raun vinsæl fyrir hálfgerða slysni. „Við fórum í Skúrinn á Rás 2 í apríl en þar höfðum við tekið upp lagið Glasshouse nokkrum sinnum sökum tæknilegra erfiðleika og var ég því orðinn þreyttur í röddinni. Þá ákváðum við að telja í eitt rólegt lag sem var óvart lagið Vor í Vaglaskógi og það varð svona vinsælt,“ útskýrir Jökull. Hann hafði þó gengið með lagið og útsetninguna í kollinum í töluverðan tíma áður en þeir töldu í lagið á Rás 2. Eftir þetta fór sveitin í hljóðver og tók lagið upp. „Við tókum upp lagið en eftir að það fékk svona mikla athygli bauð Sena okkur að taka upp breiðskífu og við hjóluðum í það og varð platan til á sex vikum. Við erum mjög sáttir við hana.“ Kaleo-menn leggja mikið upp úr því að vera þéttir á tónleikum og hefur sveitin alla tíð verið dugleg við æfingar. „Við Davíð og Daníel höfum allir spilað saman frá því í grunnskóla og þekkjumst því mjög vel. Við komum helst ekki fram illa æfðir,“ bætir Jökull við. Um þessar mundir er nóg að gera hjá sveitinni en hún er þó farin að vinna í nýju efni. Þá hefur sveitin einnig í hyggju á að koma fram erlendis. „Okkur langar mikið að fara út fyrir landsteinana á næsta ári og erum að skoða alla möguleika á því.“ Framundan eru tónleikar á jólatónleikunum Xmas og tónleikar á Gamla Gauknum en hvorir tveggja tónleikarnir fara fram 20. desember næstkomandi.
Kaleo Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira