Gálgahraun Halldór Ólafsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Eftir að hafa fylgst með því ónauðsynlega hervirki sem framið er þessa daga í Gálgahrauni verður mér æ oftar hugsað til þriggja frumherja náttúruverndar á Íslandi. Þar á ég við þau Sigríði Tómasdóttur í Brattholti, sem bjargaði Gullfossi frá erlendum auðhringum, Guðmund Davíðsson kennara, sem barðist fyrir friðun Þingvalla og hvatti stjórnvöld til þess að gera staðinn að þjóðgarði, og Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, sem ásamt fleirum samdi fyrstu náttúruverndarlögin er samþykkt voru á Alþingi. Hvernig liti landið okkar út ef þetta framsýna fólk hefði ekki haft vit fyrir okkur á sínum tíma? Þá er hætt við að ásýnd landsins væri með öðrum brag því reynslan sýnir að fégráðugt og tilfinningasljótt fólk virðir ekki náttúruna ef hagsmunir þess og náttúra landsins stangast á. Þegar Sigurður Þórarinsson kom heim frá námi og störfum í Svíþjóð undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari blöskraði honum umgengni landa sinna og óvirðing þeirra fyrir náttúrunni. Hann sá að við svo búið mátti ekki standa og hóf að skrifa greinar í blöð og tímarit um náttúruvernd, einnig hélt hann erindi um sama efni í útvarp og hjá félagasamtökum. Grein sem Sigurður skrifaði í Náttúrufræðinginn 1950 hristi loksins svo upp í stjórnvöldum að honum, ásamt Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði, Finni Guðmundssyni fuglafræðingi og Ármanni Snævarr lögfræðiprófessor, var falið að semja frumvarp til laga um náttúruvernd. Þetta var fyrsta heildarlöggjöf Íslendinga um náttúruvernd.Þörf lesning Grein Sigurðar í Náttúrufræðingnum er löng og ýtarleg en hér á eftir fer örstuttur útdráttur sem er þörf lesning: „Við lifum á tímum, sem meta flest til silfurs og seðla og kalla það raunsæi, en nefna e.t.v. trú á þau verðmæti, sem ég hef hér talið að vernda þyrfti, rómantík og flótta frá veruleikanum. En til eru þau verðmæti, sem ekki verða metin til fjár og eru það þó þau, sem gefa mannlegu lífi innihald og meiningu og er ekki vafasamt raunsæi að vanmeta þau? Seðlarnir fúna og við, sem þeim söfnum, fúnum líka, en við fáum ekki umflúið dóm komandi kynslóða um það, hvernig við skiluðum landinu okkar í þeirra hendur. Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum eða pólitískum afglöpum, en fordjarfanir á náttúrumenjum eru í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl, og engin nýsköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.“ Svo mörg voru þau orð. Ég held að öll grein Sigurðar Þórarinssonar sem birtist í Náttúrufræðingnum 1950 sé holl og þörf lesning öllum Íslendingum en þó einkum ráðherrum og öðrum limum hins svokallaða háa Alþingis, borgar- og bæjarstjórnarfulltrúum, starfsmönnum Vegagerðarinnar, verktökum og reyndar öllum þeim sem hafa með umsýslan ósnortins lands að gera. Einnig er ástæða til að benda þessu sama fólki á grein Nóbelskáldsins Halldórs Kiljan Laxness er hann nefndi „Hernaðurinn gegn landinu“ og birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag 1970. Ég vil að lokum lýsa aðdáun minni á því fólki sem staðið hefur vaktina í Gálgahrauni undanfarið. Það sýnir að enn eru til Íslendingar sem þora að mótmæla gerræðislegum framkvæmdum yfirvalda sem gerðar eru undir lögregluvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa fylgst með því ónauðsynlega hervirki sem framið er þessa daga í Gálgahrauni verður mér æ oftar hugsað til þriggja frumherja náttúruverndar á Íslandi. Þar á ég við þau Sigríði Tómasdóttur í Brattholti, sem bjargaði Gullfossi frá erlendum auðhringum, Guðmund Davíðsson kennara, sem barðist fyrir friðun Þingvalla og hvatti stjórnvöld til þess að gera staðinn að þjóðgarði, og Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, sem ásamt fleirum samdi fyrstu náttúruverndarlögin er samþykkt voru á Alþingi. Hvernig liti landið okkar út ef þetta framsýna fólk hefði ekki haft vit fyrir okkur á sínum tíma? Þá er hætt við að ásýnd landsins væri með öðrum brag því reynslan sýnir að fégráðugt og tilfinningasljótt fólk virðir ekki náttúruna ef hagsmunir þess og náttúra landsins stangast á. Þegar Sigurður Þórarinsson kom heim frá námi og störfum í Svíþjóð undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari blöskraði honum umgengni landa sinna og óvirðing þeirra fyrir náttúrunni. Hann sá að við svo búið mátti ekki standa og hóf að skrifa greinar í blöð og tímarit um náttúruvernd, einnig hélt hann erindi um sama efni í útvarp og hjá félagasamtökum. Grein sem Sigurður skrifaði í Náttúrufræðinginn 1950 hristi loksins svo upp í stjórnvöldum að honum, ásamt Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði, Finni Guðmundssyni fuglafræðingi og Ármanni Snævarr lögfræðiprófessor, var falið að semja frumvarp til laga um náttúruvernd. Þetta var fyrsta heildarlöggjöf Íslendinga um náttúruvernd.Þörf lesning Grein Sigurðar í Náttúrufræðingnum er löng og ýtarleg en hér á eftir fer örstuttur útdráttur sem er þörf lesning: „Við lifum á tímum, sem meta flest til silfurs og seðla og kalla það raunsæi, en nefna e.t.v. trú á þau verðmæti, sem ég hef hér talið að vernda þyrfti, rómantík og flótta frá veruleikanum. En til eru þau verðmæti, sem ekki verða metin til fjár og eru það þó þau, sem gefa mannlegu lífi innihald og meiningu og er ekki vafasamt raunsæi að vanmeta þau? Seðlarnir fúna og við, sem þeim söfnum, fúnum líka, en við fáum ekki umflúið dóm komandi kynslóða um það, hvernig við skiluðum landinu okkar í þeirra hendur. Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum eða pólitískum afglöpum, en fordjarfanir á náttúrumenjum eru í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl, og engin nýsköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.“ Svo mörg voru þau orð. Ég held að öll grein Sigurðar Þórarinssonar sem birtist í Náttúrufræðingnum 1950 sé holl og þörf lesning öllum Íslendingum en þó einkum ráðherrum og öðrum limum hins svokallaða háa Alþingis, borgar- og bæjarstjórnarfulltrúum, starfsmönnum Vegagerðarinnar, verktökum og reyndar öllum þeim sem hafa með umsýslan ósnortins lands að gera. Einnig er ástæða til að benda þessu sama fólki á grein Nóbelskáldsins Halldórs Kiljan Laxness er hann nefndi „Hernaðurinn gegn landinu“ og birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag 1970. Ég vil að lokum lýsa aðdáun minni á því fólki sem staðið hefur vaktina í Gálgahrauni undanfarið. Það sýnir að enn eru til Íslendingar sem þora að mótmæla gerræðislegum framkvæmdum yfirvalda sem gerðar eru undir lögregluvernd.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar