Gálgahraun Halldór Ólafsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Eftir að hafa fylgst með því ónauðsynlega hervirki sem framið er þessa daga í Gálgahrauni verður mér æ oftar hugsað til þriggja frumherja náttúruverndar á Íslandi. Þar á ég við þau Sigríði Tómasdóttur í Brattholti, sem bjargaði Gullfossi frá erlendum auðhringum, Guðmund Davíðsson kennara, sem barðist fyrir friðun Þingvalla og hvatti stjórnvöld til þess að gera staðinn að þjóðgarði, og Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, sem ásamt fleirum samdi fyrstu náttúruverndarlögin er samþykkt voru á Alþingi. Hvernig liti landið okkar út ef þetta framsýna fólk hefði ekki haft vit fyrir okkur á sínum tíma? Þá er hætt við að ásýnd landsins væri með öðrum brag því reynslan sýnir að fégráðugt og tilfinningasljótt fólk virðir ekki náttúruna ef hagsmunir þess og náttúra landsins stangast á. Þegar Sigurður Þórarinsson kom heim frá námi og störfum í Svíþjóð undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari blöskraði honum umgengni landa sinna og óvirðing þeirra fyrir náttúrunni. Hann sá að við svo búið mátti ekki standa og hóf að skrifa greinar í blöð og tímarit um náttúruvernd, einnig hélt hann erindi um sama efni í útvarp og hjá félagasamtökum. Grein sem Sigurður skrifaði í Náttúrufræðinginn 1950 hristi loksins svo upp í stjórnvöldum að honum, ásamt Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði, Finni Guðmundssyni fuglafræðingi og Ármanni Snævarr lögfræðiprófessor, var falið að semja frumvarp til laga um náttúruvernd. Þetta var fyrsta heildarlöggjöf Íslendinga um náttúruvernd.Þörf lesning Grein Sigurðar í Náttúrufræðingnum er löng og ýtarleg en hér á eftir fer örstuttur útdráttur sem er þörf lesning: „Við lifum á tímum, sem meta flest til silfurs og seðla og kalla það raunsæi, en nefna e.t.v. trú á þau verðmæti, sem ég hef hér talið að vernda þyrfti, rómantík og flótta frá veruleikanum. En til eru þau verðmæti, sem ekki verða metin til fjár og eru það þó þau, sem gefa mannlegu lífi innihald og meiningu og er ekki vafasamt raunsæi að vanmeta þau? Seðlarnir fúna og við, sem þeim söfnum, fúnum líka, en við fáum ekki umflúið dóm komandi kynslóða um það, hvernig við skiluðum landinu okkar í þeirra hendur. Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum eða pólitískum afglöpum, en fordjarfanir á náttúrumenjum eru í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl, og engin nýsköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.“ Svo mörg voru þau orð. Ég held að öll grein Sigurðar Þórarinssonar sem birtist í Náttúrufræðingnum 1950 sé holl og þörf lesning öllum Íslendingum en þó einkum ráðherrum og öðrum limum hins svokallaða háa Alþingis, borgar- og bæjarstjórnarfulltrúum, starfsmönnum Vegagerðarinnar, verktökum og reyndar öllum þeim sem hafa með umsýslan ósnortins lands að gera. Einnig er ástæða til að benda þessu sama fólki á grein Nóbelskáldsins Halldórs Kiljan Laxness er hann nefndi „Hernaðurinn gegn landinu“ og birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag 1970. Ég vil að lokum lýsa aðdáun minni á því fólki sem staðið hefur vaktina í Gálgahrauni undanfarið. Það sýnir að enn eru til Íslendingar sem þora að mótmæla gerræðislegum framkvæmdum yfirvalda sem gerðar eru undir lögregluvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa fylgst með því ónauðsynlega hervirki sem framið er þessa daga í Gálgahrauni verður mér æ oftar hugsað til þriggja frumherja náttúruverndar á Íslandi. Þar á ég við þau Sigríði Tómasdóttur í Brattholti, sem bjargaði Gullfossi frá erlendum auðhringum, Guðmund Davíðsson kennara, sem barðist fyrir friðun Þingvalla og hvatti stjórnvöld til þess að gera staðinn að þjóðgarði, og Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, sem ásamt fleirum samdi fyrstu náttúruverndarlögin er samþykkt voru á Alþingi. Hvernig liti landið okkar út ef þetta framsýna fólk hefði ekki haft vit fyrir okkur á sínum tíma? Þá er hætt við að ásýnd landsins væri með öðrum brag því reynslan sýnir að fégráðugt og tilfinningasljótt fólk virðir ekki náttúruna ef hagsmunir þess og náttúra landsins stangast á. Þegar Sigurður Þórarinsson kom heim frá námi og störfum í Svíþjóð undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari blöskraði honum umgengni landa sinna og óvirðing þeirra fyrir náttúrunni. Hann sá að við svo búið mátti ekki standa og hóf að skrifa greinar í blöð og tímarit um náttúruvernd, einnig hélt hann erindi um sama efni í útvarp og hjá félagasamtökum. Grein sem Sigurður skrifaði í Náttúrufræðinginn 1950 hristi loksins svo upp í stjórnvöldum að honum, ásamt Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði, Finni Guðmundssyni fuglafræðingi og Ármanni Snævarr lögfræðiprófessor, var falið að semja frumvarp til laga um náttúruvernd. Þetta var fyrsta heildarlöggjöf Íslendinga um náttúruvernd.Þörf lesning Grein Sigurðar í Náttúrufræðingnum er löng og ýtarleg en hér á eftir fer örstuttur útdráttur sem er þörf lesning: „Við lifum á tímum, sem meta flest til silfurs og seðla og kalla það raunsæi, en nefna e.t.v. trú á þau verðmæti, sem ég hef hér talið að vernda þyrfti, rómantík og flótta frá veruleikanum. En til eru þau verðmæti, sem ekki verða metin til fjár og eru það þó þau, sem gefa mannlegu lífi innihald og meiningu og er ekki vafasamt raunsæi að vanmeta þau? Seðlarnir fúna og við, sem þeim söfnum, fúnum líka, en við fáum ekki umflúið dóm komandi kynslóða um það, hvernig við skiluðum landinu okkar í þeirra hendur. Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum eða pólitískum afglöpum, en fordjarfanir á náttúrumenjum eru í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl, og engin nýsköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.“ Svo mörg voru þau orð. Ég held að öll grein Sigurðar Þórarinssonar sem birtist í Náttúrufræðingnum 1950 sé holl og þörf lesning öllum Íslendingum en þó einkum ráðherrum og öðrum limum hins svokallaða háa Alþingis, borgar- og bæjarstjórnarfulltrúum, starfsmönnum Vegagerðarinnar, verktökum og reyndar öllum þeim sem hafa með umsýslan ósnortins lands að gera. Einnig er ástæða til að benda þessu sama fólki á grein Nóbelskáldsins Halldórs Kiljan Laxness er hann nefndi „Hernaðurinn gegn landinu“ og birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag 1970. Ég vil að lokum lýsa aðdáun minni á því fólki sem staðið hefur vaktina í Gálgahrauni undanfarið. Það sýnir að enn eru til Íslendingar sem þora að mótmæla gerræðislegum framkvæmdum yfirvalda sem gerðar eru undir lögregluvernd.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar