Vísindafélag Íslendinga í 95 ár Þórarinn Guðjónsson skrifar 13. desember 2013 07:00 Hinn 1. des. 1918 komu tíu kennarar við Háskóla Íslands á fund að boði prófessoranna Ágústs H. Bjarnasonar og Sigurðar Nordals og samþykktu að stofna félag til eflingar vísindastarfsemi í landinu. Það var stofndagur Vísindafélags Íslendinga. Tilgangurinn var að stofna félagsskap íslenskra vísindamanna, á öllum sviðum, til að efla vísindastarfsemi í landinu og styrkja stöðu vísinda í íslenskri menningu. Félagið hefur starfað undir þeim formerkjum síðan. Vísindafélag Íslendinga hefur gengið gegnum hæðir og lægðir á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess. Samfara breyttum tíðaranda hefur félagið tekið nauðsynlegum breytingum sem miða að því að gera félagið áberandi í samfélagslegri umræðu um vísindaleg málefni. Vísindafélag Íslendinga starfar óháð stofnunum og fræðasviðum og er því kjörinn vettvangur fyrir almenna umræðu um vísindi og hlutverk vísinda og fræða í samfélaginu. Félagið hefur breyst töluvert á síðustu árum og er nú opinn félagsskapur vísinda- og fræðimanna sem öðlast hafa akademíska þjálfun og stundað sjálfstæðar vísindarannsóknir. Meginhlutverk félagsins er að hvetja til umræðu um vísindaleg málefni hvort sem er í gegnum fræðsluerindi eða málþing, samskipti við stjórnmálamenn eða almenning. Félagið hefur staðið fyrir fjölda sérhæfðra sem og þverfaglegra málþinga um stöðu ungra vísindamanna, gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag, mikilvægi samkeppnissjóða, málþinga um ritstuld, loftslagsbreytingar, áhrif efnahagshruns á íslenskt samfélag og svo mætti lengi telja. Hér á landi er fjöldi háskóla og rannsóknastofnana og hefur oft skort vettvang fyrir akademíska umræðu utan þeirra. Það er von stjórnar Vísindafélags Íslendinga að geta skapað grunn fyrir slíka umræðu og að stjórnvöld muni nýta sér þekkingu og reynslu félagsmanna við stefnumótandi ákvarðanir í málefnum vísinda í náinni framtíð.Árin 95 og framtíðin Vísindafélag Íslendinga hefur leikið mikilvægt hlutverk innan vísindasamfélagsins í áratugi, sérstaklega í tengslum við útgáfu og miðlun vísinda. Félagið er í sókn, og þörf er á að efla það enn frekar til að því sé kleift að vinna betur að því að styrkja stöðu vísinda. Þar er bæði litið til þess að efla starf og áhrif félagsins innanlands, á vísindasamfélagið og stjórnkerfið, sem og samfélagið í heild, og að auka þátttöku þess í samstarfi við erlend vísindafélög og akademíur, m.a. til þess að bera saman bækur og læra af þeim, og hafa áhrif á stefnumótun á alþjóðlegum vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Hinn 1. des. 1918 komu tíu kennarar við Háskóla Íslands á fund að boði prófessoranna Ágústs H. Bjarnasonar og Sigurðar Nordals og samþykktu að stofna félag til eflingar vísindastarfsemi í landinu. Það var stofndagur Vísindafélags Íslendinga. Tilgangurinn var að stofna félagsskap íslenskra vísindamanna, á öllum sviðum, til að efla vísindastarfsemi í landinu og styrkja stöðu vísinda í íslenskri menningu. Félagið hefur starfað undir þeim formerkjum síðan. Vísindafélag Íslendinga hefur gengið gegnum hæðir og lægðir á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess. Samfara breyttum tíðaranda hefur félagið tekið nauðsynlegum breytingum sem miða að því að gera félagið áberandi í samfélagslegri umræðu um vísindaleg málefni. Vísindafélag Íslendinga starfar óháð stofnunum og fræðasviðum og er því kjörinn vettvangur fyrir almenna umræðu um vísindi og hlutverk vísinda og fræða í samfélaginu. Félagið hefur breyst töluvert á síðustu árum og er nú opinn félagsskapur vísinda- og fræðimanna sem öðlast hafa akademíska þjálfun og stundað sjálfstæðar vísindarannsóknir. Meginhlutverk félagsins er að hvetja til umræðu um vísindaleg málefni hvort sem er í gegnum fræðsluerindi eða málþing, samskipti við stjórnmálamenn eða almenning. Félagið hefur staðið fyrir fjölda sérhæfðra sem og þverfaglegra málþinga um stöðu ungra vísindamanna, gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag, mikilvægi samkeppnissjóða, málþinga um ritstuld, loftslagsbreytingar, áhrif efnahagshruns á íslenskt samfélag og svo mætti lengi telja. Hér á landi er fjöldi háskóla og rannsóknastofnana og hefur oft skort vettvang fyrir akademíska umræðu utan þeirra. Það er von stjórnar Vísindafélags Íslendinga að geta skapað grunn fyrir slíka umræðu og að stjórnvöld muni nýta sér þekkingu og reynslu félagsmanna við stefnumótandi ákvarðanir í málefnum vísinda í náinni framtíð.Árin 95 og framtíðin Vísindafélag Íslendinga hefur leikið mikilvægt hlutverk innan vísindasamfélagsins í áratugi, sérstaklega í tengslum við útgáfu og miðlun vísinda. Félagið er í sókn, og þörf er á að efla það enn frekar til að því sé kleift að vinna betur að því að styrkja stöðu vísinda. Þar er bæði litið til þess að efla starf og áhrif félagsins innanlands, á vísindasamfélagið og stjórnkerfið, sem og samfélagið í heild, og að auka þátttöku þess í samstarfi við erlend vísindafélög og akademíur, m.a. til þess að bera saman bækur og læra af þeim, og hafa áhrif á stefnumótun á alþjóðlegum vettvangi.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar