Lestin brunar, brunar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. desember 2013 16:00 Klefi Nr. 6 eftir Rosu Liksom Klefi Nr. 6 Rosa Liksom Þýðing: Sigurður Karlsson Uppheimar Finnskar skáldsögur hafa eitthvert yfirbragð sem gerir þær ólíkar skáldsögum allra annarra landa. Það er þessi einstaka blanda af svartamyrkri og kaldhæðnislegum húmor sem hrífur lesandann með sér, hristir upp í honum og fær hann til að glotta meinlega með sjálfum sér. Verðlaunaskáldsaga Rosu Liksom, Klefi Nr. 6, fer enn lengra inn á þetta einstigi kolsvartrar örvæntingar og kaldhæðins húmors en flestar aðrar finnskar skáldsögur sem ég hef lesið og heillar mann, sannast að segja, gjörsamlega upp úr skónum. Þar hjálpast allt að. Sögusviðið er óvenjulegt; þröngur lestarklefi í lest á ferðalagi yfir þver Sovétríkin heitin, leyndardómsfull aðalpersóna; finnsk námsmey sem virðist vera á flótta frá Moskvu án þess að lesandanum sé ljóst fyrr en seint og um síðir hvað hún er að flýja, og erkirússneskur drykkjusvoli sem deilir með henni klefanum í þessar vikur sem ferðalagið tekur. Lýsingarnar á samskiptum þeirra eru meistarastykki í fyrrnefndum finnskum bikhúmor, hann er í flesta staði ógeðfelldur rusti, kallar konur aldrei annað en kuntur eða hórur, sýnir stúlkunni hvað eftir annað grófa kynferðislega áreitni, en er samt sem áður brjóstumkennanlegur og furðanlega viðkunnanlegur, enda tekst með þeim tveimur hin prýðilegasta vinátta þegar á líður, þrátt fyrir allt. Það sem allra mest hrífur eru þó lýsingarnar á Sovétríkjunum, íbúum þeirra og borgum, hrikalegu landslagi, brunafrosti, örvæntingu og von. Í örstuttum myndum dregur Liksom upp firnasterkar myndir sem lifa með lesandanum lengi og súmmera upp lífið, þrárnar og vonirnar í þessu stórveldi sem á sögutímanum er örstutt frá því að líða undir lok. Maður gleymir stund og stað í þessu ægilega umhverfi sem um leið er svo fullt af mannlegum breyskleika og ofurvenjulegu fólki sem hægt er að samsama sig. Mann langar helst að byrja aftur á bókinni um leið og lestri lýkur til að komast inn í þennan heim að nýju. Stíll Liksom er æði sérstakur, knappur og hrikalegur eins og síberísk túndra og það hefur ekki verið áhlaupaverk fyrir meistaraþýðandann Sigurð Karlsson að snara þessum texta yfir á íslensku. Hann leysir það þó auðvitað af hendi með sóma og bravúr og skapar áhrifaríkan texta sem manni finnst næstum að sé á frummálinu, svo erkifinnskur er hann í gegn. Það er engin furða að Liksom hafi hlotið Finlandia-verðlaunin fyrir þessa sögu og verið tilnefnd af hálfu Finna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hér er einfaldlega komin ein besta skáldsaga sem undirrituð hefur lesið árum saman og full ástæða til að hvetja alla sem unna góðum bókmenntum til að láta ekki Klefa Nr. 6 fram hjá sér fara.Niðurstaða: Sterk, hrottaleg, fögur og einstaklega vel stíluð skáldsaga sem allir ættu að lesa. Gagnrýni Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Klefi Nr. 6 Rosa Liksom Þýðing: Sigurður Karlsson Uppheimar Finnskar skáldsögur hafa eitthvert yfirbragð sem gerir þær ólíkar skáldsögum allra annarra landa. Það er þessi einstaka blanda af svartamyrkri og kaldhæðnislegum húmor sem hrífur lesandann með sér, hristir upp í honum og fær hann til að glotta meinlega með sjálfum sér. Verðlaunaskáldsaga Rosu Liksom, Klefi Nr. 6, fer enn lengra inn á þetta einstigi kolsvartrar örvæntingar og kaldhæðins húmors en flestar aðrar finnskar skáldsögur sem ég hef lesið og heillar mann, sannast að segja, gjörsamlega upp úr skónum. Þar hjálpast allt að. Sögusviðið er óvenjulegt; þröngur lestarklefi í lest á ferðalagi yfir þver Sovétríkin heitin, leyndardómsfull aðalpersóna; finnsk námsmey sem virðist vera á flótta frá Moskvu án þess að lesandanum sé ljóst fyrr en seint og um síðir hvað hún er að flýja, og erkirússneskur drykkjusvoli sem deilir með henni klefanum í þessar vikur sem ferðalagið tekur. Lýsingarnar á samskiptum þeirra eru meistarastykki í fyrrnefndum finnskum bikhúmor, hann er í flesta staði ógeðfelldur rusti, kallar konur aldrei annað en kuntur eða hórur, sýnir stúlkunni hvað eftir annað grófa kynferðislega áreitni, en er samt sem áður brjóstumkennanlegur og furðanlega viðkunnanlegur, enda tekst með þeim tveimur hin prýðilegasta vinátta þegar á líður, þrátt fyrir allt. Það sem allra mest hrífur eru þó lýsingarnar á Sovétríkjunum, íbúum þeirra og borgum, hrikalegu landslagi, brunafrosti, örvæntingu og von. Í örstuttum myndum dregur Liksom upp firnasterkar myndir sem lifa með lesandanum lengi og súmmera upp lífið, þrárnar og vonirnar í þessu stórveldi sem á sögutímanum er örstutt frá því að líða undir lok. Maður gleymir stund og stað í þessu ægilega umhverfi sem um leið er svo fullt af mannlegum breyskleika og ofurvenjulegu fólki sem hægt er að samsama sig. Mann langar helst að byrja aftur á bókinni um leið og lestri lýkur til að komast inn í þennan heim að nýju. Stíll Liksom er æði sérstakur, knappur og hrikalegur eins og síberísk túndra og það hefur ekki verið áhlaupaverk fyrir meistaraþýðandann Sigurð Karlsson að snara þessum texta yfir á íslensku. Hann leysir það þó auðvitað af hendi með sóma og bravúr og skapar áhrifaríkan texta sem manni finnst næstum að sé á frummálinu, svo erkifinnskur er hann í gegn. Það er engin furða að Liksom hafi hlotið Finlandia-verðlaunin fyrir þessa sögu og verið tilnefnd af hálfu Finna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hér er einfaldlega komin ein besta skáldsaga sem undirrituð hefur lesið árum saman og full ástæða til að hvetja alla sem unna góðum bókmenntum til að láta ekki Klefa Nr. 6 fram hjá sér fara.Niðurstaða: Sterk, hrottaleg, fögur og einstaklega vel stíluð skáldsaga sem allir ættu að lesa.
Gagnrýni Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira