Hið síðasta hefði átt að vera fyrst Jónas Sen skrifar 16. desember 2013 13:00 Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld. Tónlist: Tengsl: Kammerverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson Geisladiskur Útg. Smekkleysa Fyrsta lag eða verk á geisladiski er á vissan hátt það mikilvægasta. Það er einskonar andlit disksins og gefur forsmekk að því sem koma skal. Upplifunin af því ræður miklu um það hvort hlustandinn hafi yfirleitt áhuga á að heyra meira. Ég er á því að geisladiskur með kammerverkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson sé að þessu leyti illa skipulagður. Fyrsta verkið hefði átt að vera seinna á dagskránni, Adagio fyrir strengjasextett. Það er fullt af tjáningu, en fjarskalega drungalegt og stemningin eftir því fráhrindandi. Lagaflokkurinn Tengsl við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson, sem er næstur, kemur ekki heldur vel út. Þar er m.a. um að kenna frammistöðu altsöngkonunnar Mörtu Hrafnsdóttur, en hún er ósköp sviplaus. Tilþrif í túlkun hefðu mátt vera mun kröftugri, söngurinn snarpari, en þó afslappaðri. Það er eins og Marta sé of mikið að vanda sig. Textaframburðurinn er auk þess óskýr, sem skrifast mögulega á upptökuna að einhverju leyti. Svipað vandamál gerir vart við sig í söng Ólafs Kjartans Sigurðarsonar í sex lögum sem á eftir koma. Hann er venjulega með skýrmæltari söngvurum. Hins vegar er túlkun Ólafs að öðru leyti líflegri og blæbrigðaríkari. Auðvitað eru lögin sem hann flytur öðruvísi en hjá Mörtu. Það er meiri breidd í þeim, tónlistin er opnari, þótt hún sé ekki meira aðlaðandi. En Marta hefði samt getað gert betur. Að mínu mati hefði síðasta verkið á geisladiskinum átt að vera það fyrsta, Vókalísa fyrir mezzósópran, fiðlu og píanó. Það er „erótísk sumarmúsík“ eins og henni er lýst í meðfylgjandi bæklingi. Stemningin er suðræn, full af munúðarfullum hljómum og sjarma. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur vel, röddin er tær, rétta tilfinningin til staðar. Hið akademíska Movement fyrir strengjakvartett, hið elsta á diskinum, hefði líka átt að vera framar (það er næst síðast). Tónmálið er agaðra, yfir því er ferskleiki. Hann er þægileg tilbreyting frá öllum myrku tilfinningunum sem annars gegnsýra geisladiskinn. Fyrir utan söngvarana sem hér hafa verið nefndir leika hljóðfæraleikarar úr Kammersveit Reykjavíkur. Flutningurinn er hvarvetna til fyrirmyndar, samstilltur og hreinn. En líka dökkur og þungur, rétt eins og tormelt tónlistin sjálf.Niðurstaða: Erfið tónlist sem hefði mátt gera meira aðlaðandi með annarri uppröðun. Söngurinn er misjafn, en hljóðfæraleikurinn góður. Gagnrýni Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist: Tengsl: Kammerverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson Geisladiskur Útg. Smekkleysa Fyrsta lag eða verk á geisladiski er á vissan hátt það mikilvægasta. Það er einskonar andlit disksins og gefur forsmekk að því sem koma skal. Upplifunin af því ræður miklu um það hvort hlustandinn hafi yfirleitt áhuga á að heyra meira. Ég er á því að geisladiskur með kammerverkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson sé að þessu leyti illa skipulagður. Fyrsta verkið hefði átt að vera seinna á dagskránni, Adagio fyrir strengjasextett. Það er fullt af tjáningu, en fjarskalega drungalegt og stemningin eftir því fráhrindandi. Lagaflokkurinn Tengsl við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson, sem er næstur, kemur ekki heldur vel út. Þar er m.a. um að kenna frammistöðu altsöngkonunnar Mörtu Hrafnsdóttur, en hún er ósköp sviplaus. Tilþrif í túlkun hefðu mátt vera mun kröftugri, söngurinn snarpari, en þó afslappaðri. Það er eins og Marta sé of mikið að vanda sig. Textaframburðurinn er auk þess óskýr, sem skrifast mögulega á upptökuna að einhverju leyti. Svipað vandamál gerir vart við sig í söng Ólafs Kjartans Sigurðarsonar í sex lögum sem á eftir koma. Hann er venjulega með skýrmæltari söngvurum. Hins vegar er túlkun Ólafs að öðru leyti líflegri og blæbrigðaríkari. Auðvitað eru lögin sem hann flytur öðruvísi en hjá Mörtu. Það er meiri breidd í þeim, tónlistin er opnari, þótt hún sé ekki meira aðlaðandi. En Marta hefði samt getað gert betur. Að mínu mati hefði síðasta verkið á geisladiskinum átt að vera það fyrsta, Vókalísa fyrir mezzósópran, fiðlu og píanó. Það er „erótísk sumarmúsík“ eins og henni er lýst í meðfylgjandi bæklingi. Stemningin er suðræn, full af munúðarfullum hljómum og sjarma. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur vel, röddin er tær, rétta tilfinningin til staðar. Hið akademíska Movement fyrir strengjakvartett, hið elsta á diskinum, hefði líka átt að vera framar (það er næst síðast). Tónmálið er agaðra, yfir því er ferskleiki. Hann er þægileg tilbreyting frá öllum myrku tilfinningunum sem annars gegnsýra geisladiskinn. Fyrir utan söngvarana sem hér hafa verið nefndir leika hljóðfæraleikarar úr Kammersveit Reykjavíkur. Flutningurinn er hvarvetna til fyrirmyndar, samstilltur og hreinn. En líka dökkur og þungur, rétt eins og tormelt tónlistin sjálf.Niðurstaða: Erfið tónlist sem hefði mátt gera meira aðlaðandi með annarri uppröðun. Söngurinn er misjafn, en hljóðfæraleikurinn góður.
Gagnrýni Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira