Súrrealískt að vinna með Ben Stiller Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. desember 2013 10:00 Ólafur Darri Ólafsson, leikari er með mörg járn í eldinum. Fréttablaðið/GVA „Það var alveg truflað að vinna með Ben, hann er náttúrulega maður sem ég hef fylgst með svo lengi,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, leikari en hann leikur á móti Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Myndin var forsýnd á sérstakri hátíðarforsýningu síðastliðinn fimmtudag í Smárabíó en allir salir bíósins voru fullir af fólki. Myndin verður svo frumsýnd á Íslandi 3. janúar. „Myndin hefur fengið prýðis viðtökur en hún náttúrulega ekki enn komin í almenna sýningu hér né í Bandaríkjunum en hún hefur fengið góða gagnrýni,“ segir Ólafur Darri. Hann var viðstaddur frumsýningu myndarinnar á New York Film Festival í byrjun október. „Það var mjög gaman úti en eftir forsýninguna í Smárabíó get ég líklega ekki mætt á fleiri forsýningar eða frumsýningar sökum mikilli anna,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann æfir þessa dagana af kappi fyrir Hamlet sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu þann 11. janúar. „Þetta er krefjandi hlutverk og maður þarf að vera í góðu formi,“ segir Ólafur Darri, sem var einmitt á leið í ræktina þegar blaðamaðurinn náði tali af honum. Þá er búið að gera svokallaðan prufuþáttur sem heitir Line of Sight en það er enginn annar en Jonathan Demme sem leikstýrir þáttunum en hann leikstýrði meðal annars The Silence of the Lambs og skrifað af Blake Masters, sem skrifaði meðal annars myndina 2 Guns, sem Baltasar Kormákur leikstýrði. „Ef það verður pikkað upp, þá myndu tökur líklega hefjast í apríl eða maí, í Atlanta í Georgíu. Þá þyrfti ég allavega að búa erlendis í einhvern tíma.“ Ólafur Darri er fæddur í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1973. „Ég bjó þar þangað til ég var þriggja eða fjögurra ára en hef ekkert búið í Bandaríkjunum síðan þá. Hins vegar á ég skyldmenni sem búa í Bandaríkjunum.“ Ólafur Darri segist helst vilja fá góða bók í jólagjöf en hann verður alltaf meira og meira jólabarn með árunum. „En mér verður þó eiginlega alltaf meira og meira sama hvað ég fæ í jólagjöf með árunum,“ bætir Ólafur Darri við léttur í lund. Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Það var alveg truflað að vinna með Ben, hann er náttúrulega maður sem ég hef fylgst með svo lengi,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, leikari en hann leikur á móti Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Myndin var forsýnd á sérstakri hátíðarforsýningu síðastliðinn fimmtudag í Smárabíó en allir salir bíósins voru fullir af fólki. Myndin verður svo frumsýnd á Íslandi 3. janúar. „Myndin hefur fengið prýðis viðtökur en hún náttúrulega ekki enn komin í almenna sýningu hér né í Bandaríkjunum en hún hefur fengið góða gagnrýni,“ segir Ólafur Darri. Hann var viðstaddur frumsýningu myndarinnar á New York Film Festival í byrjun október. „Það var mjög gaman úti en eftir forsýninguna í Smárabíó get ég líklega ekki mætt á fleiri forsýningar eða frumsýningar sökum mikilli anna,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann æfir þessa dagana af kappi fyrir Hamlet sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu þann 11. janúar. „Þetta er krefjandi hlutverk og maður þarf að vera í góðu formi,“ segir Ólafur Darri, sem var einmitt á leið í ræktina þegar blaðamaðurinn náði tali af honum. Þá er búið að gera svokallaðan prufuþáttur sem heitir Line of Sight en það er enginn annar en Jonathan Demme sem leikstýrir þáttunum en hann leikstýrði meðal annars The Silence of the Lambs og skrifað af Blake Masters, sem skrifaði meðal annars myndina 2 Guns, sem Baltasar Kormákur leikstýrði. „Ef það verður pikkað upp, þá myndu tökur líklega hefjast í apríl eða maí, í Atlanta í Georgíu. Þá þyrfti ég allavega að búa erlendis í einhvern tíma.“ Ólafur Darri er fæddur í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1973. „Ég bjó þar þangað til ég var þriggja eða fjögurra ára en hef ekkert búið í Bandaríkjunum síðan þá. Hins vegar á ég skyldmenni sem búa í Bandaríkjunum.“ Ólafur Darri segist helst vilja fá góða bók í jólagjöf en hann verður alltaf meira og meira jólabarn með árunum. „En mér verður þó eiginlega alltaf meira og meira sama hvað ég fæ í jólagjöf með árunum,“ bætir Ólafur Darri við léttur í lund.
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira