Á Suðurskautinu á aðfangadag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2013 07:00 Söng- og leikkonan kleif Kilimanjaro á árinu. „Ég þurfti að taka fimm flug til að komast á Suðurskautið. Þegar ég lenti í Punta Arenas í Síle eftir þrjátíu tíma ferðalag var farangurinn minn og búnaður á einhverju allt öðru ferðalagi. En hann skilaði sér og ég er búin að vera í undirbúningi síðustu tvo daga fyrir gönguna,“ segir leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún heldur til Suðurskautsins í dag til að ganga á Vinson Massif, hæsta tindinn á Suðurskautinu. „Þetta verður þriðji tindurinn af tindunum sjö, þeim hæstu í hverri heimsálfu, sem ég geng á á einu ári. Ég er bæði búin að ná toppnum á Aconcagua og Kilimanjaro,“ segir Halla. Pólfarinn Vilborg Arna Gissuradóttir er líka á Suðurskautinu en óvíst hvort stöllurnar tvær hittist.Halla fagnaði með stæl þegar hún komst á topp Aconcagua.„Ég las í fréttum að önnur íslensk stelpa yrði á sama tíma og ég á Suðurskautinu. Þvílík tilviljun,“ segir Halla. Hún hefur gert ýmislegt til að undirbúa sig fyrir þrekraunirnar á árinu. „Undirbúningurinn fer eftir hinum mismunandi kröfum sem hver tindur gerir. Ég hef farið og æft og gist í Snowdonia í Wales til að prófa búnað, hef farið í klettaklifur innandyra, jöklaþjálfun í Ölpunum og jóga. Það getur verið að ég klári tindana fyrst ég er nánast hálfnuð en ég tek hverju verkefni fyrir sig sem eitt skref í einu og reyni að njóta hvers þrekraunaævintýris fyrir sig,“ segir Halla sem er búsett í London. Hún er hrifin af hvers kyns jaðaríþróttum og vekur mikla athygli í London.Halla komst á topp Kilimanjaro á árinu.„Ég er komin með fullt mótorhjólapróf og keyri stór hjól um alla London til og frá vinnu, sem gengur svakavel. Fólk heldur reyndar yfirleitt að hjálmurinn sé últranýtískulegt veski þegar ég geng inn því ég lít ekki beint út eins og hinn hefðbundni „biker“,“ segir Halla glöð í bragði, tilbúin fyrir Suðurskautið. En hvernig verða jólin hjá þessari duglegu leik- og söngkonu?Halla spáir og spekúlerar á Kilimanjaro.„Hvað segirðu, eru jól? Ja, ekki hjá mér. Ég verð í gaddfreðnu tjaldi uppi á fjalli á Suðurskautinu að gera hana móður mína brjálaða á aðfangadag og jóladag. Ekki er það nú jólalegt.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Ég þurfti að taka fimm flug til að komast á Suðurskautið. Þegar ég lenti í Punta Arenas í Síle eftir þrjátíu tíma ferðalag var farangurinn minn og búnaður á einhverju allt öðru ferðalagi. En hann skilaði sér og ég er búin að vera í undirbúningi síðustu tvo daga fyrir gönguna,“ segir leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún heldur til Suðurskautsins í dag til að ganga á Vinson Massif, hæsta tindinn á Suðurskautinu. „Þetta verður þriðji tindurinn af tindunum sjö, þeim hæstu í hverri heimsálfu, sem ég geng á á einu ári. Ég er bæði búin að ná toppnum á Aconcagua og Kilimanjaro,“ segir Halla. Pólfarinn Vilborg Arna Gissuradóttir er líka á Suðurskautinu en óvíst hvort stöllurnar tvær hittist.Halla fagnaði með stæl þegar hún komst á topp Aconcagua.„Ég las í fréttum að önnur íslensk stelpa yrði á sama tíma og ég á Suðurskautinu. Þvílík tilviljun,“ segir Halla. Hún hefur gert ýmislegt til að undirbúa sig fyrir þrekraunirnar á árinu. „Undirbúningurinn fer eftir hinum mismunandi kröfum sem hver tindur gerir. Ég hef farið og æft og gist í Snowdonia í Wales til að prófa búnað, hef farið í klettaklifur innandyra, jöklaþjálfun í Ölpunum og jóga. Það getur verið að ég klári tindana fyrst ég er nánast hálfnuð en ég tek hverju verkefni fyrir sig sem eitt skref í einu og reyni að njóta hvers þrekraunaævintýris fyrir sig,“ segir Halla sem er búsett í London. Hún er hrifin af hvers kyns jaðaríþróttum og vekur mikla athygli í London.Halla komst á topp Kilimanjaro á árinu.„Ég er komin með fullt mótorhjólapróf og keyri stór hjól um alla London til og frá vinnu, sem gengur svakavel. Fólk heldur reyndar yfirleitt að hjálmurinn sé últranýtískulegt veski þegar ég geng inn því ég lít ekki beint út eins og hinn hefðbundni „biker“,“ segir Halla glöð í bragði, tilbúin fyrir Suðurskautið. En hvernig verða jólin hjá þessari duglegu leik- og söngkonu?Halla spáir og spekúlerar á Kilimanjaro.„Hvað segirðu, eru jól? Ja, ekki hjá mér. Ég verð í gaddfreðnu tjaldi uppi á fjalli á Suðurskautinu að gera hana móður mína brjálaða á aðfangadag og jóladag. Ekki er það nú jólalegt.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira