Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að árið 2011 var ungbarnadauði meðal OECD-landa lægstur á Íslandi, þriðja árið í röð. Ungbarnadauði er skilgreindur sem dánartíðni barna á fyrsta aldursári. Eins og gefur að skilja vekja þessar staðreyndir athygli, bæði hér á landi og erlendis, ekki síst í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem við höfum þurft að ganga í gegnum á undanförnum árum og leitt hafa til niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu sem og á öðrum sviðum opinberrar þjónustu. Ástæður þessa góða árangurs eru margar. Ber þar fyrst að nefna gott mæðraeftirlit og fæðingarþjónustu, sem eru hornsteinninn að velferð hins nýfædda barns. Ungbarnaeftirlit er með ágætum og það er undantekning að börn séu ekki bólusett gegn ungbarnasjúkdómum, sem voru aðaldánarorsök barna áður fyrr, en heyra nú að mestu leyti sögunni til. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að mæðra- og ungbarnaeftirlit sé ókeypis, einkum nú þegar almenningur hefur minna handa á milli en oft áður. Um árabil hafa mæður farið heim með börn sín fljótlega eftir fæðingu, yfirleitt innan sólarhrings ef þeim heilsast vel. Til þess að slíkt fyrirkomulag sé réttlætanlegt var á sínum tíma komið á heimaþjónustu ljósmæðra sem fylgjast með móður og barni daglega fyrstu dagana, auk þess sem barnið kemur í skoðun hjá lækni á fimmta degi. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og er það árvekni þeirra að þakka að mörg börn með alvarleg veikindi á byrjunarstigi hafa verið lögð tímanlega á sjúkrahús til meðferðar.Fjármögnuð af gjafafé Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýbura- og ungbarnagjörgæsludeild, sú eina sinnar tegundar hér á landi. Hún er í nýjum húsakynnum Barnaspítalans og í nánum tengslum við fæðingardeildina, sem gerir okkur kleift að sinna veikum nýfæddum börnum eins og best verður á kosið. Deildin er mönnuð vel þjálfuðu starfsfólki og henni hefur haldist vel á sínu fólki. Sérfræðingar í hinum ýmsu undirsérgreinum barnalækninga taka þátt í meðferð barna á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Eins og gefur að skilja er góður tækjabúnaður forsenda nútíma gjörgæslumeðferðar. Deildin er mjög vel tækjum búin og frá upphafi hafa nánast öll tækjakaup verið fjármögnuð með gjafafé frá félagasamtökum og einstaklingum. Kvenfélagið Hringurinn hefur lagt þar langmest af mörkum og hefur framlag félagsins verið ómetanlegt. Á það án efa stóran þátt í þeim góða árangri sem náðst hefur í meðferð veikra nýbura og ungbarna hér á landi. Á tímum efnahagsþrenginga er mikilvægt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, sem og aðrar grunnstoðir samfélagsins. Annars er hætta á að fljótt halli undan fæti og að við töpum þeim góða árangri sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Þá getur tekið langan tíma að byggja aftur upp það sem tapast hefur. Því er brýnt að ekki verði gengið lengra í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og að tryggt sé að hér verði áfram boðið upp á góða heilbrigðisþjónustu öllum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að árið 2011 var ungbarnadauði meðal OECD-landa lægstur á Íslandi, þriðja árið í röð. Ungbarnadauði er skilgreindur sem dánartíðni barna á fyrsta aldursári. Eins og gefur að skilja vekja þessar staðreyndir athygli, bæði hér á landi og erlendis, ekki síst í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem við höfum þurft að ganga í gegnum á undanförnum árum og leitt hafa til niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu sem og á öðrum sviðum opinberrar þjónustu. Ástæður þessa góða árangurs eru margar. Ber þar fyrst að nefna gott mæðraeftirlit og fæðingarþjónustu, sem eru hornsteinninn að velferð hins nýfædda barns. Ungbarnaeftirlit er með ágætum og það er undantekning að börn séu ekki bólusett gegn ungbarnasjúkdómum, sem voru aðaldánarorsök barna áður fyrr, en heyra nú að mestu leyti sögunni til. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að mæðra- og ungbarnaeftirlit sé ókeypis, einkum nú þegar almenningur hefur minna handa á milli en oft áður. Um árabil hafa mæður farið heim með börn sín fljótlega eftir fæðingu, yfirleitt innan sólarhrings ef þeim heilsast vel. Til þess að slíkt fyrirkomulag sé réttlætanlegt var á sínum tíma komið á heimaþjónustu ljósmæðra sem fylgjast með móður og barni daglega fyrstu dagana, auk þess sem barnið kemur í skoðun hjá lækni á fimmta degi. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og er það árvekni þeirra að þakka að mörg börn með alvarleg veikindi á byrjunarstigi hafa verið lögð tímanlega á sjúkrahús til meðferðar.Fjármögnuð af gjafafé Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýbura- og ungbarnagjörgæsludeild, sú eina sinnar tegundar hér á landi. Hún er í nýjum húsakynnum Barnaspítalans og í nánum tengslum við fæðingardeildina, sem gerir okkur kleift að sinna veikum nýfæddum börnum eins og best verður á kosið. Deildin er mönnuð vel þjálfuðu starfsfólki og henni hefur haldist vel á sínu fólki. Sérfræðingar í hinum ýmsu undirsérgreinum barnalækninga taka þátt í meðferð barna á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Eins og gefur að skilja er góður tækjabúnaður forsenda nútíma gjörgæslumeðferðar. Deildin er mjög vel tækjum búin og frá upphafi hafa nánast öll tækjakaup verið fjármögnuð með gjafafé frá félagasamtökum og einstaklingum. Kvenfélagið Hringurinn hefur lagt þar langmest af mörkum og hefur framlag félagsins verið ómetanlegt. Á það án efa stóran þátt í þeim góða árangri sem náðst hefur í meðferð veikra nýbura og ungbarna hér á landi. Á tímum efnahagsþrenginga er mikilvægt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, sem og aðrar grunnstoðir samfélagsins. Annars er hætta á að fljótt halli undan fæti og að við töpum þeim góða árangri sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Þá getur tekið langan tíma að byggja aftur upp það sem tapast hefur. Því er brýnt að ekki verði gengið lengra í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og að tryggt sé að hér verði áfram boðið upp á góða heilbrigðisþjónustu öllum til handa.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun