Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að árið 2011 var ungbarnadauði meðal OECD-landa lægstur á Íslandi, þriðja árið í röð. Ungbarnadauði er skilgreindur sem dánartíðni barna á fyrsta aldursári. Eins og gefur að skilja vekja þessar staðreyndir athygli, bæði hér á landi og erlendis, ekki síst í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem við höfum þurft að ganga í gegnum á undanförnum árum og leitt hafa til niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu sem og á öðrum sviðum opinberrar þjónustu. Ástæður þessa góða árangurs eru margar. Ber þar fyrst að nefna gott mæðraeftirlit og fæðingarþjónustu, sem eru hornsteinninn að velferð hins nýfædda barns. Ungbarnaeftirlit er með ágætum og það er undantekning að börn séu ekki bólusett gegn ungbarnasjúkdómum, sem voru aðaldánarorsök barna áður fyrr, en heyra nú að mestu leyti sögunni til. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að mæðra- og ungbarnaeftirlit sé ókeypis, einkum nú þegar almenningur hefur minna handa á milli en oft áður. Um árabil hafa mæður farið heim með börn sín fljótlega eftir fæðingu, yfirleitt innan sólarhrings ef þeim heilsast vel. Til þess að slíkt fyrirkomulag sé réttlætanlegt var á sínum tíma komið á heimaþjónustu ljósmæðra sem fylgjast með móður og barni daglega fyrstu dagana, auk þess sem barnið kemur í skoðun hjá lækni á fimmta degi. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og er það árvekni þeirra að þakka að mörg börn með alvarleg veikindi á byrjunarstigi hafa verið lögð tímanlega á sjúkrahús til meðferðar.Fjármögnuð af gjafafé Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýbura- og ungbarnagjörgæsludeild, sú eina sinnar tegundar hér á landi. Hún er í nýjum húsakynnum Barnaspítalans og í nánum tengslum við fæðingardeildina, sem gerir okkur kleift að sinna veikum nýfæddum börnum eins og best verður á kosið. Deildin er mönnuð vel þjálfuðu starfsfólki og henni hefur haldist vel á sínu fólki. Sérfræðingar í hinum ýmsu undirsérgreinum barnalækninga taka þátt í meðferð barna á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Eins og gefur að skilja er góður tækjabúnaður forsenda nútíma gjörgæslumeðferðar. Deildin er mjög vel tækjum búin og frá upphafi hafa nánast öll tækjakaup verið fjármögnuð með gjafafé frá félagasamtökum og einstaklingum. Kvenfélagið Hringurinn hefur lagt þar langmest af mörkum og hefur framlag félagsins verið ómetanlegt. Á það án efa stóran þátt í þeim góða árangri sem náðst hefur í meðferð veikra nýbura og ungbarna hér á landi. Á tímum efnahagsþrenginga er mikilvægt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, sem og aðrar grunnstoðir samfélagsins. Annars er hætta á að fljótt halli undan fæti og að við töpum þeim góða árangri sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Þá getur tekið langan tíma að byggja aftur upp það sem tapast hefur. Því er brýnt að ekki verði gengið lengra í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og að tryggt sé að hér verði áfram boðið upp á góða heilbrigðisþjónustu öllum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að árið 2011 var ungbarnadauði meðal OECD-landa lægstur á Íslandi, þriðja árið í röð. Ungbarnadauði er skilgreindur sem dánartíðni barna á fyrsta aldursári. Eins og gefur að skilja vekja þessar staðreyndir athygli, bæði hér á landi og erlendis, ekki síst í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem við höfum þurft að ganga í gegnum á undanförnum árum og leitt hafa til niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu sem og á öðrum sviðum opinberrar þjónustu. Ástæður þessa góða árangurs eru margar. Ber þar fyrst að nefna gott mæðraeftirlit og fæðingarþjónustu, sem eru hornsteinninn að velferð hins nýfædda barns. Ungbarnaeftirlit er með ágætum og það er undantekning að börn séu ekki bólusett gegn ungbarnasjúkdómum, sem voru aðaldánarorsök barna áður fyrr, en heyra nú að mestu leyti sögunni til. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að mæðra- og ungbarnaeftirlit sé ókeypis, einkum nú þegar almenningur hefur minna handa á milli en oft áður. Um árabil hafa mæður farið heim með börn sín fljótlega eftir fæðingu, yfirleitt innan sólarhrings ef þeim heilsast vel. Til þess að slíkt fyrirkomulag sé réttlætanlegt var á sínum tíma komið á heimaþjónustu ljósmæðra sem fylgjast með móður og barni daglega fyrstu dagana, auk þess sem barnið kemur í skoðun hjá lækni á fimmta degi. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og er það árvekni þeirra að þakka að mörg börn með alvarleg veikindi á byrjunarstigi hafa verið lögð tímanlega á sjúkrahús til meðferðar.Fjármögnuð af gjafafé Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýbura- og ungbarnagjörgæsludeild, sú eina sinnar tegundar hér á landi. Hún er í nýjum húsakynnum Barnaspítalans og í nánum tengslum við fæðingardeildina, sem gerir okkur kleift að sinna veikum nýfæddum börnum eins og best verður á kosið. Deildin er mönnuð vel þjálfuðu starfsfólki og henni hefur haldist vel á sínu fólki. Sérfræðingar í hinum ýmsu undirsérgreinum barnalækninga taka þátt í meðferð barna á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Eins og gefur að skilja er góður tækjabúnaður forsenda nútíma gjörgæslumeðferðar. Deildin er mjög vel tækjum búin og frá upphafi hafa nánast öll tækjakaup verið fjármögnuð með gjafafé frá félagasamtökum og einstaklingum. Kvenfélagið Hringurinn hefur lagt þar langmest af mörkum og hefur framlag félagsins verið ómetanlegt. Á það án efa stóran þátt í þeim góða árangri sem náðst hefur í meðferð veikra nýbura og ungbarna hér á landi. Á tímum efnahagsþrenginga er mikilvægt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, sem og aðrar grunnstoðir samfélagsins. Annars er hætta á að fljótt halli undan fæti og að við töpum þeim góða árangri sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Þá getur tekið langan tíma að byggja aftur upp það sem tapast hefur. Því er brýnt að ekki verði gengið lengra í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og að tryggt sé að hér verði áfram boðið upp á góða heilbrigðisþjónustu öllum til handa.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun