Ákveðnir höfundar hvattir til að taka þátt Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. desember 2013 09:30 Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, segir keppnina sérstaklega fjölbreytta í ár. fréttablaðið/stefán „Við höfðum samband við tíu til tólf höfunda og hvöttum þá til að senda inn eitt til tvö lög, en þetta hefur oft tíðkast í keppninni. Þetta var gert með góðum fyrirvara, áður en umsóknarfrestur rann út, til að tryggja fjölbreytni í keppninni,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins. Orðrómur hefur verið á kreiki um að ákveðnir höfundar hafi fengið undanþágur á skilatíma inn í keppnina og hafi hreinlega átt gulltryggt sæti í undankeppninni. „Engum var lofað þátttöku, en þetta bar engu að síður ágætan árangur, því nokkur þeirra laga rötuðu alla leið í tíu laga úrtakið. Ekki verður gefið upp hver þau eru né hversu mörg,“ útskýrir Hera. Sérstaklega samansett valnefnd, skipuð þremur körlum og þremur konum, valdi lögin. „Á hverju ári er nýtt fólk í nefndinni,“ bætir Hera við. Valnefndin fékk einungis lögin sjálf í hendurnar en höfundur var ekki tekinn fram þegar nefndin fékk lögin í hendurnar. „Svo skilaði hver meðlimur nefndarinnar inn lagi og vissi þá ekki hver höfundar lagsins var.“ Ákveðnar áherslubreytingar verða á keppninni í ár en einungis tíu lög komust áfram í undankeppnina. „Við höfum skorið jafnt og þétt niður undanfarin ár en dagskrárgerðin verður ekki síðri.“ Í fyrra voru tólf lög í undankeppninni og fimmtán lög þar á undan. Aldrei hafa fleiri lög borist í keppnina en í ár eða 297 lög. Undankeppnin fer fram í Háskólabíói 1. og 8. febrúar og svo fara úrslitin fram hinn 15. febrúar. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við höfðum samband við tíu til tólf höfunda og hvöttum þá til að senda inn eitt til tvö lög, en þetta hefur oft tíðkast í keppninni. Þetta var gert með góðum fyrirvara, áður en umsóknarfrestur rann út, til að tryggja fjölbreytni í keppninni,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins. Orðrómur hefur verið á kreiki um að ákveðnir höfundar hafi fengið undanþágur á skilatíma inn í keppnina og hafi hreinlega átt gulltryggt sæti í undankeppninni. „Engum var lofað þátttöku, en þetta bar engu að síður ágætan árangur, því nokkur þeirra laga rötuðu alla leið í tíu laga úrtakið. Ekki verður gefið upp hver þau eru né hversu mörg,“ útskýrir Hera. Sérstaklega samansett valnefnd, skipuð þremur körlum og þremur konum, valdi lögin. „Á hverju ári er nýtt fólk í nefndinni,“ bætir Hera við. Valnefndin fékk einungis lögin sjálf í hendurnar en höfundur var ekki tekinn fram þegar nefndin fékk lögin í hendurnar. „Svo skilaði hver meðlimur nefndarinnar inn lagi og vissi þá ekki hver höfundar lagsins var.“ Ákveðnar áherslubreytingar verða á keppninni í ár en einungis tíu lög komust áfram í undankeppnina. „Við höfum skorið jafnt og þétt niður undanfarin ár en dagskrárgerðin verður ekki síðri.“ Í fyrra voru tólf lög í undankeppninni og fimmtán lög þar á undan. Aldrei hafa fleiri lög borist í keppnina en í ár eða 297 lög. Undankeppnin fer fram í Háskólabíói 1. og 8. febrúar og svo fara úrslitin fram hinn 15. febrúar.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira