Hanna Guðrún: Finnst ég eiga heima í landsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2013 09:00 Hanna Guðrún er mikill leiðtogi og þekkir vel að vera fyrirliði hjá sínu liði. Hún tók við því hlutverki hjá Haukum þegar Harpa Melsted lagði skóna á hilluna og gegnir því nú í Garðabænum. Mynd/Vilhelm Hanna Guðrún Stefánsdóttir, hornamaður Stjörnunnar, er besti hraðaupphlaupsleikmaður og einnig duglegasti leikmaðurinn í Olísdeild kvenna að mati þjálfara deildarinnar. Reynsluboltinn hefur staðið sig vel með toppliði Stjörnunnar það sem af er leiktíð. Liðið er taplaust í deildinni og vann deildarbikarinn um síðustu helgi. „Árangurinn hefur ekki komið á óvart. Við erum með hörkuhóp og tvo til þrjá leikmenn í hverja stöðu,“ segir Hanna Guðrún. Rúm tvö ár eru síðan leggja átti niður kvennalið Garðabæjarliðsins sökum rekstrarvandamála. Hanna gekk í raðir Stjörnunnar árið áður og segir það hafa verið áfall þegar leggja átti liðið niður. Árangurinn nú sé þeim mun skemmtilegri fyrir vikið. „Við stelpurnar sem urðum eftir ákváðum að gefast ekki upp,“ segir Hanna en nokkrir lykilmenn gengu til liðs við önnur félög. Nú séu fyrrverandi leikmenn komnir heim eftir veru hjá öðrum félögum og aðrir úr fæðingarorlofi. „Það er ótrúlegt hvað hefur ræst úr liðinu,“ segir aldursforsetinn 34 ára. Aldursbilið í hópnum er mikið eða sautján ár en Hanna leggur áherslu á að allar séu jafnar í liðinu. „Það er engin drottning í liðinu,“ segir fyrirliðinn. Hanna segir liðið samstilltara en í fyrra þegar miklar breytingar voru gerðar fyrir mót. Liðið fór þó í úrslit á Íslandsmótinu en tapaði fyrir Fram. Nú er markmiðið skýrt. Titillinn á að koma heim í Garðabæ.Finnst ég eiga heima í landsliðinu „Það er ekkert leyndarmál. Við förum í alla leiki til þess að vinna,“ segir Hanna. Úrslitaleikurinn gegn Gróttu um helgina hafi verið áfangi enda voru Seltirningar eina liðið sem Stjarnan hafði ekki mætt á leiktíðinni. Grótta hefur staðið sig vel en Stjarnan reyndist of stór biti í úrslitaleiknum. „Það var ákveðinn prófsteinn fyrir okkur og við stóðumst hann mjög vel.“ Hanna er margreyndur landsliðsmaður og hefur verið í lykilhlutverki um árabil. Hún var hins vegar ekki valin í landsliðið fyrir leikina gegn Slóvakíu og Finnlandi í undankeppni EM í október. Þegar Ásta Birna Gunnarsdóttir meiddist var Hanna kölluð inn í hennar stað. „Mér finnst ég alltaf eiga heima í landsliðinu á meðan ég er í toppstandi,“ segir Hanna. Landsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson hafi viljað gefa yngri leikmönnum tækifæri og hún skilji það. Þjálfarinn ráði ferðinni. „Maður er samt alltaf fúll að vera ekki valinn.“Var sett í hægra hornið Flestir þekkja Hönnu sem rétthentan hægri hornamann en hún hefur bæði spilað á miðjunni og mest í vinstra horninu með Stjörnunni í vetur. Samkeppnin í hægra horninu er mikil eftir að Sólveig Lára Kjærnested sneri aftur í vor úr fæðingarorlofi. „Við reyndum að nýta okkar lið eins vel og hægt er,“ segir Hanna. „Þetta er tilraun fyrir mig því þótt ég sé rétthent er ég rosalega örvhent,“ segir Hanna og hlær. Til þessa hafi hún spilað 35 mínútur í vinstra horninu í landsleik en annars alltaf hægra megin. Hún hefur spilað nánast allar stöður á vellinum á ferlinum en í yngri flokkum var hún ýmist markvörður eða miðjumaður. Það breyttist er hún hóf að spila með meistaraflokki Hauka þegar hún var fimmtán ára. „Þá vantaði hægri hornamann í liðið. Þá sagði einhver að Hanna gæti spilað alls staðar. Svo ég var sett í hægra hornið og hef verið þar síðan,“ segir Hanna. Duglegasti leikmaður deildarinnar segir áhuga sinn og metnað alltaf jafnmikinn. „Það breytist ekkert og ég er ennþá í mínu fantaformi ef þannig má að orði komast. Ég er líka ótrúlega heppin því ég þarf ekki að hafa mikið fyrir því að koma mér í form.“Hver er besta hraða-upphlaupskonan í Olís-deild kvenna? ? 1. Hanna G. Stefánsdóttir, Stjörnunni 49 stig (Hún fékk 9 atkvæði í fyrsta sæti) 2. Solveig Lára Kjærnested, Stjörnunni 18 (2) 3. Unnur Ómarsdóttir, Gróttu 13 (1) 4. Guðbjörg Guðmannsdóttir, ÍBV 8 5. Steinunn Snorradóttir, FH 6 5. Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Val 6 7. Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram 4 8. Sigurbjörg Jóhannsdóttir , Fram 3 9. Sigríður Hauksdóttir, HK 1 Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 55 stig. Hver er duglegasti leikmaðurinn í Olís-deild kvenna? 1. Hanna G. Stefánsdóttir, Stjörnunni 25 stig (Hún fékk 4 atkvæði í fyrsta sæti) 2. Steinunn Björnsdóttir, Fram 18 (3) 3. Florentina Grecu, Stjörnunni 10 (2) 4. Guðbjörg Guðmannsdóttir, ÍBV 6 (1) 5. Hildur Björnsdóttir, Fylki 5 (1) 6. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 4 6. Lene Burmo Skredderstuen, Gróttu 4 6. Berglind Ósk Björgvinsdóttir, FH 4 9. Kristín Guðmundsdóttir, Val 3 9. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val 3 9. Rebekka Rut Skúladóttir, Val 3 9. Steinunn Snorradóttir, FH 3 9. Sandra Sif Sigurjónsdóttir, Stjörnunni 3 9. Sigurbjörg Jóhannsdóttir , Fram 3 15. Karen Helga Sigurjónsdóttir, Haukum 1 15. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, HK 1 15. Hekla Daðadóttir, Aftureldingu 1 15. Esther Viktoría Ragnarsdóttir, Stjörnunni 1 15. Unnur Ómarsdóttir, Gróttu 1 Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 50 stig en 11 af 12 þjálfurum gáfu atkvæði fyrir duglegasta leikmanninn. Olís-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Hanna Guðrún Stefánsdóttir, hornamaður Stjörnunnar, er besti hraðaupphlaupsleikmaður og einnig duglegasti leikmaðurinn í Olísdeild kvenna að mati þjálfara deildarinnar. Reynsluboltinn hefur staðið sig vel með toppliði Stjörnunnar það sem af er leiktíð. Liðið er taplaust í deildinni og vann deildarbikarinn um síðustu helgi. „Árangurinn hefur ekki komið á óvart. Við erum með hörkuhóp og tvo til þrjá leikmenn í hverja stöðu,“ segir Hanna Guðrún. Rúm tvö ár eru síðan leggja átti niður kvennalið Garðabæjarliðsins sökum rekstrarvandamála. Hanna gekk í raðir Stjörnunnar árið áður og segir það hafa verið áfall þegar leggja átti liðið niður. Árangurinn nú sé þeim mun skemmtilegri fyrir vikið. „Við stelpurnar sem urðum eftir ákváðum að gefast ekki upp,“ segir Hanna en nokkrir lykilmenn gengu til liðs við önnur félög. Nú séu fyrrverandi leikmenn komnir heim eftir veru hjá öðrum félögum og aðrir úr fæðingarorlofi. „Það er ótrúlegt hvað hefur ræst úr liðinu,“ segir aldursforsetinn 34 ára. Aldursbilið í hópnum er mikið eða sautján ár en Hanna leggur áherslu á að allar séu jafnar í liðinu. „Það er engin drottning í liðinu,“ segir fyrirliðinn. Hanna segir liðið samstilltara en í fyrra þegar miklar breytingar voru gerðar fyrir mót. Liðið fór þó í úrslit á Íslandsmótinu en tapaði fyrir Fram. Nú er markmiðið skýrt. Titillinn á að koma heim í Garðabæ.Finnst ég eiga heima í landsliðinu „Það er ekkert leyndarmál. Við förum í alla leiki til þess að vinna,“ segir Hanna. Úrslitaleikurinn gegn Gróttu um helgina hafi verið áfangi enda voru Seltirningar eina liðið sem Stjarnan hafði ekki mætt á leiktíðinni. Grótta hefur staðið sig vel en Stjarnan reyndist of stór biti í úrslitaleiknum. „Það var ákveðinn prófsteinn fyrir okkur og við stóðumst hann mjög vel.“ Hanna er margreyndur landsliðsmaður og hefur verið í lykilhlutverki um árabil. Hún var hins vegar ekki valin í landsliðið fyrir leikina gegn Slóvakíu og Finnlandi í undankeppni EM í október. Þegar Ásta Birna Gunnarsdóttir meiddist var Hanna kölluð inn í hennar stað. „Mér finnst ég alltaf eiga heima í landsliðinu á meðan ég er í toppstandi,“ segir Hanna. Landsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson hafi viljað gefa yngri leikmönnum tækifæri og hún skilji það. Þjálfarinn ráði ferðinni. „Maður er samt alltaf fúll að vera ekki valinn.“Var sett í hægra hornið Flestir þekkja Hönnu sem rétthentan hægri hornamann en hún hefur bæði spilað á miðjunni og mest í vinstra horninu með Stjörnunni í vetur. Samkeppnin í hægra horninu er mikil eftir að Sólveig Lára Kjærnested sneri aftur í vor úr fæðingarorlofi. „Við reyndum að nýta okkar lið eins vel og hægt er,“ segir Hanna. „Þetta er tilraun fyrir mig því þótt ég sé rétthent er ég rosalega örvhent,“ segir Hanna og hlær. Til þessa hafi hún spilað 35 mínútur í vinstra horninu í landsleik en annars alltaf hægra megin. Hún hefur spilað nánast allar stöður á vellinum á ferlinum en í yngri flokkum var hún ýmist markvörður eða miðjumaður. Það breyttist er hún hóf að spila með meistaraflokki Hauka þegar hún var fimmtán ára. „Þá vantaði hægri hornamann í liðið. Þá sagði einhver að Hanna gæti spilað alls staðar. Svo ég var sett í hægra hornið og hef verið þar síðan,“ segir Hanna. Duglegasti leikmaður deildarinnar segir áhuga sinn og metnað alltaf jafnmikinn. „Það breytist ekkert og ég er ennþá í mínu fantaformi ef þannig má að orði komast. Ég er líka ótrúlega heppin því ég þarf ekki að hafa mikið fyrir því að koma mér í form.“Hver er besta hraða-upphlaupskonan í Olís-deild kvenna? ? 1. Hanna G. Stefánsdóttir, Stjörnunni 49 stig (Hún fékk 9 atkvæði í fyrsta sæti) 2. Solveig Lára Kjærnested, Stjörnunni 18 (2) 3. Unnur Ómarsdóttir, Gróttu 13 (1) 4. Guðbjörg Guðmannsdóttir, ÍBV 8 5. Steinunn Snorradóttir, FH 6 5. Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Val 6 7. Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram 4 8. Sigurbjörg Jóhannsdóttir , Fram 3 9. Sigríður Hauksdóttir, HK 1 Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 55 stig. Hver er duglegasti leikmaðurinn í Olís-deild kvenna? 1. Hanna G. Stefánsdóttir, Stjörnunni 25 stig (Hún fékk 4 atkvæði í fyrsta sæti) 2. Steinunn Björnsdóttir, Fram 18 (3) 3. Florentina Grecu, Stjörnunni 10 (2) 4. Guðbjörg Guðmannsdóttir, ÍBV 6 (1) 5. Hildur Björnsdóttir, Fylki 5 (1) 6. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 4 6. Lene Burmo Skredderstuen, Gróttu 4 6. Berglind Ósk Björgvinsdóttir, FH 4 9. Kristín Guðmundsdóttir, Val 3 9. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val 3 9. Rebekka Rut Skúladóttir, Val 3 9. Steinunn Snorradóttir, FH 3 9. Sandra Sif Sigurjónsdóttir, Stjörnunni 3 9. Sigurbjörg Jóhannsdóttir , Fram 3 15. Karen Helga Sigurjónsdóttir, Haukum 1 15. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, HK 1 15. Hekla Daðadóttir, Aftureldingu 1 15. Esther Viktoría Ragnarsdóttir, Stjörnunni 1 15. Unnur Ómarsdóttir, Gróttu 1 Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 50 stig en 11 af 12 þjálfurum gáfu atkvæði fyrir duglegasta leikmanninn.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira