Huglægt ferðalag um geiminn Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 21. desember 2013 13:00 Hljómborðið er gjöf frá pabba Steinunnar sem spilaði á það með hljómsveitinni Apparat. Fréttablaðið/Vilhelm Tónlistarkonan Steinunn, eða dj. flugvél og geimskip, sendi nýverið frá sér plötuna Glamúr í geimnum. Hún er án efa ein óvæntasta plata ársins en Steinunn spilar, syngur og hljóðblandar plötuna alla sjálf. Útkoman er nýstárlegt og hressilegt geim-rafpopp, en platan hefur fengið frábærar viðtökur og margir spekingar tala um hana sem eina bestu íslensku plötum ársins. Þegar ég hafði samband við Steinunni til að fá hana í viðtal kynnti ég mig og sagði henni að við hefðum áður hist, en við höfðum samtímis verið að vinna á listasafni nokkrum árum áður, ég í listmunagæslu og hún í kaffiteríunni. Þetta var bara einn dagur, fyrsti dagurinn minn í vinnunni en Steinunn er mér sérstaklega minnisstæð fyrir sjarma, hlýlegt viðmót og bestu frönsku súkkulaðiköku sem ég hef smakkað. Steinunn játaði því samstundis að leyfa mér að taka viðtal við sig og spurði hvort ég vildi ekki bara koma í heimsókn. Full eftirvæntingar bankaði ég uppá hjá Steinunni eldsnemma á fimmtudagsmorgni. Hún tók á móti mér með heimatilbúnum óreókökum og kaffi.Hver er dj. flugvél og geimskip, ert það þú sjálf eða er þetta nokkurskonar hliðarsjálf?„Dj. flugvél og geimskip er í rauninni bara ég. Það er bara meira kúl nafn en Steinunn svo ég nota það bara þegar ég spila á tónleikum. Ég byrjaði á þessu þegar ég var í MH og vinir mínir voru alltaf uppteknir og gátu ekki hitt mig því þau voru að æfa með hljómsveitunum sínum. Þegar það vantaði svo einhverntíma einhvern til að spila tónlist á milli atriða á tónleikum sem haldnir voru í Norðurkjallara bauð ég mig fram til þess. Þá gat ég farið að nota þá afsökun að ég hefði ekki tíma til að hitta fólk því ég væri sjálf að fara á hljómsveitaræfingu með minni hljómsveit, dj. flugvél og geimskip."Hélt fyrstu tónleikana sex ára á skólalóðinniPabbi þinn er meðlimur hljómsveitarinnar Apparat, hefur hann eitthvað aðstoðað þig í tónsmíðunum?„Já, ég byrjaði sko fyrst að gera tónlist þegar ég var á leikskóla. Pabbi gaf mér fyrsta hljómborðið mitt þegar ég þriggja eða fjögurra ára og svo fékk ég upptökutæki frá honum fimm ára. Þá tók ég ákvörðun um að taka lífið mitt upp á segulband og ég á ennþá fullt af kassettum með upptökum af sjálfri mér frá þessum tíma. Þegar ég byrjaði í skóla sex ára lagði ég í vana minn að hlaupa um skólalóðina í frímínútum og auglýsti tónleika í hádegishléinu uppi á stóra hól við frábærar undirtektir. Ég var alltaf bara ein til að byrja með en svo var ég farin að fá aðra til að hjálpa mér og fá þau til að auglýsa fyrir mig. "Þú ert menntuð myndlistarkona, er geimþemað líka ríkjandi í málverkunum þínum?„Já, það er reyndar alveg óvart. Mér finnst einfaldlega skemmtilegra að mála eitthvað sem er öðruvísi en það sem maður sér á hverjum degi og þá hlýtur það að vera úr geimnm. Það gefur mér svo mikið frelsi að mála hann. Svo ef einhver segir: „Heyrðu, þetta er alls ekki eðlileg mynd!“ Þá get ég alltaf svarað: „Nei, hún er líka úr geimnum.“ Og það er engin leið að þræta fyrir það. "Allt stærra og stórfenglegra í geimnumEn í hvað vísar nafnið á plötunni, „Glamúr í geimnum“?„Titillinn er vísun í hvað allt er skrautlegt úti í geimi. Jörðin er veruleiki sem við höfum vanist fyrir löngu en í geimnum er glamúrinn. Við höfum til dæmis margoft séð sólarupprás á jörðinni en ef við myndum horfa á sólarupprás á annarri plánetu myndum við kannski verða vitni að mörgum plánetum og sólarupprásum samtímis. Stjörnurnar sem við sjáum eru líka úti í geimi. Það sem við sjáum glansandi og glitrandi hér á himninum er allt miklu stærra og stórfenglegra þar. Ég sá fyrir mér að þessi tónlist væri ferðalag út í geiminn að skoða glamúrinn sem hann hefur að geyma. Tónlistin sendir mann nefnilega í ferðalag í huganum. Maður þarf ekki að fara líkamlega út í geiminn, maður getur ferðast andlega með tónlistinni. Góð tónlist er þeim göldrum gædd að hún sendir mann í huglægt ferðalag hvert sem mann langar að fara."Hefur þú sjálf lært á einhver hljóðfæri?„Já, ég lærði á fiðlu þegar ég var yngri. Það hjálpar mér alveg enn í dag að syngja hreint og að þekkja nóturnar. Mér fannst mjög gaman að læra á fiðlu þó lögin sem ég spilaði á hana væru ekki alltaf skemmtileg. Í dag spila ég á hljómborð, bassa og hljóðfæri sem ég kann ekkert á í staðinn. Í rokkhljómsveitinni „Skelkur í bringu“ er ég til dæmis bassaleikari. Hljómsveitin spilar hrátt noise-rokk og ég spila bassa, syng og öskra. Við Pétur sem er trommarinn í hljómsveitinni vorum bæði að læra á fiðlu þegar við vorum yngri svo við spilum stundum pönkaðar útgáfur af leiðinlegum fiðlulögum sem við þolum ekki. Á tónleikum með Skelkur í bringu eru því spiluð klassísk lög full af hatri."Semur alltaf á fullu tungliÉg heyrði einhversstaðar að þú semdir alla þína tónlist á fullu tungli, er það rétt?„Já. Það gerðist bara óvart reyndar. Mig langar ósjálfrátt mest að búa til tónlist þegar fullt tungl nálgast. Ég áttaði mig á því þegar ég var að byrjuð að vinna nýju plötuna að ég ynni hana alltaf þegar tunglið væri fullt svo ég ákvað að halda því bara áfram. Ég hafði áður reynt að haga vinnudeginum þannig að ég vaknaði á morgnanna og byrjaði strax að semja en áttaði mig fljótlega á því að það vinnulag hentaði mér ekki.Það er miklu meira fjör að tónsmíðar séu athöfn sem tilheyrir aðeins sérstökum dögum. Ég fylgist stundum með því á dagatalinu í tölvunni hvenær tunglið er fullt og miða við að semja tónlist þá. Ég þarf samt venjulega ekki að fylgjast með því sérstaklega, ég finn það bara í loftinu. Maður verður margfalt léttari."Hvað gerirðu samhliða tónsmíðum og myndlist?„Á fullu tungli sem ég tónlist en þess á milli bý ég til myndlist og skúlptúra. Ég geri þetta allan daginn og öll kvöld og vinn svo aðeins inn á milli á Kalda bar og Bíó Paradís. Bara rétt nógu mikið til að ég geti borgað leigu og keypt mér mat að borða, allt annað er aukaatriði. Peysuna sem ég er í keypti ég til dæmis á 200 krónur í Kolaportinu. Svo heimsæki ég ömmu mína líka, það er mjög mikilvægur liður í minni rútínu."Lagði allt í nýju plötunaÉg sá þig fyrst spila á innipúkanum fyrir mörgum árum, við systir mín vorum búnar að horfa á nokkrar hljómsveitir spila sem voru allar skipaðar strákum og fannst svo hressileg tilbreyting að sjá stelpu sem var ein á sviðinu rífa upp stemmarann. Manstu eftir þessu?„Þetta er ábyggilega rétt hjá þér. Ég man samt lítið eftir þessu. Á þessum tíma var ég nýbúin að gefa út plötuna mína sem gefin var út af Brak records og ég var þá svolítið að spila af henni. Það var samt allt öðruvísi þegar ég gaf út nýju plötuna, Glamúr í geimnum. Það var bara önnur tilfinning, hinar plöturnar gerði ég á einu kvöldi en þegar ég gerði þessa þá vissi ég bara að þetta væri það mikilvægasta í mínu lífi á þeim tímapunkti og ég lagði allt í hana."Þú gerðir líka sjálf myndbandið sem er orðið vinsælt á Youtube við lagið Glamúr í geimnum, er það ekki?„Jú, einmitt! Ég var í svona tvo þrjá mánuði að vinna það. Ég gerði þetta sjálf. Ég sat í stofunni ein í hláturskasti og var alltaf að kalla á kærastann minn „Ísak, sjáðu hvað ég er að gera!“ Það var rosalega gaman. Ég kunni ekkert að vinna svona myndbönd þegar ég byrjaði á þessu, ég lærði reyndar grunninn í listaháskólanum en svo með það sem ég skildi ekki fór ég bara á youtube. Ég fletti bara upp „how to“ og þá gat ég séð kennslumyndbönd þar sem lítill strákur, ekki eldri en sirka fimm ára útskýrði ferlið gaumgæfilega."Ertu ekki líka í hljómsveit með vinkonu þinni?„Jú ég er í einni brjálaðri ruglhljómsveit sem heitir Sparkle Poison með Gullu vinkonu minni. Við byrjuðum á að hittast og gera tónlist. Svo fórum við að halda tónleika og spila allskonar mismunandi tónlist, við dönsum einnig, sýnum galdra og flugeldasýningar. Okkur langar að hafa tónleikana eins magnaða upplifun og hugsast getur. Núna erum við hinsvegar að einbeita okkur að kvikmynd sem við erum með í smíðum svo við setjum tónlistina til hliðar á meðan hún er í vinnslu. Þegar kvikmyndin er hinsvegar tilbúin þá er ómögulegt að vita hverju við tökum upp á næst."2013 var leiðinlegt árEn hvað er á döfinni hjá þér, ertu að fara að spila eitthvað á tónleikum á næstunni?„Skelkur í bringu er að fara að spila á gamlárstónleikum 28. desember. Þá ætlum við að kveðja árið 2013 með stæl. Tónleikarnir koma til með að heita „Fokk 2013“ og þeir verða haldnir á Gamla Gauknum. Það voru allir sammála um að þetta hefði verið skíta-leiðinlegt ár að það var ákveðið að kveðja það svona. Á döfinni hjá dj. flugvél og geimskip er bara að selja fullt af plötum og málverk svo ég geti keypt mér trommuheila og gert nýja plötu."Þú varst á meðal þeirra sem stóðst fyrir opnun á galleríinu Kunstschlager ekki satt?„Jú, við vorum nokkur sem útskrifuðumst úr myndlistardeildinni og ákváðum að opna þetta gallerí. Við fundum auglýsingu á bland.is, skoðuðum rýmið og ákváðum að slá til og leigja það undir gallerí. Þegar maður útskrifast úr listnámi verður maður að finna sér sjálfur eitthvað að gera og vera harður við sjálfan sig. Ef vel tekst til að beita sig aga, þá getur maður allt sem maður vill ef maður ætlar sér það."En að lokum, ertu byrjuð að undirbúa jólin?„Nei eiginlega ekki. Ég og kærastinn minn og vinir okkar sem búa hérna með okkur vöktum langt fram á nótt síðustu nótt og skreyttum alla íbúðina. Við vorum reyndar búin að gleyma því þá að það væru að koma jól. Á ég að sýna þér skrautið?" Stofan heima hjá Steinunni er upplýst með lömpum, rafmagns- ljósafiskabúri og marglitum dansandi ljósum. Í horni stofunnar er bleikur skemmtari með svörtum bassanótum, hvítum píanónótum og allskonar tökkum. Þegar ljósmyndarann bar að garði hafði blaðamaður gleymt sér í nýstárlegum tónsmíðum á bleika skemmtaranum. Ég leyfði ljósmyndaranum að taka við og þakkaði Steinunni frábært spjall. Ég lofaði að mæta og bölva með henni liðnu ári og heyra pönkaðar útgáfur af klassískum fiðlulögum á milli jóla og nýárs. Ég er orðin spennt. Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarkonan Steinunn, eða dj. flugvél og geimskip, sendi nýverið frá sér plötuna Glamúr í geimnum. Hún er án efa ein óvæntasta plata ársins en Steinunn spilar, syngur og hljóðblandar plötuna alla sjálf. Útkoman er nýstárlegt og hressilegt geim-rafpopp, en platan hefur fengið frábærar viðtökur og margir spekingar tala um hana sem eina bestu íslensku plötum ársins. Þegar ég hafði samband við Steinunni til að fá hana í viðtal kynnti ég mig og sagði henni að við hefðum áður hist, en við höfðum samtímis verið að vinna á listasafni nokkrum árum áður, ég í listmunagæslu og hún í kaffiteríunni. Þetta var bara einn dagur, fyrsti dagurinn minn í vinnunni en Steinunn er mér sérstaklega minnisstæð fyrir sjarma, hlýlegt viðmót og bestu frönsku súkkulaðiköku sem ég hef smakkað. Steinunn játaði því samstundis að leyfa mér að taka viðtal við sig og spurði hvort ég vildi ekki bara koma í heimsókn. Full eftirvæntingar bankaði ég uppá hjá Steinunni eldsnemma á fimmtudagsmorgni. Hún tók á móti mér með heimatilbúnum óreókökum og kaffi.Hver er dj. flugvél og geimskip, ert það þú sjálf eða er þetta nokkurskonar hliðarsjálf?„Dj. flugvél og geimskip er í rauninni bara ég. Það er bara meira kúl nafn en Steinunn svo ég nota það bara þegar ég spila á tónleikum. Ég byrjaði á þessu þegar ég var í MH og vinir mínir voru alltaf uppteknir og gátu ekki hitt mig því þau voru að æfa með hljómsveitunum sínum. Þegar það vantaði svo einhverntíma einhvern til að spila tónlist á milli atriða á tónleikum sem haldnir voru í Norðurkjallara bauð ég mig fram til þess. Þá gat ég farið að nota þá afsökun að ég hefði ekki tíma til að hitta fólk því ég væri sjálf að fara á hljómsveitaræfingu með minni hljómsveit, dj. flugvél og geimskip."Hélt fyrstu tónleikana sex ára á skólalóðinniPabbi þinn er meðlimur hljómsveitarinnar Apparat, hefur hann eitthvað aðstoðað þig í tónsmíðunum?„Já, ég byrjaði sko fyrst að gera tónlist þegar ég var á leikskóla. Pabbi gaf mér fyrsta hljómborðið mitt þegar ég þriggja eða fjögurra ára og svo fékk ég upptökutæki frá honum fimm ára. Þá tók ég ákvörðun um að taka lífið mitt upp á segulband og ég á ennþá fullt af kassettum með upptökum af sjálfri mér frá þessum tíma. Þegar ég byrjaði í skóla sex ára lagði ég í vana minn að hlaupa um skólalóðina í frímínútum og auglýsti tónleika í hádegishléinu uppi á stóra hól við frábærar undirtektir. Ég var alltaf bara ein til að byrja með en svo var ég farin að fá aðra til að hjálpa mér og fá þau til að auglýsa fyrir mig. "Þú ert menntuð myndlistarkona, er geimþemað líka ríkjandi í málverkunum þínum?„Já, það er reyndar alveg óvart. Mér finnst einfaldlega skemmtilegra að mála eitthvað sem er öðruvísi en það sem maður sér á hverjum degi og þá hlýtur það að vera úr geimnm. Það gefur mér svo mikið frelsi að mála hann. Svo ef einhver segir: „Heyrðu, þetta er alls ekki eðlileg mynd!“ Þá get ég alltaf svarað: „Nei, hún er líka úr geimnum.“ Og það er engin leið að þræta fyrir það. "Allt stærra og stórfenglegra í geimnumEn í hvað vísar nafnið á plötunni, „Glamúr í geimnum“?„Titillinn er vísun í hvað allt er skrautlegt úti í geimi. Jörðin er veruleiki sem við höfum vanist fyrir löngu en í geimnum er glamúrinn. Við höfum til dæmis margoft séð sólarupprás á jörðinni en ef við myndum horfa á sólarupprás á annarri plánetu myndum við kannski verða vitni að mörgum plánetum og sólarupprásum samtímis. Stjörnurnar sem við sjáum eru líka úti í geimi. Það sem við sjáum glansandi og glitrandi hér á himninum er allt miklu stærra og stórfenglegra þar. Ég sá fyrir mér að þessi tónlist væri ferðalag út í geiminn að skoða glamúrinn sem hann hefur að geyma. Tónlistin sendir mann nefnilega í ferðalag í huganum. Maður þarf ekki að fara líkamlega út í geiminn, maður getur ferðast andlega með tónlistinni. Góð tónlist er þeim göldrum gædd að hún sendir mann í huglægt ferðalag hvert sem mann langar að fara."Hefur þú sjálf lært á einhver hljóðfæri?„Já, ég lærði á fiðlu þegar ég var yngri. Það hjálpar mér alveg enn í dag að syngja hreint og að þekkja nóturnar. Mér fannst mjög gaman að læra á fiðlu þó lögin sem ég spilaði á hana væru ekki alltaf skemmtileg. Í dag spila ég á hljómborð, bassa og hljóðfæri sem ég kann ekkert á í staðinn. Í rokkhljómsveitinni „Skelkur í bringu“ er ég til dæmis bassaleikari. Hljómsveitin spilar hrátt noise-rokk og ég spila bassa, syng og öskra. Við Pétur sem er trommarinn í hljómsveitinni vorum bæði að læra á fiðlu þegar við vorum yngri svo við spilum stundum pönkaðar útgáfur af leiðinlegum fiðlulögum sem við þolum ekki. Á tónleikum með Skelkur í bringu eru því spiluð klassísk lög full af hatri."Semur alltaf á fullu tungliÉg heyrði einhversstaðar að þú semdir alla þína tónlist á fullu tungli, er það rétt?„Já. Það gerðist bara óvart reyndar. Mig langar ósjálfrátt mest að búa til tónlist þegar fullt tungl nálgast. Ég áttaði mig á því þegar ég var að byrjuð að vinna nýju plötuna að ég ynni hana alltaf þegar tunglið væri fullt svo ég ákvað að halda því bara áfram. Ég hafði áður reynt að haga vinnudeginum þannig að ég vaknaði á morgnanna og byrjaði strax að semja en áttaði mig fljótlega á því að það vinnulag hentaði mér ekki.Það er miklu meira fjör að tónsmíðar séu athöfn sem tilheyrir aðeins sérstökum dögum. Ég fylgist stundum með því á dagatalinu í tölvunni hvenær tunglið er fullt og miða við að semja tónlist þá. Ég þarf samt venjulega ekki að fylgjast með því sérstaklega, ég finn það bara í loftinu. Maður verður margfalt léttari."Hvað gerirðu samhliða tónsmíðum og myndlist?„Á fullu tungli sem ég tónlist en þess á milli bý ég til myndlist og skúlptúra. Ég geri þetta allan daginn og öll kvöld og vinn svo aðeins inn á milli á Kalda bar og Bíó Paradís. Bara rétt nógu mikið til að ég geti borgað leigu og keypt mér mat að borða, allt annað er aukaatriði. Peysuna sem ég er í keypti ég til dæmis á 200 krónur í Kolaportinu. Svo heimsæki ég ömmu mína líka, það er mjög mikilvægur liður í minni rútínu."Lagði allt í nýju plötunaÉg sá þig fyrst spila á innipúkanum fyrir mörgum árum, við systir mín vorum búnar að horfa á nokkrar hljómsveitir spila sem voru allar skipaðar strákum og fannst svo hressileg tilbreyting að sjá stelpu sem var ein á sviðinu rífa upp stemmarann. Manstu eftir þessu?„Þetta er ábyggilega rétt hjá þér. Ég man samt lítið eftir þessu. Á þessum tíma var ég nýbúin að gefa út plötuna mína sem gefin var út af Brak records og ég var þá svolítið að spila af henni. Það var samt allt öðruvísi þegar ég gaf út nýju plötuna, Glamúr í geimnum. Það var bara önnur tilfinning, hinar plöturnar gerði ég á einu kvöldi en þegar ég gerði þessa þá vissi ég bara að þetta væri það mikilvægasta í mínu lífi á þeim tímapunkti og ég lagði allt í hana."Þú gerðir líka sjálf myndbandið sem er orðið vinsælt á Youtube við lagið Glamúr í geimnum, er það ekki?„Jú, einmitt! Ég var í svona tvo þrjá mánuði að vinna það. Ég gerði þetta sjálf. Ég sat í stofunni ein í hláturskasti og var alltaf að kalla á kærastann minn „Ísak, sjáðu hvað ég er að gera!“ Það var rosalega gaman. Ég kunni ekkert að vinna svona myndbönd þegar ég byrjaði á þessu, ég lærði reyndar grunninn í listaháskólanum en svo með það sem ég skildi ekki fór ég bara á youtube. Ég fletti bara upp „how to“ og þá gat ég séð kennslumyndbönd þar sem lítill strákur, ekki eldri en sirka fimm ára útskýrði ferlið gaumgæfilega."Ertu ekki líka í hljómsveit með vinkonu þinni?„Jú ég er í einni brjálaðri ruglhljómsveit sem heitir Sparkle Poison með Gullu vinkonu minni. Við byrjuðum á að hittast og gera tónlist. Svo fórum við að halda tónleika og spila allskonar mismunandi tónlist, við dönsum einnig, sýnum galdra og flugeldasýningar. Okkur langar að hafa tónleikana eins magnaða upplifun og hugsast getur. Núna erum við hinsvegar að einbeita okkur að kvikmynd sem við erum með í smíðum svo við setjum tónlistina til hliðar á meðan hún er í vinnslu. Þegar kvikmyndin er hinsvegar tilbúin þá er ómögulegt að vita hverju við tökum upp á næst."2013 var leiðinlegt árEn hvað er á döfinni hjá þér, ertu að fara að spila eitthvað á tónleikum á næstunni?„Skelkur í bringu er að fara að spila á gamlárstónleikum 28. desember. Þá ætlum við að kveðja árið 2013 með stæl. Tónleikarnir koma til með að heita „Fokk 2013“ og þeir verða haldnir á Gamla Gauknum. Það voru allir sammála um að þetta hefði verið skíta-leiðinlegt ár að það var ákveðið að kveðja það svona. Á döfinni hjá dj. flugvél og geimskip er bara að selja fullt af plötum og málverk svo ég geti keypt mér trommuheila og gert nýja plötu."Þú varst á meðal þeirra sem stóðst fyrir opnun á galleríinu Kunstschlager ekki satt?„Jú, við vorum nokkur sem útskrifuðumst úr myndlistardeildinni og ákváðum að opna þetta gallerí. Við fundum auglýsingu á bland.is, skoðuðum rýmið og ákváðum að slá til og leigja það undir gallerí. Þegar maður útskrifast úr listnámi verður maður að finna sér sjálfur eitthvað að gera og vera harður við sjálfan sig. Ef vel tekst til að beita sig aga, þá getur maður allt sem maður vill ef maður ætlar sér það."En að lokum, ertu byrjuð að undirbúa jólin?„Nei eiginlega ekki. Ég og kærastinn minn og vinir okkar sem búa hérna með okkur vöktum langt fram á nótt síðustu nótt og skreyttum alla íbúðina. Við vorum reyndar búin að gleyma því þá að það væru að koma jól. Á ég að sýna þér skrautið?" Stofan heima hjá Steinunni er upplýst með lömpum, rafmagns- ljósafiskabúri og marglitum dansandi ljósum. Í horni stofunnar er bleikur skemmtari með svörtum bassanótum, hvítum píanónótum og allskonar tökkum. Þegar ljósmyndarann bar að garði hafði blaðamaður gleymt sér í nýstárlegum tónsmíðum á bleika skemmtaranum. Ég leyfði ljósmyndaranum að taka við og þakkaði Steinunni frábært spjall. Ég lofaði að mæta og bölva með henni liðnu ári og heyra pönkaðar útgáfur af klassískum fiðlulögum á milli jóla og nýárs. Ég er orðin spennt.
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira