Handtaka í Gálgahrauni Reynir Ingibjartsson skrifar 27. desember 2013 07:00 Hér eru athugasemdir sem ég sendi lögmanni Hraunavina vegna handtöku minnar í Gálgahrauni, mánudaginn 21. október 2013. Dagana áður vöktuðu sjálfboðaliðar hraunið til að varna því að vinnuvélar ÍAV kæmust inn í hraunið við lagningu fyrirhugaðs Álftanesvegar. Ég var á sk. morgunvakt og síðan á formiðdagsvakt sem átti að vera á svæðinu til kl. 12.30. Ég tók þátt í þessari vakt, bæði sem sjálfboðaliði en ekki síður sem formaður Hraunavina en félagið ásamt öðrum félögum hefur kært verkið sem ólöglega framkvæmd og krafist lögbanns. Með lagningu vegarins yrðu þessi mál í raun og veru eyðilögð, hver svo sem niðurstaðan yrði. Ég leit svo á að mér bæri skylda til að verja sönnunargagnið í þessum dómsmálum.Lögreglumenn drífur að Ég kann ekki að nefna tímasetningar þennan dag en líklega hefur það verið á ellefta tímanum sem gríðarstór jarðýta birtist í vegstæðinu vestan við Gálgahraunið. Þá dreif einnig að lögreglumenn. Við sem mætt voru tókum okkur stöðu í vegstæðinu og settumst. Lögregla bað okkur þá að yfirgefa hið svokallaða vinnusvæði. Við hreyfðum okkur ekki en þegar kom að því að fjarlægja okkur bauðst ég til að verða fyrstur og var síðan leiddur út fyrir vinnusvæðið. Ég fór síðan upp fyrir hið afmarkaða vinnusvæði og upp á hraunbrúnina. Aftur var ég tekinn og færður út fyrir hið svokallaða vinnusvæði. Ég fór þá aftur og aðeins innar í hraunið. Þá gerðist það að vinnusvæðið sem bannsvæði var fært innar í hraunið og aftur fyrir mig. Síðan kom lögreglan og tilkynnti í gjallarhorni að við værum á ólöglegu svæði og mættum búast við handtöku. Ég fór hvergi þar sem ég sat og var þá tekinn af fjórum lögreglumönnum, borinn yfir hraunið og að lögreglubíl sem þá var orðinn fullur af handteknu fólki, en mér var samt troðið inn í bílinn og lá þar á gólfinu. Fæturnir stóðu að vísu út úr bílnum en var troðið inn svo hægt væri að loka bílnum. Síðan var ekið á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar var ég látinn undirrita vottorð um greiðslusekt, kr. 10.000, en dagsetningu á vottorðinu hafði verið breytt úr föstudegi í mánudag. Virtist sem handtaka hefði verið skipulögð á föstudeginum fyrir helgina. Ég neitaði að greiða sektina.Þyngra en tárum taki Enga áverka hlaut ég í þessum handtökum öllum en tapaði gleraugunum. Ég fór síðan aftur í Gálgahraun og þá höfðu gleraugun fundist. Þau voru í vörslu Gunnsteins Ólafssonar, en þá var verið að færa hann í fangelsi öðru sinni. Hann mátti ekki afhenda mér gleraugun og tók annar lögreglumaðurinn það að sér. Nú varð ég vitni að því að jarðýtan (tæp 40 tonn) nánast brunaði yfir hraunið og virtist vegstæðið nánast mælt jafnóðum. Strengdir voru borðar í kring og raðað keilum og voru þeir handteknir sem fóru inn fyrir þetta afmarkaða svæði. Það var þyngra en tárum taki að horfa á þessi vinnubrögð öll sömul. Ég fór úr hrauninu um kl. 3 eftir að búið var að taka ákvörðun um að kalla saman hóp hinna handteknu á fund um kvöldið. Ég sat ekki fundinn allan og þar með lauk þessum eftirminnilega degi sem enn virðist hafa verið óraunverulegur. Mikið myndefni er til frá þessum degi og í látunum voru tekin við mig viðtöl í fjölmiðlum. Handtaka mín er því vel skráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Hér eru athugasemdir sem ég sendi lögmanni Hraunavina vegna handtöku minnar í Gálgahrauni, mánudaginn 21. október 2013. Dagana áður vöktuðu sjálfboðaliðar hraunið til að varna því að vinnuvélar ÍAV kæmust inn í hraunið við lagningu fyrirhugaðs Álftanesvegar. Ég var á sk. morgunvakt og síðan á formiðdagsvakt sem átti að vera á svæðinu til kl. 12.30. Ég tók þátt í þessari vakt, bæði sem sjálfboðaliði en ekki síður sem formaður Hraunavina en félagið ásamt öðrum félögum hefur kært verkið sem ólöglega framkvæmd og krafist lögbanns. Með lagningu vegarins yrðu þessi mál í raun og veru eyðilögð, hver svo sem niðurstaðan yrði. Ég leit svo á að mér bæri skylda til að verja sönnunargagnið í þessum dómsmálum.Lögreglumenn drífur að Ég kann ekki að nefna tímasetningar þennan dag en líklega hefur það verið á ellefta tímanum sem gríðarstór jarðýta birtist í vegstæðinu vestan við Gálgahraunið. Þá dreif einnig að lögreglumenn. Við sem mætt voru tókum okkur stöðu í vegstæðinu og settumst. Lögregla bað okkur þá að yfirgefa hið svokallaða vinnusvæði. Við hreyfðum okkur ekki en þegar kom að því að fjarlægja okkur bauðst ég til að verða fyrstur og var síðan leiddur út fyrir vinnusvæðið. Ég fór síðan upp fyrir hið afmarkaða vinnusvæði og upp á hraunbrúnina. Aftur var ég tekinn og færður út fyrir hið svokallaða vinnusvæði. Ég fór þá aftur og aðeins innar í hraunið. Þá gerðist það að vinnusvæðið sem bannsvæði var fært innar í hraunið og aftur fyrir mig. Síðan kom lögreglan og tilkynnti í gjallarhorni að við værum á ólöglegu svæði og mættum búast við handtöku. Ég fór hvergi þar sem ég sat og var þá tekinn af fjórum lögreglumönnum, borinn yfir hraunið og að lögreglubíl sem þá var orðinn fullur af handteknu fólki, en mér var samt troðið inn í bílinn og lá þar á gólfinu. Fæturnir stóðu að vísu út úr bílnum en var troðið inn svo hægt væri að loka bílnum. Síðan var ekið á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar var ég látinn undirrita vottorð um greiðslusekt, kr. 10.000, en dagsetningu á vottorðinu hafði verið breytt úr föstudegi í mánudag. Virtist sem handtaka hefði verið skipulögð á föstudeginum fyrir helgina. Ég neitaði að greiða sektina.Þyngra en tárum taki Enga áverka hlaut ég í þessum handtökum öllum en tapaði gleraugunum. Ég fór síðan aftur í Gálgahraun og þá höfðu gleraugun fundist. Þau voru í vörslu Gunnsteins Ólafssonar, en þá var verið að færa hann í fangelsi öðru sinni. Hann mátti ekki afhenda mér gleraugun og tók annar lögreglumaðurinn það að sér. Nú varð ég vitni að því að jarðýtan (tæp 40 tonn) nánast brunaði yfir hraunið og virtist vegstæðið nánast mælt jafnóðum. Strengdir voru borðar í kring og raðað keilum og voru þeir handteknir sem fóru inn fyrir þetta afmarkaða svæði. Það var þyngra en tárum taki að horfa á þessi vinnubrögð öll sömul. Ég fór úr hrauninu um kl. 3 eftir að búið var að taka ákvörðun um að kalla saman hóp hinna handteknu á fund um kvöldið. Ég sat ekki fundinn allan og þar með lauk þessum eftirminnilega degi sem enn virðist hafa verið óraunverulegur. Mikið myndefni er til frá þessum degi og í látunum voru tekin við mig viðtöl í fjölmiðlum. Handtaka mín er því vel skráð.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar