Menning

Stikla birt úr Carrie

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ný stikla úr hrollvekjunni Carrie var birt á dögunum. Kvikmyndavefurinn Svarthöfði greinir frá.

Kvikmyndin er byggð á samnefndri bók rithöfundarins Stephens King, en hún var fyrsta bók hans og áður gerð að kvikmynd árið 1976.

Carrie segir frá unglingsstúlku sem býr yfir dulrænum hæfileikum, og þegar hún fær nóg af einelti skólafélaga sinna er voðinn vís.

Endurgerðinni er leikstýrt af Kimberly Pierce og í aðalhlutverkum eru Chloë Grace Moretz, Julianne Moore, Gabriella Wilde og Judy Greer. Frumsýning verður þó ekki fyrr en næsta haust, en ýmsar tafir hafa orðið á gerð myndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×