Segir möguleika á að fólk hafi verið lokkað hingað til lands 9. apríl 2013 18:42 Fjörtíu og átta Króatar hafa sótt um hæli hér á landi að undanförnu, mest fjölskyldufólk frá sama svæðinu í Króatíu. Forstjóri Útlendingastofnunar segir að það sé möguleiki á að fólkið hafi verið lokkaðir hingað til lands með einhverjum hætti. Það sem af er þessu ári hafa 76 útlendingar sótt um hæli hér á landi sem er óvenjumikill fjöldi en 117 sóttu um hæli allt árið í fyrra. Langflestir koma frá Króatíu, eða 48, þá eru ellefu Albanar og fimm Rússar. „Þarna er eitt ríkisfang sem yfirgnæfir öll önnur þannig að einhverjar upplýsingar eru að berast fólki í Króatíu á eitthverjum tilteknum svæðum um það að hér sé í boði eitthvað annað en annarsstaðar sem er að sjálfsögðu ekki rétt," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Um er að ræða fjölskyldufólk að stórum hluta, með eitt til þrjú börn, og pör. Kristín segir að það sé svæðatengt hvaðan fólkið kemur. Ekki er um Rómafólk að ræða. „Það er áritunarfrelsi inn í Evrópu fyrir Króata, þeir eru að ganga inn í Evrópusambandið að öllum líkindum núna í júlí sem gerir það að verkum að fólk kemur í gegnum Evrópu. Flestir hafa verið að koma í gegnum Noregi en eitthvað í gegnum önnur ríki." Atvinnuástand í Króatíu er ekki gott og á það stóran hluta í flótta fólks frá landinu. „Við sjáum að allir sem hafa sótt um hæli hafa verið atvinnulausir en síðan er aðrar ástæður líka sem ég get ekki farið út í, málin eru ennþá til meðferðar. Er verið að lokka þetta fólk hingað til lands? Við vitum það ekki, það er möguleiki." Viðtöl hafa verið tekin við alla Króatana og í lok apríl á að vera búið að afgreiða þá alla. Á meðan Útlendingastofnun vinnur að því bíða þeir hælisleitendur sem komu í fyrra og hitteðfyrra. Kristín segir að það vanti flýtimeðferð í löggjöfina. „Nú fara allir í viðtöl hjá okkur, það leggja allir fram greinagerðir, það leggja allir fram gögn, þetta tekur langan tíma. Og meðan við getum ekki raðað ákveðnum ríkjum í forgang og sagt að fólk sem er með hæli frá þessum ríkjum er með bersýnilegar tilhæfulausar umsóknir þá verður málsmeðferðin alltaf of þunglamaleg hjá okkur." Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Fjörtíu og átta Króatar hafa sótt um hæli hér á landi að undanförnu, mest fjölskyldufólk frá sama svæðinu í Króatíu. Forstjóri Útlendingastofnunar segir að það sé möguleiki á að fólkið hafi verið lokkaðir hingað til lands með einhverjum hætti. Það sem af er þessu ári hafa 76 útlendingar sótt um hæli hér á landi sem er óvenjumikill fjöldi en 117 sóttu um hæli allt árið í fyrra. Langflestir koma frá Króatíu, eða 48, þá eru ellefu Albanar og fimm Rússar. „Þarna er eitt ríkisfang sem yfirgnæfir öll önnur þannig að einhverjar upplýsingar eru að berast fólki í Króatíu á eitthverjum tilteknum svæðum um það að hér sé í boði eitthvað annað en annarsstaðar sem er að sjálfsögðu ekki rétt," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Um er að ræða fjölskyldufólk að stórum hluta, með eitt til þrjú börn, og pör. Kristín segir að það sé svæðatengt hvaðan fólkið kemur. Ekki er um Rómafólk að ræða. „Það er áritunarfrelsi inn í Evrópu fyrir Króata, þeir eru að ganga inn í Evrópusambandið að öllum líkindum núna í júlí sem gerir það að verkum að fólk kemur í gegnum Evrópu. Flestir hafa verið að koma í gegnum Noregi en eitthvað í gegnum önnur ríki." Atvinnuástand í Króatíu er ekki gott og á það stóran hluta í flótta fólks frá landinu. „Við sjáum að allir sem hafa sótt um hæli hafa verið atvinnulausir en síðan er aðrar ástæður líka sem ég get ekki farið út í, málin eru ennþá til meðferðar. Er verið að lokka þetta fólk hingað til lands? Við vitum það ekki, það er möguleiki." Viðtöl hafa verið tekin við alla Króatana og í lok apríl á að vera búið að afgreiða þá alla. Á meðan Útlendingastofnun vinnur að því bíða þeir hælisleitendur sem komu í fyrra og hitteðfyrra. Kristín segir að það vanti flýtimeðferð í löggjöfina. „Nú fara allir í viðtöl hjá okkur, það leggja allir fram greinagerðir, það leggja allir fram gögn, þetta tekur langan tíma. Og meðan við getum ekki raðað ákveðnum ríkjum í forgang og sagt að fólk sem er með hæli frá þessum ríkjum er með bersýnilegar tilhæfulausar umsóknir þá verður málsmeðferðin alltaf of þunglamaleg hjá okkur."
Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira