Segir möguleika á að fólk hafi verið lokkað hingað til lands 9. apríl 2013 18:42 Fjörtíu og átta Króatar hafa sótt um hæli hér á landi að undanförnu, mest fjölskyldufólk frá sama svæðinu í Króatíu. Forstjóri Útlendingastofnunar segir að það sé möguleiki á að fólkið hafi verið lokkaðir hingað til lands með einhverjum hætti. Það sem af er þessu ári hafa 76 útlendingar sótt um hæli hér á landi sem er óvenjumikill fjöldi en 117 sóttu um hæli allt árið í fyrra. Langflestir koma frá Króatíu, eða 48, þá eru ellefu Albanar og fimm Rússar. „Þarna er eitt ríkisfang sem yfirgnæfir öll önnur þannig að einhverjar upplýsingar eru að berast fólki í Króatíu á eitthverjum tilteknum svæðum um það að hér sé í boði eitthvað annað en annarsstaðar sem er að sjálfsögðu ekki rétt," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Um er að ræða fjölskyldufólk að stórum hluta, með eitt til þrjú börn, og pör. Kristín segir að það sé svæðatengt hvaðan fólkið kemur. Ekki er um Rómafólk að ræða. „Það er áritunarfrelsi inn í Evrópu fyrir Króata, þeir eru að ganga inn í Evrópusambandið að öllum líkindum núna í júlí sem gerir það að verkum að fólk kemur í gegnum Evrópu. Flestir hafa verið að koma í gegnum Noregi en eitthvað í gegnum önnur ríki." Atvinnuástand í Króatíu er ekki gott og á það stóran hluta í flótta fólks frá landinu. „Við sjáum að allir sem hafa sótt um hæli hafa verið atvinnulausir en síðan er aðrar ástæður líka sem ég get ekki farið út í, málin eru ennþá til meðferðar. Er verið að lokka þetta fólk hingað til lands? Við vitum það ekki, það er möguleiki." Viðtöl hafa verið tekin við alla Króatana og í lok apríl á að vera búið að afgreiða þá alla. Á meðan Útlendingastofnun vinnur að því bíða þeir hælisleitendur sem komu í fyrra og hitteðfyrra. Kristín segir að það vanti flýtimeðferð í löggjöfina. „Nú fara allir í viðtöl hjá okkur, það leggja allir fram greinagerðir, það leggja allir fram gögn, þetta tekur langan tíma. Og meðan við getum ekki raðað ákveðnum ríkjum í forgang og sagt að fólk sem er með hæli frá þessum ríkjum er með bersýnilegar tilhæfulausar umsóknir þá verður málsmeðferðin alltaf of þunglamaleg hjá okkur." Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fjörtíu og átta Króatar hafa sótt um hæli hér á landi að undanförnu, mest fjölskyldufólk frá sama svæðinu í Króatíu. Forstjóri Útlendingastofnunar segir að það sé möguleiki á að fólkið hafi verið lokkaðir hingað til lands með einhverjum hætti. Það sem af er þessu ári hafa 76 útlendingar sótt um hæli hér á landi sem er óvenjumikill fjöldi en 117 sóttu um hæli allt árið í fyrra. Langflestir koma frá Króatíu, eða 48, þá eru ellefu Albanar og fimm Rússar. „Þarna er eitt ríkisfang sem yfirgnæfir öll önnur þannig að einhverjar upplýsingar eru að berast fólki í Króatíu á eitthverjum tilteknum svæðum um það að hér sé í boði eitthvað annað en annarsstaðar sem er að sjálfsögðu ekki rétt," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Um er að ræða fjölskyldufólk að stórum hluta, með eitt til þrjú börn, og pör. Kristín segir að það sé svæðatengt hvaðan fólkið kemur. Ekki er um Rómafólk að ræða. „Það er áritunarfrelsi inn í Evrópu fyrir Króata, þeir eru að ganga inn í Evrópusambandið að öllum líkindum núna í júlí sem gerir það að verkum að fólk kemur í gegnum Evrópu. Flestir hafa verið að koma í gegnum Noregi en eitthvað í gegnum önnur ríki." Atvinnuástand í Króatíu er ekki gott og á það stóran hluta í flótta fólks frá landinu. „Við sjáum að allir sem hafa sótt um hæli hafa verið atvinnulausir en síðan er aðrar ástæður líka sem ég get ekki farið út í, málin eru ennþá til meðferðar. Er verið að lokka þetta fólk hingað til lands? Við vitum það ekki, það er möguleiki." Viðtöl hafa verið tekin við alla Króatana og í lok apríl á að vera búið að afgreiða þá alla. Á meðan Útlendingastofnun vinnur að því bíða þeir hælisleitendur sem komu í fyrra og hitteðfyrra. Kristín segir að það vanti flýtimeðferð í löggjöfina. „Nú fara allir í viðtöl hjá okkur, það leggja allir fram greinagerðir, það leggja allir fram gögn, þetta tekur langan tíma. Og meðan við getum ekki raðað ákveðnum ríkjum í forgang og sagt að fólk sem er með hæli frá þessum ríkjum er með bersýnilegar tilhæfulausar umsóknir þá verður málsmeðferðin alltaf of þunglamaleg hjá okkur."
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira