Rafdrifinn Lotus Exige frá Detroit Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2013 14:30 Er 3,7 sekúndum í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fáir kannast eflaust við bílafyrirtækið Detroit Electric, en það framleiddi 13.000 rafmagnsbíla í byrjun síðustu aldar, en hvarf svo hressilega undir radarinn. Nú hefur Detroit Electric aftur hafið framleiðslu rafmagnsbíal og hér sést þeirra fyrsta afurð í langan tíma, SP:01. Eins og glögglega sést er þessi rafmagnsbíll byggður á Lotus Exige og er ástæða þess sú að sá sem nú endurvekur Detroit Electric, Albert Lam, var einn af yfirmönnum Lotus. Detroit Electric ætlar að framleiða 2.500 svona bíla á ári sem tryggir 180 manns vinnu. Detroit Electric ætlar þó ekki að láta þar við sitja því 2 nýjar gerðir bíla verða kynntar á næsta ári.Léttur, snöggur og hraðskreiðurSP:01 er með yfirbyggingu úr koltrefjum og í innréttingunni ber mest á enn meiri koltrefjum og svörtu leðri. Bíllinn verður enginn aukvisi því hann kemst í hundraðið á 3,7 sekúndum og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Bíllinn er með tvær 37 kWh rafhlöður sem senda 201 hestafl til afturhjóla bílsins og hann á að komast 290 km á fullri rafhleðslu. Það mun taka ríflega 4 klukkutíma að fullhlaða rafhlöðurnar. SP:01 bíllinn er léttur og vegur aðeins 1.090 kíló, en það skýrir að hluta til snerpu hans og drægni. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent
Er 3,7 sekúndum í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fáir kannast eflaust við bílafyrirtækið Detroit Electric, en það framleiddi 13.000 rafmagnsbíla í byrjun síðustu aldar, en hvarf svo hressilega undir radarinn. Nú hefur Detroit Electric aftur hafið framleiðslu rafmagnsbíal og hér sést þeirra fyrsta afurð í langan tíma, SP:01. Eins og glögglega sést er þessi rafmagnsbíll byggður á Lotus Exige og er ástæða þess sú að sá sem nú endurvekur Detroit Electric, Albert Lam, var einn af yfirmönnum Lotus. Detroit Electric ætlar að framleiða 2.500 svona bíla á ári sem tryggir 180 manns vinnu. Detroit Electric ætlar þó ekki að láta þar við sitja því 2 nýjar gerðir bíla verða kynntar á næsta ári.Léttur, snöggur og hraðskreiðurSP:01 er með yfirbyggingu úr koltrefjum og í innréttingunni ber mest á enn meiri koltrefjum og svörtu leðri. Bíllinn verður enginn aukvisi því hann kemst í hundraðið á 3,7 sekúndum og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Bíllinn er með tvær 37 kWh rafhlöður sem senda 201 hestafl til afturhjóla bílsins og hann á að komast 290 km á fullri rafhleðslu. Það mun taka ríflega 4 klukkutíma að fullhlaða rafhlöðurnar. SP:01 bíllinn er léttur og vegur aðeins 1.090 kíló, en það skýrir að hluta til snerpu hans og drægni.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent