Steinunn sér ekkert athugunarvert við 842 milljóna þóknun Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. febrúar 2013 15:00 Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson í slitastjórn Glitnis banka. „Miðað við umfang þrotabúsins er þetta mjög sambærilegt við tímagjald sem aðrar slitastjórnir á landinu hafa verið með," segir Steinunn Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis um laun sín, en hún og samstarfsmaður hennar, Páll Eiríksson, hafa greitt sér 842 milljónir króna samtals í þóknun úr þrotabúinu frá maí 2009. Fimm lífeyrissjóðir sem eru kröfuhafar Glitnis telja að slitastjórn Glitnis með þau Steinunni Pál Eiríksson í fararbroddi hafi ofrukkað kröfuhafa og greitt sér of mikið í laun. Telja þeir að slitastjórnin hafi oftekið 400 milljónir króna. Um er að ræða Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóð, Sameinaða lífeyrissjóðinn, Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda og Festa lífeyrissjóð, en Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Lífeyrissjóðirnir hafa sent Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þar sem lagðar eru þær forsendur sem sjóðirnir telja eðlilegt að stuðst sé við þegar slitastjórnin reikni sér laun og krefjast þess að þau Páll og Steinunn endurgreiði þrotabúinu mismuninn. Í fyrstu neitaði slitastjórnin að afhenda lífeyrissjóðunum upplýsingar um kostnað en eftir að þeir hótuðu að fara með málið fyrir dómstóla gaf slitastjórnin eftir og lét þá hafa sundurliðun í september 2012. Þar kom fram að sameiginlegar greiðslur til þeirra tveggja, með útseldri vinnu fulltrúa á þeirra vegum, hafi numið 842 milljónum króna frá maí 2009 og þar til um mitt ár í fyrra, að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Sjóðirnir telja þetta ekki eðlilega þóknun fyrir opinbera sýslunarmenn og telja að þau Steinunn og Páll hafi oftekið sér 383 milljónir króna í þóknanir. Ofan á þetta bætist vaxtakostnaður og þóknanir síðan þá en samanlagt ætla sjóðirnir að þau hafi oftekið sér yfir 400 milljónir króna. Í bréfi lífeyrissjóðanna fara þeir fram á að dómarinn láti slitastjórnina endurgreiða þrotabúinu hinar ætluðu ofteknu þóknanir. Er þetta ekki frekar mikill kostnaður, 842 milljónir króna? „Ég held það þurfi að horfa á þetta í samhengi við umfang starfsins og vinnuna sem liggur að baki þessu. Það sem ég hef séð frá kollegum er talsvert hærra en 39 þúsund á tímann (fyrir vsk.) Tímagjaldið hjá slitastjórn Glitnis er í kringum 33 þúsund á tímann fyrir virðisaukaskatt," segir Steinunn Guðbjartsdóttir í samtali við fréttastofu en það eru 41.085 kr. á tímann með VSK. Núna eru þessir lífeyrissjóðir að saka ykkur um að greiða ykkur allt of mikið í þóknun. Hvernig svararðu þessum ásökunum? „Ég tel það alrangt hjá þeim. Ég veit ekki hvernig héraðsdómur mun leysa úr þessu, en dómurinn verður bara að taka á því. Miðað við umfang búsins er þetta mjög sambærilegt við tímagjald sem aðrar slitastjórnir á landinu hafa verið með." Steinunn segir að réttur vettvangur til að koma athugasemdum á framfæri sé á kröfuhafafundum. Engar slíkar athugasemdir hafi borist á fundum til þessa. Þá segist hún eiginlega aldrei fara í frí. „Vinnuframlagið hefur verið mikið og sumar- og helgarfrí fátíð," segir hún. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
„Miðað við umfang þrotabúsins er þetta mjög sambærilegt við tímagjald sem aðrar slitastjórnir á landinu hafa verið með," segir Steinunn Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis um laun sín, en hún og samstarfsmaður hennar, Páll Eiríksson, hafa greitt sér 842 milljónir króna samtals í þóknun úr þrotabúinu frá maí 2009. Fimm lífeyrissjóðir sem eru kröfuhafar Glitnis telja að slitastjórn Glitnis með þau Steinunni Pál Eiríksson í fararbroddi hafi ofrukkað kröfuhafa og greitt sér of mikið í laun. Telja þeir að slitastjórnin hafi oftekið 400 milljónir króna. Um er að ræða Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóð, Sameinaða lífeyrissjóðinn, Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda og Festa lífeyrissjóð, en Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Lífeyrissjóðirnir hafa sent Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þar sem lagðar eru þær forsendur sem sjóðirnir telja eðlilegt að stuðst sé við þegar slitastjórnin reikni sér laun og krefjast þess að þau Páll og Steinunn endurgreiði þrotabúinu mismuninn. Í fyrstu neitaði slitastjórnin að afhenda lífeyrissjóðunum upplýsingar um kostnað en eftir að þeir hótuðu að fara með málið fyrir dómstóla gaf slitastjórnin eftir og lét þá hafa sundurliðun í september 2012. Þar kom fram að sameiginlegar greiðslur til þeirra tveggja, með útseldri vinnu fulltrúa á þeirra vegum, hafi numið 842 milljónum króna frá maí 2009 og þar til um mitt ár í fyrra, að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Sjóðirnir telja þetta ekki eðlilega þóknun fyrir opinbera sýslunarmenn og telja að þau Steinunn og Páll hafi oftekið sér 383 milljónir króna í þóknanir. Ofan á þetta bætist vaxtakostnaður og þóknanir síðan þá en samanlagt ætla sjóðirnir að þau hafi oftekið sér yfir 400 milljónir króna. Í bréfi lífeyrissjóðanna fara þeir fram á að dómarinn láti slitastjórnina endurgreiða þrotabúinu hinar ætluðu ofteknu þóknanir. Er þetta ekki frekar mikill kostnaður, 842 milljónir króna? „Ég held það þurfi að horfa á þetta í samhengi við umfang starfsins og vinnuna sem liggur að baki þessu. Það sem ég hef séð frá kollegum er talsvert hærra en 39 þúsund á tímann (fyrir vsk.) Tímagjaldið hjá slitastjórn Glitnis er í kringum 33 þúsund á tímann fyrir virðisaukaskatt," segir Steinunn Guðbjartsdóttir í samtali við fréttastofu en það eru 41.085 kr. á tímann með VSK. Núna eru þessir lífeyrissjóðir að saka ykkur um að greiða ykkur allt of mikið í þóknun. Hvernig svararðu þessum ásökunum? „Ég tel það alrangt hjá þeim. Ég veit ekki hvernig héraðsdómur mun leysa úr þessu, en dómurinn verður bara að taka á því. Miðað við umfang búsins er þetta mjög sambærilegt við tímagjald sem aðrar slitastjórnir á landinu hafa verið með." Steinunn segir að réttur vettvangur til að koma athugasemdum á framfæri sé á kröfuhafafundum. Engar slíkar athugasemdir hafi borist á fundum til þessa. Þá segist hún eiginlega aldrei fara í frí. „Vinnuframlagið hefur verið mikið og sumar- og helgarfrí fátíð," segir hún. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira