Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2013 19:00 Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna, samkvæmt tölum Hagstofu Færeyja. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. „Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. Þeir eru í Noregi í 2 vikur, heima í 3 vikur, þannig að þeir geta búið heima í Færeyjum hjá fjölskyldunni, en sótt vinnu til Noregs og þénað góðar tekjur," segir Jan Müller, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtaka þeirra fyrirtækja sem eru handhafar leitarleyfa á landgrunni Færeyja. Tvö færeysk félög stunda olíuleit. Annað þeirra, Faroe Petroleum, er í fararbroddi þeirra fyrirtækja sem eru að hefja leit á íslenska Drekasvæðinu. „Og hyggst bora brunn í lögsögu Íslands, eftir kannski 5-10 ár. Því erum við stoltir af og við viljum deila þekkingu okkar og reynslu með Íslendingum, sem við erum búnir að afla okkur á 20 árum," segir Jan Müller. Færeyingar eru komnir með þjónustumiðstöð fyrir borpalla í Rúnavík en um þrjátíu færeysk fyrirtæki hafa haslað sér völl í margskyns þjónustu við olíuiðnað. Sem dæmi má nefna Atlantic Airways með þyrlur, og útgerðarfélög, sem áður gerðu út fiskiskip, hafa ýmist að hluta eða öllu leyti farið í útgerð olíuþjónustuskipa. Þannig er Thor Offshore með fjórtán slík skip, Skansi Offshore með fjögur skip og Krúnborg Offshore er með stórt skip í smíðum. „Nú skipta þau yfir í olíuiðnað á sjó og starfa á öllum heimsins höfum. Þar starfa Færeyingar. Það skilar góðum tekjum til Færeyinga, það skilar þekkingu. Við vonumst til að aflandsvinnan í olíu geti skilað Færeyingum miklu í framtíðinni, ekki síst þegar rætt er um Grænland, Norðurslóðir og einnig leit við Ísland, þar vonumst við til að geta orðið þátttakendur í þjónustu við olíuleit," segir Jan Müller. Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna, samkvæmt tölum Hagstofu Færeyja. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. „Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. Þeir eru í Noregi í 2 vikur, heima í 3 vikur, þannig að þeir geta búið heima í Færeyjum hjá fjölskyldunni, en sótt vinnu til Noregs og þénað góðar tekjur," segir Jan Müller, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtaka þeirra fyrirtækja sem eru handhafar leitarleyfa á landgrunni Færeyja. Tvö færeysk félög stunda olíuleit. Annað þeirra, Faroe Petroleum, er í fararbroddi þeirra fyrirtækja sem eru að hefja leit á íslenska Drekasvæðinu. „Og hyggst bora brunn í lögsögu Íslands, eftir kannski 5-10 ár. Því erum við stoltir af og við viljum deila þekkingu okkar og reynslu með Íslendingum, sem við erum búnir að afla okkur á 20 árum," segir Jan Müller. Færeyingar eru komnir með þjónustumiðstöð fyrir borpalla í Rúnavík en um þrjátíu færeysk fyrirtæki hafa haslað sér völl í margskyns þjónustu við olíuiðnað. Sem dæmi má nefna Atlantic Airways með þyrlur, og útgerðarfélög, sem áður gerðu út fiskiskip, hafa ýmist að hluta eða öllu leyti farið í útgerð olíuþjónustuskipa. Þannig er Thor Offshore með fjórtán slík skip, Skansi Offshore með fjögur skip og Krúnborg Offshore er með stórt skip í smíðum. „Nú skipta þau yfir í olíuiðnað á sjó og starfa á öllum heimsins höfum. Þar starfa Færeyingar. Það skilar góðum tekjum til Færeyinga, það skilar þekkingu. Við vonumst til að aflandsvinnan í olíu geti skilað Færeyingum miklu í framtíðinni, ekki síst þegar rætt er um Grænland, Norðurslóðir og einnig leit við Ísland, þar vonumst við til að geta orðið þátttakendur í þjónustu við olíuleit," segir Jan Müller.
Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54
Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57