Lífið

Mikil spenna í hjónabandinu

Söngkonan Celine Dion hefur verið gift umboðsmanni sínum Réne Angelil í átján ár en í viðtali við tímaritið Vegas Deluxe segir hún að það hafi ekki alltaf verið auðvelt að halda hjónabandinu gangandi.

“Við Réne höfum gengið í gegnum erfiða tíma. Þetta var ekki alltaf auðvelt. Það var spenna á milli okkar. Það er aldrei auðvelt að vera gift og við erum samstarfsfélagar í ofanálag. Við erum líka undir álagi að skipuleggja tónleika, tónleikaferðalög og fleira. Það er erfiðisvinna,” segir Celine en 26 ára aldursmunur er á parinu.

Á brúðkaupsdaginn.
Celine segir samskipti á milli þeirra ekki hafa verið góð fyrr en fyrir um það bil sjö árum síðan. Þá sneri söngkonan sér til vinkonu sinnar sem gaf henni góð ráð.

Með tvíburana Eddy og Nelson sem komu í heiminn árið 2010. Þau eiga einnig son, René-Charles, sem er fæddur í janúar árið 2001.
“Hún kenndi mér að spennan fer ekki. Hún verður verri. Hún kenndi mér að segja hluti á réttan hátt og um raunverulega meiningu samskipta. Það breytti því hvernig við komum fram við hvort annað. Við viljum að hjónaband okkar endist að eilífu.”

Náðu að vinna úr sínum málum.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.