Fór hann illa fram úr rúminu? Jóhann Hauksson skrifar 31. janúar 2013 12:00 Það er áreiðanlega ekki gott að fara veggjarmegin fram úr rúmi sínu á morgnana. Ætla mætti að Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi þó gert það þegar hann hann heyrði nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í vikunni um að atvinnuleysi í landinu hafi verið 4,7% á síðasta ársfjórðungi 2012. 4,7 % segi og skrifa. Hannes snarar sér á kontórinn og skrifar grein undir fyrirsögninni: "Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði." Ég reyni eins og aðrir að taka allt alvarlega sem frá Samtökum atvinnulífsins kemur. Eins og til dæmis þetta sem er að finna í síðustu ársskýrslu samtakanna: "Samtökin leggjast engu að síður gegn því að ríkisstjórnin dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og aðildarviðræðunum verði þannig slitið af Íslands hálfu. Samtökin telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta."Hann vill ekki trúa En það er eins og Hannes trúi ekki eigin skilningarvitum: Að atvinnuleysi sé með því minnsta sem gerist í Evrópu og fólksflótti hafi stöðvast hér á landi. Ólundin skín úr texta hans. Þetta eru bara útlendingar sem koma til landsins, segir hann, og líklega eru vel menntaðir Íslendingar þeir sem helst flytja af landi brott og því lækki menntunarstigið í landinu. "Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði," segir í greininni. Ég hlýt að spyrja: Örlar nokkuð á fordómum í garð útlendinga hér? Er nokkuð verið að ala á þjóðrembu? Að "ómenntaðir útlendingar" komi og taki störfin? Er ekki líka einfaldasta ráðið að greiða hærri laun til að halda í menntað fólk? Það er einmitt full ástæða til að gleðjast þegar viðsnúningur verður. Í fyrsta skipti eftir frjármálahrun í boði Sjálfstæðisflokksins flytjast umtalsvert fleiri til landsins en frá landinu. Reyndar eru íbúar þessa lands einnig býsna ánægðir með horfurnar samanborði við önnur lönd eins og nýlegar fjölþjóðlegar kannanir sýna. Falla hér ekki öll vötn til Dýrafjarðar?Gleðjumst Mér er mikið í mun að reyna að gleðja Hannes, yfirmann hagdeildar SA. Lítum á tölur um flutninga til og frá Svíþjóð og Danmörku þó ekki væri nema til þess að eyða mögulegum fordómum og draga úr bölmóðinum. Allt árið 2009 fluttu um 102 þúsund manns til Svíþjóðar en tæplega 40 þúsund af landi brott. Þar af fluttu um 18.500 Svíar til landsins en tæplega 21 þúsund af landi brott. Landið tapaði sem sagt 2.500 Svíum úr landi um leið og fjölgunin var mikil. Ætli hafi þarna verið um sænskan "spekileka" að ræða Hannes? Á síðasta ársfjórðungi 2009 fluttu 3.375 fleiri til Danmerkur en af landi brott, þar af fluttu 249 fleiri Danir til landsins en fluttu frá landinu. Nú býsnast Hannes yfir því að þeir 625 sem fluttu til Íslands umfram þá sem fóru af landi brott á síðasta ársfjórðungi 2012 hafi að mestu verið útlendingar. Í danska tilvikinu hér að framan eru Danir aðeins um 7% þeirra sem flytjast til landsins umfram þá sem flytjast frá landinu. Hvaða ályktanir vill Hannes draga af þessum samanburði? Er hann kannski bara í áróðurstellingum gegn ríkisstjórninni sem tekist hefur að snúa dæminu við eftir sukktímabil sjálfstæðismanna árin fyrir hrun? Reynum nú að gleðjast Hannes eins og aðrir landsmenn gera þessa dagana.Aðfluttir umfram brottflutta. Mynd/DV Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Tengdar fréttir Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). 31. janúar 2013 06:00 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Það er áreiðanlega ekki gott að fara veggjarmegin fram úr rúmi sínu á morgnana. Ætla mætti að Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi þó gert það þegar hann hann heyrði nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í vikunni um að atvinnuleysi í landinu hafi verið 4,7% á síðasta ársfjórðungi 2012. 4,7 % segi og skrifa. Hannes snarar sér á kontórinn og skrifar grein undir fyrirsögninni: "Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði." Ég reyni eins og aðrir að taka allt alvarlega sem frá Samtökum atvinnulífsins kemur. Eins og til dæmis þetta sem er að finna í síðustu ársskýrslu samtakanna: "Samtökin leggjast engu að síður gegn því að ríkisstjórnin dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og aðildarviðræðunum verði þannig slitið af Íslands hálfu. Samtökin telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta."Hann vill ekki trúa En það er eins og Hannes trúi ekki eigin skilningarvitum: Að atvinnuleysi sé með því minnsta sem gerist í Evrópu og fólksflótti hafi stöðvast hér á landi. Ólundin skín úr texta hans. Þetta eru bara útlendingar sem koma til landsins, segir hann, og líklega eru vel menntaðir Íslendingar þeir sem helst flytja af landi brott og því lækki menntunarstigið í landinu. "Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði," segir í greininni. Ég hlýt að spyrja: Örlar nokkuð á fordómum í garð útlendinga hér? Er nokkuð verið að ala á þjóðrembu? Að "ómenntaðir útlendingar" komi og taki störfin? Er ekki líka einfaldasta ráðið að greiða hærri laun til að halda í menntað fólk? Það er einmitt full ástæða til að gleðjast þegar viðsnúningur verður. Í fyrsta skipti eftir frjármálahrun í boði Sjálfstæðisflokksins flytjast umtalsvert fleiri til landsins en frá landinu. Reyndar eru íbúar þessa lands einnig býsna ánægðir með horfurnar samanborði við önnur lönd eins og nýlegar fjölþjóðlegar kannanir sýna. Falla hér ekki öll vötn til Dýrafjarðar?Gleðjumst Mér er mikið í mun að reyna að gleðja Hannes, yfirmann hagdeildar SA. Lítum á tölur um flutninga til og frá Svíþjóð og Danmörku þó ekki væri nema til þess að eyða mögulegum fordómum og draga úr bölmóðinum. Allt árið 2009 fluttu um 102 þúsund manns til Svíþjóðar en tæplega 40 þúsund af landi brott. Þar af fluttu um 18.500 Svíar til landsins en tæplega 21 þúsund af landi brott. Landið tapaði sem sagt 2.500 Svíum úr landi um leið og fjölgunin var mikil. Ætli hafi þarna verið um sænskan "spekileka" að ræða Hannes? Á síðasta ársfjórðungi 2009 fluttu 3.375 fleiri til Danmerkur en af landi brott, þar af fluttu 249 fleiri Danir til landsins en fluttu frá landinu. Nú býsnast Hannes yfir því að þeir 625 sem fluttu til Íslands umfram þá sem fóru af landi brott á síðasta ársfjórðungi 2012 hafi að mestu verið útlendingar. Í danska tilvikinu hér að framan eru Danir aðeins um 7% þeirra sem flytjast til landsins umfram þá sem flytjast frá landinu. Hvaða ályktanir vill Hannes draga af þessum samanburði? Er hann kannski bara í áróðurstellingum gegn ríkisstjórninni sem tekist hefur að snúa dæminu við eftir sukktímabil sjálfstæðismanna árin fyrir hrun? Reynum nú að gleðjast Hannes eins og aðrir landsmenn gera þessa dagana.Aðfluttir umfram brottflutta. Mynd/DV
Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). 31. janúar 2013 06:00
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun