Enski boltinn

Miðvörðurinn hans Solskjær á leiðinni til Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vegard Forren.
Vegard Forren. Mynd/Nordic Photos/Getty
Norski miðvörðurinn Vegard Forren er á leiðinni til Liverpool samkvæmt fréttum í enskum og norskum miðlum en Molde hefur samþykkt tilboð enska félagsins í leikmanninn sem fer í læknisskoðun á Anfield í kvöld.

Vegard Forren er 24 ára gamall og 186 sm á hæð en hann hefur staðið sig vel hjá Molde og er einn af lykilmönnunum á bak við tvo meistaratitla félagsins undir stjórn Ole Gunnars Solkjær, fyrrum leikmanns Manchester United.

Forren fékk sitt fyrsta tækifæri með norska landsliðinu á síðasta ári og spilar fimm landsleiki á árinu. Hann var þó á bekknum þegar Norðmenn töpuðu fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum.

Forren hefur verið orðaður við fleiri lið. Everton hafði einnig sýnt leikmanninum áhuga en svo virðist sem að Liverpool hafi haft betur en nágrannarnir í Stanley Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×