Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar 14. janúar 2013 11:54 Jón Páll Sigmarsson Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur „dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu," eins og hann orðar það í grein sinni. Þannig lýsir Birgir því meðal annars hvernig tveir íslenskir íþróttamenn úr kraftagreinum hefðu verið bráðkvaddir árið 1993. Birgir nefnir raunar Jón Pál Sigmarsson aldrei á nafn, en það fer ekki á milli mála að hann vísar til hans þegar fram kemur að sterar hafi fundist í líkamssýnum aflraunamannsins eftir andlát hans. Birgir skrifar: „Erlendir fjölmiðlar birtu fregnir af láti hans. Meðal annarra birti fréttamaður London Times fréttina og ályktaði eins og fleiri að sterar væru orsökin eins og þekkt var hjá einstaklingum í þessari grein íþrótta. Hann gjörþekkti heim lyfjamisnotkunar og var t.d. fyrirlesari á þingum AÓN. Fréttamaðurinn fékk upphringingu frá sendiherra Íslands í London og var hundskammaður fyrir að birta slíkt níð um merkan Íslending." Sjálfur segir Birgir að hann hafi kynnt lögregluyfirvöldum, mennta(íþrótta)- og dómsmálaráðherra persónulega hvernig slík mál væru meðhöndluð á alþjóðavettvangi og hvaða þýðingu birtar upplýsingar hefðu sem aðvörun til ungmenna. Ráðuneytisstjóra forsætisráðherra voru afhent ítarleg gögn að sögn Birgis. „Ekkert gerðist," skrifar Birgis og bætir við: „Mikil var undrun fréttamanns London Times þegar hann frétti að á heiðursminningalista í bók um íþróttamanninn var nafn forseta Íslands efst og einnig forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Hann þekkti ekki til þess að íþróttamaður sem létist vegna lyfjamisnotkunar væri hylltur af æðstu yfirvöldum og taldi þetta fréttnæmt." Aftur á Birgir við Jón Pál. Birgir segir að svo hafi orðið nokkur bót á í málum varðandi lyfjamisnotkun. Hann skrifar að með stuðningi AÓN voru hér á landi hafin námskeið um íþróttalæknisfræði árið 1992 og áhersla m.a. lögð á lyfjamisnotkun. „Jákvæð sýni fundust af og til við prófanir og voru afgreidd umtölulaust samkvæmt löngu mótuðum reglum og starfsferlum ÍSÍ án nokkurra mótmæla eða afskipta íþróttaforustunnar eða utanaðkomandi aðila," skrifar Birgir. En svo verða breytingar á. Hann skrifar: „Þetta breyttist árið 2001. Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ." Birgir bætir við: „Undirritaður sem sat í Læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, var formaður þriggja laganefnda íþróttahreyfingarinnar og hafði stjórnað lyfjaeftirliti á Heimsmeistaramótum og Smáþjóðaleikum var ásakaður um klaufaskap og fáfræði um lyfjareglur. Eins og gerist í gjörspilltum þjóðfélögum höfðu þessir aðilar betur þrátt fyrir skýra skjalfesta afstöðu Alþjóðaólympíunefndarinnar og viðkomandi alþjóðasérsambands. Með þessu lauk trúverðugu lyfjaeftirliti á Íslandi og fræðslu um íþróttalæknisfræði." Hægt er að lesa grein Birgis í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur „dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu," eins og hann orðar það í grein sinni. Þannig lýsir Birgir því meðal annars hvernig tveir íslenskir íþróttamenn úr kraftagreinum hefðu verið bráðkvaddir árið 1993. Birgir nefnir raunar Jón Pál Sigmarsson aldrei á nafn, en það fer ekki á milli mála að hann vísar til hans þegar fram kemur að sterar hafi fundist í líkamssýnum aflraunamannsins eftir andlát hans. Birgir skrifar: „Erlendir fjölmiðlar birtu fregnir af láti hans. Meðal annarra birti fréttamaður London Times fréttina og ályktaði eins og fleiri að sterar væru orsökin eins og þekkt var hjá einstaklingum í þessari grein íþrótta. Hann gjörþekkti heim lyfjamisnotkunar og var t.d. fyrirlesari á þingum AÓN. Fréttamaðurinn fékk upphringingu frá sendiherra Íslands í London og var hundskammaður fyrir að birta slíkt níð um merkan Íslending." Sjálfur segir Birgir að hann hafi kynnt lögregluyfirvöldum, mennta(íþrótta)- og dómsmálaráðherra persónulega hvernig slík mál væru meðhöndluð á alþjóðavettvangi og hvaða þýðingu birtar upplýsingar hefðu sem aðvörun til ungmenna. Ráðuneytisstjóra forsætisráðherra voru afhent ítarleg gögn að sögn Birgis. „Ekkert gerðist," skrifar Birgis og bætir við: „Mikil var undrun fréttamanns London Times þegar hann frétti að á heiðursminningalista í bók um íþróttamanninn var nafn forseta Íslands efst og einnig forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Hann þekkti ekki til þess að íþróttamaður sem létist vegna lyfjamisnotkunar væri hylltur af æðstu yfirvöldum og taldi þetta fréttnæmt." Aftur á Birgir við Jón Pál. Birgir segir að svo hafi orðið nokkur bót á í málum varðandi lyfjamisnotkun. Hann skrifar að með stuðningi AÓN voru hér á landi hafin námskeið um íþróttalæknisfræði árið 1992 og áhersla m.a. lögð á lyfjamisnotkun. „Jákvæð sýni fundust af og til við prófanir og voru afgreidd umtölulaust samkvæmt löngu mótuðum reglum og starfsferlum ÍSÍ án nokkurra mótmæla eða afskipta íþróttaforustunnar eða utanaðkomandi aðila," skrifar Birgir. En svo verða breytingar á. Hann skrifar: „Þetta breyttist árið 2001. Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ." Birgir bætir við: „Undirritaður sem sat í Læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, var formaður þriggja laganefnda íþróttahreyfingarinnar og hafði stjórnað lyfjaeftirliti á Heimsmeistaramótum og Smáþjóðaleikum var ásakaður um klaufaskap og fáfræði um lyfjareglur. Eins og gerist í gjörspilltum þjóðfélögum höfðu þessir aðilar betur þrátt fyrir skýra skjalfesta afstöðu Alþjóðaólympíunefndarinnar og viðkomandi alþjóðasérsambands. Með þessu lauk trúverðugu lyfjaeftirliti á Íslandi og fræðslu um íþróttalæknisfræði." Hægt er að lesa grein Birgis í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00