Adam "Pacman" Jones, leikmaður Cincinnati Bengals í NFL-deildinni, er duglegastur allra í deildinni að leita uppi vandræði. Hann var handtekinn enn eina ferðina í gær.
Að þessu sinni var hann með dólg og leiðindi í bíl sem var stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Hegðun Pacman leiddi til þess að honum var stungið í steininn sem og félaga hans. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur en hann vildi ekki blása í áfengismæli er lögreglan bað hann um það.
Þetta er önnur handtaka Pacman í ár en hann var einnig handtekinn í sumar fyrir að slá konu á bar. Það mál fer fyrir dómstóla í byrjun næsta mánaðar.
Handtakan í gær er í það minnsta sú áttunda síðan Pacman byrjaði að spila í deildinni árið 2005. Hann var þess utan í banni alla leiktíðina 2007.
Handtekinn átta sinnum á átta árum

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti


„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn