Nýr þriggja strokka Hyundai i20 1. febrúar 2013 10:15 Smár en snotur i20 frá Hyundai með lítilli og eyðslugrannri vél Hefur fengið andlitslyftingu og nýja sparneytna vél. Hyundai i20 bíllinn hefur nú fengið nýja og snaggaralega þriggja strokka dísilvél, sem er spör á sopann. Nýja vélin er aðeins 1,1 lítri að rúmmáli, skilar 75 hestöflum með hjálp túrbínu og 180 Nm í togi. Hún eyðir aðeins 3,8 lítrum í blönduðum akstri og 3,4 lítrum í langkeyrslu. Þessi nýi Hyundai i20 er með breytta innréttingu og hönnun framendans hefur nú fengið svip annara Hyundai bíla. Hyundai i20 með þessari nýju vél kostar nú 2.790.000 kr hjá söluaðila Hyundai á Íslandi, BL. Hann verður frumsýndur hjá Hyundai umboðinu í Kauptúni í Garðabæ um helgina. Þar verður einnig til sýnis ný útgáfa af Hyundai i30 wagon sem ekki hefur sést áður. Hægt verður að reynsluaka báðum bílunum á laugardaginn milli kl. 12 og 16. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent
Hefur fengið andlitslyftingu og nýja sparneytna vél. Hyundai i20 bíllinn hefur nú fengið nýja og snaggaralega þriggja strokka dísilvél, sem er spör á sopann. Nýja vélin er aðeins 1,1 lítri að rúmmáli, skilar 75 hestöflum með hjálp túrbínu og 180 Nm í togi. Hún eyðir aðeins 3,8 lítrum í blönduðum akstri og 3,4 lítrum í langkeyrslu. Þessi nýi Hyundai i20 er með breytta innréttingu og hönnun framendans hefur nú fengið svip annara Hyundai bíla. Hyundai i20 með þessari nýju vél kostar nú 2.790.000 kr hjá söluaðila Hyundai á Íslandi, BL. Hann verður frumsýndur hjá Hyundai umboðinu í Kauptúni í Garðabæ um helgina. Þar verður einnig til sýnis ný útgáfa af Hyundai i30 wagon sem ekki hefur sést áður. Hægt verður að reynsluaka báðum bílunum á laugardaginn milli kl. 12 og 16.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent