Beinir linsunni að listakonum Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. febrúar 2013 11:00 Hulda Sif Ásmundsdóttir myndaði 33 listakonur á aldrinum 25-35 ára fyrir útskriftarverkefni sitt úr Ljósmyndaskólanum. Fréttablaðið/gva „Ég var svolítið að ögra sjálfri mér með verkefninu en einhvern veginn hefur mér hingað til þótt erfiðara að mynda stelpur en stráka. Ég veit ekki alveg af hverju en það á ekki við lengur," segir Hulda Sif Ásmundsdóttir, sem er ein af nemendum Ljósmyndaskólans og sýnir verk sitt í útskriftarsýningu skólans sem hefst um helgina. Lokaverkefni Huldu Sifjar er portrettmyndir af 33 íslenskum listakonum á aldrinum 25-35 ára. Myndirnar voru teknar þar sem list þeirra verður til, á heimilinu eða vinnustofum. Í verkefninu taka meðal annarra þátt myndlistarkonur, dansarar, teiknimyndahönnuður og tónlistarkonur sem allar eiga það sameiginlegt að lifa af listinni. „Mig hefur lengi langað til að gera einhvers konar portrettseríu og taka fyrir stelpur af minni kynslóð. Það var því kjörið að gera það að lokaverkefninu mínu. Markmiðið var að varpa ljósi á allar þessar kláru stelpur og þeirra list. Þetta gekk framar vonum og flestir sem ég hafði samband við tóku vel á móti mér," segir Hulda Sif og bætir við að hún hafi fundið fyrir miklum meðbyr með verkefninu í gegnum allt ferlið. „Mér fannst mikilvægt að fara til þeirra og mynda stelpurnar þar sem sköpunin á sér stað. Það var líka til að ögra sjálfri mér, hafa samband við ókunnuga og mynda þær á sínum heimavelli." Hulda Sif eltist meðal annars við íslenskar listakonur búsettar í Kaupmannahöfn og Berlín er hún vann að verkefninu í haust sem eykur fjölbreytnina. Hún er ánægð með útkomuna en ferlið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. „Harði diskurinn minn ákvað að hrynja fyrir tveimur vikum síðan og ég endaði með að þurfa að taka myndir af fjórum listakonum aftur. Þær voru sem betur fer allar á landinu og tóku þessum leiðindum vel. Það var smá paník ástand svona rétt fyrir sýninguna." Á sýningunni verða 15 myndir prentaðar og rammaðar inn en svo hefur Hulda Sif látið útbúa bók með öllum 33 myndunum sem verður á sýningunni. „Ég finn á mér að bókin er enn þá verk í vinnslu enda listinn yfir stelpurnar ekki tæmandi og svo mörg fleiri nöfn sem eiga heima þarna. Það er aldrei að vita hvað verður úr þessu." Fjölbreytnin er í fyrirrúmi á lokasýningu Ljósmyndaskólans þar sem viðfangsefnin eru portrett, skrásetning, persónuleg sjálfsskoðun, tískumyndir og landslagsljósmyndun. Sýningin hefst á laugardaginn klukkan 15 og er til húsa í Hugmyndahúsi Háskólanna að Grandagarði 2. Hún stendur til 10. febrúar. Spurð hvað tekur við að loknu náminu stendur ekki á svari hjá Huldu Sif. „Mig langar að mynda og ég vona að ég fái tækifæri til að gera það áfram." Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Ég var svolítið að ögra sjálfri mér með verkefninu en einhvern veginn hefur mér hingað til þótt erfiðara að mynda stelpur en stráka. Ég veit ekki alveg af hverju en það á ekki við lengur," segir Hulda Sif Ásmundsdóttir, sem er ein af nemendum Ljósmyndaskólans og sýnir verk sitt í útskriftarsýningu skólans sem hefst um helgina. Lokaverkefni Huldu Sifjar er portrettmyndir af 33 íslenskum listakonum á aldrinum 25-35 ára. Myndirnar voru teknar þar sem list þeirra verður til, á heimilinu eða vinnustofum. Í verkefninu taka meðal annarra þátt myndlistarkonur, dansarar, teiknimyndahönnuður og tónlistarkonur sem allar eiga það sameiginlegt að lifa af listinni. „Mig hefur lengi langað til að gera einhvers konar portrettseríu og taka fyrir stelpur af minni kynslóð. Það var því kjörið að gera það að lokaverkefninu mínu. Markmiðið var að varpa ljósi á allar þessar kláru stelpur og þeirra list. Þetta gekk framar vonum og flestir sem ég hafði samband við tóku vel á móti mér," segir Hulda Sif og bætir við að hún hafi fundið fyrir miklum meðbyr með verkefninu í gegnum allt ferlið. „Mér fannst mikilvægt að fara til þeirra og mynda stelpurnar þar sem sköpunin á sér stað. Það var líka til að ögra sjálfri mér, hafa samband við ókunnuga og mynda þær á sínum heimavelli." Hulda Sif eltist meðal annars við íslenskar listakonur búsettar í Kaupmannahöfn og Berlín er hún vann að verkefninu í haust sem eykur fjölbreytnina. Hún er ánægð með útkomuna en ferlið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. „Harði diskurinn minn ákvað að hrynja fyrir tveimur vikum síðan og ég endaði með að þurfa að taka myndir af fjórum listakonum aftur. Þær voru sem betur fer allar á landinu og tóku þessum leiðindum vel. Það var smá paník ástand svona rétt fyrir sýninguna." Á sýningunni verða 15 myndir prentaðar og rammaðar inn en svo hefur Hulda Sif látið útbúa bók með öllum 33 myndunum sem verður á sýningunni. „Ég finn á mér að bókin er enn þá verk í vinnslu enda listinn yfir stelpurnar ekki tæmandi og svo mörg fleiri nöfn sem eiga heima þarna. Það er aldrei að vita hvað verður úr þessu." Fjölbreytnin er í fyrirrúmi á lokasýningu Ljósmyndaskólans þar sem viðfangsefnin eru portrett, skrásetning, persónuleg sjálfsskoðun, tískumyndir og landslagsljósmyndun. Sýningin hefst á laugardaginn klukkan 15 og er til húsa í Hugmyndahúsi Háskólanna að Grandagarði 2. Hún stendur til 10. febrúar. Spurð hvað tekur við að loknu náminu stendur ekki á svari hjá Huldu Sif. „Mig langar að mynda og ég vona að ég fái tækifæri til að gera það áfram."
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira