Lýðræði í blíðu og stríðu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Ísland er lýðræðisríki. Lýðurinn ræður. Það er talið skapa frið í samfélaginu þar sem tekið er tillit til allra hagsmuna, og leitast er við að finna sem bestu lausnina fyrir sem flesta. Lýðræði er gott ef það virkar. Lýðræðisröðin frá 2010 sýnir að Noregur kemur í fyrsta sæti sem lýðræðislegasta ríki heims út frá meðal annars stjórnmálamenningu. Forsendur góðrar stjórnmálamenningar verður efni greinarinnar.Mikilvægi gagnrýnnar hugsunar Hið opinbera líf Vesturlandabúa hefst í leikskólanum og hjá sumum í grunnskólanum. Skólinn mótar okkur og kennir okkur grundvallaratriði sem góður samfélagsþegn þarf að kunna. Að skilja muninn á réttu og röngu, muninn á slæmum rökum og góðum og hvernig við eigum að gera okkar hugmyndir um lífið skiljanlegar. Skólinn á líka að gefa okkur yfirsýn yfir hvers vegna heimurinn er eins og hann er og hvort okkar hugmyndir hafi verið hugsaðar áður og þá til hvers þær hafi leitt og verkfæri til að geta haft góð áhrif og skilið samfélagið. Þar sem sumir mennta sig ekki umfram grunnskólanám er afar mikilvægt að grunnskólinn uppfylli þessar kröfur. Í samtölum við norska vini hef ég dregið þá ályktun að það sé munur á kennsluaðferðum á Íslandi og í Noregi, efnið var gert lifandi fyrir þeim á annan hátt en ég hef upplifað. Þeir muna smáatriði frá fyrstu árum grunnskólans á meðan ég man varla neitt af því sem ég lærði. Þetta virðist vera upplifun mjög margra sem hafa gengið í skóla á Íslandi. Hér vantar rökræðu sem leiðir til djúps skilnings og notast er meira við utanbókarlærdóm sem situr ekki til lengdar. Mér líður eins og ég þurfi að læra heimssöguna upp á nýtt til þess að skilja hvað er í gangi í dag. Ég held að ástæðan sé skólamenningin í samfélaginu. Ef samfélagið krefst þess ekki af þér að þú skiljir söguna og sért gagnrýnin þá er ekki skrítið að kennarar krefjist þess ekki heldur.Upplýstur almenningur Til þess að lýðræði virki vel þurfa borgararnir að vera upplýstir um málefni líðandi stundar. Á litlu landi er erfitt að halda uppi góðum fréttamiðlum ef þeir eru háðir sölu auglýsinga og áskrifendum. Í Noregi er notast við víðfeðman kerfisbundinn opinberan fjárstuðning við miðla. Hugmyndafræði kerfisins er að breið og góð umræða sé mikilvæg góðu samfélagi og lýðræði og þess vegna er peningunum talið vera vel varið. Auðvitað er erfitt að koma á álíka kerfi á Íslandi eins og ástandið er, en það er þó mikilvægt að hafa í huga hversu mikils virði góðir fréttamiðlar eru. Auk fjárskorts er vandamálið að íslenskir miðlar vilja ekki hafa hátt um frá hvaða sjónarhorni þeir skrifa. Þetta veldur því að fölsk hugmynd um óháð skrif gerir umræðuna enn minna upplýsta en hún gæti verið ef forsendur væru uppi á borðum. Í ljósi þessa er ástandið á RÚV, sem er einn af fáum fréttamiðlum sem getur talist nánast óháður einkaaðilum, hræðilegt. Sem Íslendingur í útlöndum er ég oft spurð um ástæður efnahagshrunsins á Íslandi. Undanfarið hefur svarið mitt verið: Lélegt lýðræði. Þegar illa upplýstur og ógagnrýninn almenningur ræður verða ekki góðar ákvarðarnir teknar í kosningum og þá vantar hollt aðhald að stjórnmálaöflum. Það er ekki nóg að kjósa og láta svo eins og við höfum ekki borið ábyrgð á efnahagshruninu. Við kjósum fólk til að stjórna fyrir okkur og sem umbjóðendur þess verðum við að fylgjast með og láta vita þegar illa gengur, ekki treysta kjörnum fulltrúum í blindni. Við verðum líka að lesa okkur til og vera upplýst um það sem fulltrúar okkar eru að gera. Þannig virkar gott lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er lýðræðisríki. Lýðurinn ræður. Það er talið skapa frið í samfélaginu þar sem tekið er tillit til allra hagsmuna, og leitast er við að finna sem bestu lausnina fyrir sem flesta. Lýðræði er gott ef það virkar. Lýðræðisröðin frá 2010 sýnir að Noregur kemur í fyrsta sæti sem lýðræðislegasta ríki heims út frá meðal annars stjórnmálamenningu. Forsendur góðrar stjórnmálamenningar verður efni greinarinnar.Mikilvægi gagnrýnnar hugsunar Hið opinbera líf Vesturlandabúa hefst í leikskólanum og hjá sumum í grunnskólanum. Skólinn mótar okkur og kennir okkur grundvallaratriði sem góður samfélagsþegn þarf að kunna. Að skilja muninn á réttu og röngu, muninn á slæmum rökum og góðum og hvernig við eigum að gera okkar hugmyndir um lífið skiljanlegar. Skólinn á líka að gefa okkur yfirsýn yfir hvers vegna heimurinn er eins og hann er og hvort okkar hugmyndir hafi verið hugsaðar áður og þá til hvers þær hafi leitt og verkfæri til að geta haft góð áhrif og skilið samfélagið. Þar sem sumir mennta sig ekki umfram grunnskólanám er afar mikilvægt að grunnskólinn uppfylli þessar kröfur. Í samtölum við norska vini hef ég dregið þá ályktun að það sé munur á kennsluaðferðum á Íslandi og í Noregi, efnið var gert lifandi fyrir þeim á annan hátt en ég hef upplifað. Þeir muna smáatriði frá fyrstu árum grunnskólans á meðan ég man varla neitt af því sem ég lærði. Þetta virðist vera upplifun mjög margra sem hafa gengið í skóla á Íslandi. Hér vantar rökræðu sem leiðir til djúps skilnings og notast er meira við utanbókarlærdóm sem situr ekki til lengdar. Mér líður eins og ég þurfi að læra heimssöguna upp á nýtt til þess að skilja hvað er í gangi í dag. Ég held að ástæðan sé skólamenningin í samfélaginu. Ef samfélagið krefst þess ekki af þér að þú skiljir söguna og sért gagnrýnin þá er ekki skrítið að kennarar krefjist þess ekki heldur.Upplýstur almenningur Til þess að lýðræði virki vel þurfa borgararnir að vera upplýstir um málefni líðandi stundar. Á litlu landi er erfitt að halda uppi góðum fréttamiðlum ef þeir eru háðir sölu auglýsinga og áskrifendum. Í Noregi er notast við víðfeðman kerfisbundinn opinberan fjárstuðning við miðla. Hugmyndafræði kerfisins er að breið og góð umræða sé mikilvæg góðu samfélagi og lýðræði og þess vegna er peningunum talið vera vel varið. Auðvitað er erfitt að koma á álíka kerfi á Íslandi eins og ástandið er, en það er þó mikilvægt að hafa í huga hversu mikils virði góðir fréttamiðlar eru. Auk fjárskorts er vandamálið að íslenskir miðlar vilja ekki hafa hátt um frá hvaða sjónarhorni þeir skrifa. Þetta veldur því að fölsk hugmynd um óháð skrif gerir umræðuna enn minna upplýsta en hún gæti verið ef forsendur væru uppi á borðum. Í ljósi þessa er ástandið á RÚV, sem er einn af fáum fréttamiðlum sem getur talist nánast óháður einkaaðilum, hræðilegt. Sem Íslendingur í útlöndum er ég oft spurð um ástæður efnahagshrunsins á Íslandi. Undanfarið hefur svarið mitt verið: Lélegt lýðræði. Þegar illa upplýstur og ógagnrýninn almenningur ræður verða ekki góðar ákvarðarnir teknar í kosningum og þá vantar hollt aðhald að stjórnmálaöflum. Það er ekki nóg að kjósa og láta svo eins og við höfum ekki borið ábyrgð á efnahagshruninu. Við kjósum fólk til að stjórna fyrir okkur og sem umbjóðendur þess verðum við að fylgjast með og láta vita þegar illa gengur, ekki treysta kjörnum fulltrúum í blindni. Við verðum líka að lesa okkur til og vera upplýst um það sem fulltrúar okkar eru að gera. Þannig virkar gott lýðræði.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar