Kvikmynd um nasistauppvakninga tekin upp á Íslandi Valur Grettisson skrifar 10. júlí 2013 11:55 Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa vart undan því að sinna erlendu tökuliði sem vill búa til kvikmyndir hér á landi. Nýjasta viðbótin er þó öllu nýstárlegri en þær kvikmyndir sem hafa verið teknar upp hér á landi, en sú fjallar um nasista og uppvakninga. Það var árið 2009 sem norski leikstjórinn Tommy Wirkola frumsýndi grínhrollvekju sína, Dead Snow. Umfjöllunarefni myndarinnar er nokkuð hefðbundið - með einu fráviki þó. Sagan segir frá nokkrum vinum sem fara í frí í fjallakofa í afskekktum firði í Noregi. Þar hitta þau fyrir dularfullan mann sem upplýsir þau um að nasistar hafi hertekið fjörðinn í seinni heimstyrjöldinni. Nasistarnir reyndust heldur illskeyttir og hlutu að lokum hörmuleg endalok. Í myndinni snúa þeir aftur sem grimmir uppvakningar og herja á ungmennin - sem verjast þó fimlega árásum ófreskjanna. Kvikmyndin skaut leikstjóranum á stjörnuhimininn og leikstýrði hann meðal annars hrollvekju um nornaveiðar Hans og Grétu, en óskarsverðlaunaleikarinn Jeremy Renner lék aðalhlutverkið í myndinni. Nú stendur til að kvikmynda framhaldið - Dead snow: War of the dead. Það er Sagafilm sem aðstoðar myndatökumenn við framleiðsluna hér á landi og samkvæmt erlendum vefsíðum munu upptökur hefjast í ágúst eða september. Söguþráður nýju myndarinnar er ekki mjög frábrugðin þeirri fyrri, utan að fleiri uppvakningar munu láta sjá sig samkvæmt tilkynningu frá leikstjóranum sjálfum, og var birt á erlendum vefsíðum fyrr á árinu. Það er því ekki ólíklegt að íslenskir leikarar fái að spreyta sig sem uppvakningar í nasistafötum. Hér fyrir ofan má sjá stiklu úr myndinni. Við vörum samt viðkvæma við, enda um hryllingsmynd að ræða. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa vart undan því að sinna erlendu tökuliði sem vill búa til kvikmyndir hér á landi. Nýjasta viðbótin er þó öllu nýstárlegri en þær kvikmyndir sem hafa verið teknar upp hér á landi, en sú fjallar um nasista og uppvakninga. Það var árið 2009 sem norski leikstjórinn Tommy Wirkola frumsýndi grínhrollvekju sína, Dead Snow. Umfjöllunarefni myndarinnar er nokkuð hefðbundið - með einu fráviki þó. Sagan segir frá nokkrum vinum sem fara í frí í fjallakofa í afskekktum firði í Noregi. Þar hitta þau fyrir dularfullan mann sem upplýsir þau um að nasistar hafi hertekið fjörðinn í seinni heimstyrjöldinni. Nasistarnir reyndust heldur illskeyttir og hlutu að lokum hörmuleg endalok. Í myndinni snúa þeir aftur sem grimmir uppvakningar og herja á ungmennin - sem verjast þó fimlega árásum ófreskjanna. Kvikmyndin skaut leikstjóranum á stjörnuhimininn og leikstýrði hann meðal annars hrollvekju um nornaveiðar Hans og Grétu, en óskarsverðlaunaleikarinn Jeremy Renner lék aðalhlutverkið í myndinni. Nú stendur til að kvikmynda framhaldið - Dead snow: War of the dead. Það er Sagafilm sem aðstoðar myndatökumenn við framleiðsluna hér á landi og samkvæmt erlendum vefsíðum munu upptökur hefjast í ágúst eða september. Söguþráður nýju myndarinnar er ekki mjög frábrugðin þeirri fyrri, utan að fleiri uppvakningar munu láta sjá sig samkvæmt tilkynningu frá leikstjóranum sjálfum, og var birt á erlendum vefsíðum fyrr á árinu. Það er því ekki ólíklegt að íslenskir leikarar fái að spreyta sig sem uppvakningar í nasistafötum. Hér fyrir ofan má sjá stiklu úr myndinni. Við vörum samt viðkvæma við, enda um hryllingsmynd að ræða.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira