Sáttatillögu stúdenta hafnað af stjórn LÍN Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. júlí 2013 07:30 Krafa um námsframvindu fer úr 18 einingum upp í 22 einingar til þess að stúdentar hljóti óskert námslán. María Rut Kristinsdóttir er ósátt við þetta. „Þetta eru vonbrigði,“ segir María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem í gær fundaði með stjórn LÍN um fyrirhugaðar breytingar á útlánareglum sjóðsins. Á fundinum hafnaði stjórnin sáttatillögum stúdenta. „Við komum þarna inn með sparnaðartillögur upp á nær hálfan milljarð, til að koma til móts við stjórnina. Það var ekkert gert við þær og stjórnin sagðist ekki hafa tíma til að fara yfir þær,“ útskýrir María. „Við fundum lausnir sem virkilega spara peninga fyrir Lánasjóðinn. Okkur finnst ekki gaman að leggja til sparnað við Lánasjóðinn, en við skiljum að ef er krafa um niðurskurð þá verðum við að mæta henni.“ Þannig verða kröfur um námsframvindu auknar úr 60 prósentum í 75 prósent af 30 eininga önn. Krafan fer því úr 18 einingum upp í 22 einingar til þess að stúdentar hljóti óskert námslán. Stjórn LÍN bað fulltrúa stúdentaráðs um að víkja af fundinum á meðan tillögur stúdentaráðs voru yfirfarnar. „Þannig að pólitíski hluti stjórnarinnar var þeir sem sátu eftir,“ bætir María við. Stúdentar fengu þrjá liði sinna tillagna í gegn. „Breytingarnar munu ekki snerta námsframvindukröfur fatlaðra eða öryrkja. Einnig munu þær ekki ná til þeirra sem eiga minna en 22 einingar eftir til útskriftar og eru á sinni síðustu önn. Í þriðja lagi verður núna litið til alls ársins, en ekki bara annarinnar. Það er samt bara frestun á vandamálinu,“ segir María að lokum. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
„Þetta eru vonbrigði,“ segir María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem í gær fundaði með stjórn LÍN um fyrirhugaðar breytingar á útlánareglum sjóðsins. Á fundinum hafnaði stjórnin sáttatillögum stúdenta. „Við komum þarna inn með sparnaðartillögur upp á nær hálfan milljarð, til að koma til móts við stjórnina. Það var ekkert gert við þær og stjórnin sagðist ekki hafa tíma til að fara yfir þær,“ útskýrir María. „Við fundum lausnir sem virkilega spara peninga fyrir Lánasjóðinn. Okkur finnst ekki gaman að leggja til sparnað við Lánasjóðinn, en við skiljum að ef er krafa um niðurskurð þá verðum við að mæta henni.“ Þannig verða kröfur um námsframvindu auknar úr 60 prósentum í 75 prósent af 30 eininga önn. Krafan fer því úr 18 einingum upp í 22 einingar til þess að stúdentar hljóti óskert námslán. Stjórn LÍN bað fulltrúa stúdentaráðs um að víkja af fundinum á meðan tillögur stúdentaráðs voru yfirfarnar. „Þannig að pólitíski hluti stjórnarinnar var þeir sem sátu eftir,“ bætir María við. Stúdentar fengu þrjá liði sinna tillagna í gegn. „Breytingarnar munu ekki snerta námsframvindukröfur fatlaðra eða öryrkja. Einnig munu þær ekki ná til þeirra sem eiga minna en 22 einingar eftir til útskriftar og eru á sinni síðustu önn. Í þriðja lagi verður núna litið til alls ársins, en ekki bara annarinnar. Það er samt bara frestun á vandamálinu,“ segir María að lokum.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira