Lífið

BAFTA verðlaunar George Clooney

George Clooney hlýtur hin eftirsóttu Stanley Kubrick-verðlaun þann 9. nóvember næstkomandi.
George Clooney hlýtur hin eftirsóttu Stanley Kubrick-verðlaun þann 9. nóvember næstkomandi.
Breska kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademían (BAFTA) mun verðlauna leikarann og leikstjórann George Clooney fyrir ævistarf sitt.

Verðlaunin sem Clooney hlýtur eru kennd við leikstjórann Stanley Kubrick og eru veitt þeim leikara sem skarað hefur fram úr á hvíta tjaldinu. Í tilkynningu frá BAFTA segir að verðlaunin séu veitt „…einstaklingi sem skarar fram úr, aðila sem hefur unnið verk sem ber vott um sterk höfundareinkenni og festu, og þeim sem lyft hefur greininni á hærra plan“.

Stjórnarformaður BAFTA, Gary Dartnall, lofsamar leikarann í tilkynningunni. „George Clooney er án alls vafa einn af mestu listamönnum kvikmyndageirans. Verk hans hafa hreyft við áhorfendum frá öllum heimshornum.“

Leikarinn mun hljóta viðurkenninguna þann 9. nóvember. Aðrir sem hlotið hafa viðurkenninguna í gegnum tíðina eru til dæmis þeir Warren Beatty, Jeff Bridges, Daniel Day Lewis, Clint Eastwood, Steven Spielberg og Denzel Washington.- ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.