Innlent

Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skýrngarmynd af "shaken baby syndrome“ sem birtist í Fréttablaðinu í mars á þessu ári.
Skýrngarmynd af "shaken baby syndrome“ sem birtist í Fréttablaðinu í mars á þessu ári.
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári.

Maðurinn er ákærður fyrir að hrista dóttur sína með slíkri hörku að hún lést vegna blæðingar í  heila.

Umrætt atvik átti sér stað þann 17. mars 2013 þegar maðurinn var einn heima með dóttur sinni. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og í framhaldinu af því úrskurðaður í farbann þann 26. mars.

Eftir rannsókn í málinu kom fram bráðabirgðaniðurstaða sem benti til þess að barnið hafi látist af völdum blæðinga í heila eftir svokallað „shaken baby syndrome“.

Hér að ofan má sjá mynd þar sem „shaken baby syndrome“ er útskýrt nánar en Fréttablaðið fjallaði um málið í mars.

Maðurinn hefur ítrekað verið úrskurðaður í farbann eftir atvikið.

Hér að ofan má sjá einkenni „shaken baby syndrome“ á skýringarmynd sem birtist í fréttum Stöðvar 2 í sumar um mál þar sem maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi árið 2002 fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs sem var í daggæslu hjá honum.

Hann hefur ávallt staðið í þeirri meiningu að hann sé saklaus og vinnur nú að því að hreinsa mannorð sitt.

Hér að neðan má síðan sjá myndband þar sem barnadauði af völdum „shaken baby syndrome“ er annars vegar útskýrður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×