Heimurinn fylgist með RÚV Erlendir tónlistarmenn skrifar 5. desember 2013 06:00 Ísland er menningarþjóð. Við undirrituð vitum þetta vel af eigin reynslu. Við erum tónlistarfólk frá ýmsum löndum: hljómsveitarstjórar, hljóðfæraleikarar, söngkona og tónskáld. Við eigum það sameiginlegt að hafa öll haldið eftirminnilega tónleika fyrir forvitna, víðsýna og menntaða áheyrendur á Íslandi. Við höfum miklar áhyggjur af framtíð Ríkisútvarpsins á Íslandi. Okkur hefur borist til eyrna að í síðustu viku hafi 39 verið sagt upp störfum samstundis og að hótað sé enn fleiri uppsögnum. Rás 1, menningarrásin, hefur fengið harðasta skellinn, ekki síst tónlistardeildin. Af öllu starfsliði hennar eru nú aðeins tveir eftir. Framvegis verða þar engir sérfræðingar í barokktónlist, djassi eða samtímatónlist, enginn kynnir frá sinfóníutónleikum, enginn sérmenntaður tónmeistari til að hljóðrita klassískan tónlistarflutning. Allt frá því að Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 hefur það verið meginstoð í íslensku menningarlífi. Það hefur sent út metnaðarfulla þætti og hljóðritað þúsundir tónleika. Hljóðritasafn Ríkisútvarpsins er ómetanleg heimild um tónlistarflutning á Íslandi á 20. og 21. öld. Við höfum öll verið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með frábæru starfsfólki RÚV; þau hafa hljóðritað og sent út tónleika okkar í Háskólabíói, Hörpu, Laugardalshöllinni og fleiri tónleikastöðum. Okkur þykir grátlegt að nú sé þessu metnaðarfulla starfi teflt í tvísýnu. Við höfum fullan skilning á því að Ísland er í vanda statt hvað efnahag varðar. En við gerum okkur einnig grein fyrir því að RÚV hefur gegnt lykilhlutverki í íslensku þjóðlífi, verið „háskóli fólksins“, farvegur gagnrýninnar umræðu og hefur staðið vörð um hugsjón um upplýst, menntað samfélag. Hinn grimmilegi niðurskurður á Ríkisútvarpinu er ekki nauðsyn, heldur ákaflega misráðið val. Með brottrekstrinum er gerð atlaga að einni af meginstoðum íslensks tónlistarlífs. Þessi ákvörðun er til marks um forgangsröðun sem brýtur gegn lögbundnu hlutverki RÚV, þar sem kveðið er á um að stofnunin skuli uppfylla „menningarlegar þarfir“ íslensku þjóðarinnar. Við undirrituð hvetjum stjórn RÚV, Alþingi Íslendinga og menntamálaráðherra að beita sér í málinu þegar í stað. Heimurinn fylgist með ykkur.Vladimir Ashkenazy píanóleikari og hljómsveitarstjóriLeif Ove Andsnes píanóleikariRumon Gamba hljómsveitarstjóriHilary Hahn fiðluleikariPekka Kuusisto fiðluleikariNico Muhly tónskáldViktoria Postnikova píanóleikariGennady Rozhdestvensky hljómsveitarstjóriKiri Te Kanawa söngkonaOsmo Vänskä hljómsveitarstjóriMartin Fröst klarínettuleikari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Ísland er menningarþjóð. Við undirrituð vitum þetta vel af eigin reynslu. Við erum tónlistarfólk frá ýmsum löndum: hljómsveitarstjórar, hljóðfæraleikarar, söngkona og tónskáld. Við eigum það sameiginlegt að hafa öll haldið eftirminnilega tónleika fyrir forvitna, víðsýna og menntaða áheyrendur á Íslandi. Við höfum miklar áhyggjur af framtíð Ríkisútvarpsins á Íslandi. Okkur hefur borist til eyrna að í síðustu viku hafi 39 verið sagt upp störfum samstundis og að hótað sé enn fleiri uppsögnum. Rás 1, menningarrásin, hefur fengið harðasta skellinn, ekki síst tónlistardeildin. Af öllu starfsliði hennar eru nú aðeins tveir eftir. Framvegis verða þar engir sérfræðingar í barokktónlist, djassi eða samtímatónlist, enginn kynnir frá sinfóníutónleikum, enginn sérmenntaður tónmeistari til að hljóðrita klassískan tónlistarflutning. Allt frá því að Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 hefur það verið meginstoð í íslensku menningarlífi. Það hefur sent út metnaðarfulla þætti og hljóðritað þúsundir tónleika. Hljóðritasafn Ríkisútvarpsins er ómetanleg heimild um tónlistarflutning á Íslandi á 20. og 21. öld. Við höfum öll verið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með frábæru starfsfólki RÚV; þau hafa hljóðritað og sent út tónleika okkar í Háskólabíói, Hörpu, Laugardalshöllinni og fleiri tónleikastöðum. Okkur þykir grátlegt að nú sé þessu metnaðarfulla starfi teflt í tvísýnu. Við höfum fullan skilning á því að Ísland er í vanda statt hvað efnahag varðar. En við gerum okkur einnig grein fyrir því að RÚV hefur gegnt lykilhlutverki í íslensku þjóðlífi, verið „háskóli fólksins“, farvegur gagnrýninnar umræðu og hefur staðið vörð um hugsjón um upplýst, menntað samfélag. Hinn grimmilegi niðurskurður á Ríkisútvarpinu er ekki nauðsyn, heldur ákaflega misráðið val. Með brottrekstrinum er gerð atlaga að einni af meginstoðum íslensks tónlistarlífs. Þessi ákvörðun er til marks um forgangsröðun sem brýtur gegn lögbundnu hlutverki RÚV, þar sem kveðið er á um að stofnunin skuli uppfylla „menningarlegar þarfir“ íslensku þjóðarinnar. Við undirrituð hvetjum stjórn RÚV, Alþingi Íslendinga og menntamálaráðherra að beita sér í málinu þegar í stað. Heimurinn fylgist með ykkur.Vladimir Ashkenazy píanóleikari og hljómsveitarstjóriLeif Ove Andsnes píanóleikariRumon Gamba hljómsveitarstjóriHilary Hahn fiðluleikariPekka Kuusisto fiðluleikariNico Muhly tónskáldViktoria Postnikova píanóleikariGennady Rozhdestvensky hljómsveitarstjóriKiri Te Kanawa söngkonaOsmo Vänskä hljómsveitarstjóriMartin Fröst klarínettuleikari
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun