Lífið

Biðst afsökunnar á mynd

Russell Crowe segist ekki bera ábyrgð á dónalegri mynd sem birtist á Twitter-reikningi hans á dögunum.
Russell Crowe segist ekki bera ábyrgð á dónalegri mynd sem birtist á Twitter-reikningi hans á dögunum.
Leikarinn Russell Crowe baðst afsökunar á mynd sem birtist á Twitter-síðu hans fyrir skömmu af kynfærum konu.

Russell segist ekki bera ábyrgð á birtingu myndarinnar sem virtist vera úr myndasafni og sýndi kynfæri konu skarta greiðslu sem líktist helst hárgreiðslu strangtrúaðra gyðinga, heldur vill meina að brotist hafi verið inn á reikninginn hans.

Eftir að hafa eytt myndinni tísti hann: „Hey, ég veit ekki hvað þetta var. Ég var bara að spjalla við Dani þegar síminn varð allt í einu brjálaður. Afsakið, farið.“

Þess má geta að „Dani“ er eiginkona Russells. Leikarinn hefur verið að reyna að laga samband þeirra eftir að orðrómur um framhjáhald gekk fjöllum hærra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.