Lífið

Kattarkonan á djamminu

Jocelyn Wildenstein er í daglegu tali kölluð kattarkonan en hún hefur gengist undir fjölmargar lýtaaðgerðir til að líkjast einhvers konar kattardýri.

Hún fór á stefnumót með kærasta sínum, franska hönnuðinum Lloyd Klein, í Beverly Hills um helgina og skemmti parið sér konunglega á öllum bestu klúbbunum í bænum. Talsverður aldursmunur er á parinu – Jocelyn er 72ja ára en Lloyd er 46 ára.

Sönn ást?
Talið er að Jocelyn hafi eytt um fjórum milljónum dollara, tæplega fimm hundruð milljónum króna, í lýtaaðgerðir í gegnum árin. Hún byrjaði að fara í lýtaaðgerðir því hún óttaðist að fyrrverandi eiginmaður hennar, Alec Wildenstein, myndi fara frá henni. Hann var mjög hrifinn af framandi kattardýrum og því vildi hún líkjast þeim. Jocelyn og Alec skildu árið 1997 og fékk kattarkonan talsverða summu í skilnaðarbaráttunni.

Mjá!
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.