Viðskipti innlent

Heiðar Már bætir við hlut sinn í Vodafone fyrir rúmlega 78 milljónir

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Heiðar Már Guðjónsson er stjórnarmaður í Vodafone og  hefur nú bætt við hlut sinn í fyrirtækinu.
Heiðar Már Guðjónsson er stjórnarmaður í Vodafone og hefur nú bætt við hlut sinn í fyrirtækinu.
Heiðar Már Guðjónsson hefur bætt við hlut sinn í Vodafone fyrir rúmlega 78 milljónir króna, en Heiðar er stjórnarmaður í fyrirtækinu.

Kaupin voru gerð í gegnum félag Heiðars, Ursus og keypti félagið hlutinn á genginu 26,05 krónur á hlut er kemur fram á vef Kauphallar Íslands.

Með kaupunum er Heiðar að bæta við hlut sinn í fyrirtækinu en fram kemur í flöggun til Kauphallarinnar að hann eigi 18.473.015 hluti í Vodafone. Miðað við það nemur verðmæti hlutafjáreignar hans tæpleg 500 milljónum króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa Vodafone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×