Dýrt að gera ekki neitt Svana Helen Björnsdóttir skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Í júní 2013 birti Bertelsmann Foundation í Þýskalandi skýrslu um rannsókn á efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðs fríverslunarsamnings milli Bandaríkjanna og ESB. Lítillega hefur verið fjallað um þessa rannsókn í fjölmiðlum hér á landi. Í rannsókninni er ekki aðeins kannað hvaða áhrif samningurinn hefur á hagkerfi samningsríkjanna, heldur er einnig rannsakað hver áhrif samningsins munu verða á 126 önnur ríki, þar á meðal Ísland. Skoðuð eru langtímaáhrif samningsins á rauntekjur fólks og breytingar á vinnumarkaði. Ef gert er ráð fyrir að samið verði um afnám allra tolla og vörugjalda milli samningsríkjanna má búast við miklum ávinningi fyrir 50 ríki Bandaríkjanna og ESB-ríkin 28. Landsframleiðsla á mann mun aukast umtalsvert í þessum ríkjum og ný störf skapast. Mestur yrði vöxturinn í Bandaríkjunum, en þar er búist við að landsframleiðsla vaxi um 13,4%. Í öllum 28 aðildarríkjum ESB mun landsframleiðsla á mann aukast að meðaltali um 5%, í Bretlandi um næstum 10% og einnig munu Eystrasaltsríkin og löndin í Suður-Evrópu hagnast mikið á samningnum. Í Þýskalandi mun samningurinn leiða til 4,7% meiri landsframleiðslu og í Frakklandi 2,6%. Þessi ávinningur samningsins helst í hendur við umtalsverða fjölgun starfa í fyrrgreindum löndum. Í Bandaríkjunum mun störfum fjölga um 1,1 milljón og í Bretlandi skapast um 400 þúsund ný störf. Í Þýskalandi er reiknað með að 181.000 ný störf verði til.Engin teikn á lofti Sú aukning landsframleiðslu og fjölgun starfa sem hér um ræðir er ekki í samræmi við efnahagsspár fyrir flest önnur ríki heims. Reikna má með að fríverslunarsamningurinn leiði til aukinna viðskipta milli Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna en um leið flytja þessi ríki inn minna af vörum og þjónustu frá öðrum ríkjum, þ.e. ríkjum sem ekki eiga aðild að samningnum. Rannsóknin leiðir í ljós að samningurinn verði til þess að viðskipti Bandaríkjanna og Kanada dragist saman um 9% og viðskipti Bandaríkjanna og Mexíkó um 7,2%. Áhrifin á viðskipti við Afríkulönd og Asíu dragast einnig mikið saman. Samningurinn mun enn fremur leiða til fækkunar starfa í þeim ríkjum sem standa utan samningsins og sem dæmi má nefna að í Kanada gætu tapast 101 þúsund störf. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að áhrif fríverslunarsamningsins á Ísland yrðu fremur neikvæð. Landsframleiðsla á Íslandi geti minnkað um 3,9% og um 1.000 störf tapast þegar samningurinn öðlast gildi. Heildarmatið í rannsóknarskýrslu Bertelsmann er þó það að fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna muni leiða til hækkunar á meðallandsframleiðslu í heiminum um 3,3%. Viðskipti milli þjóða og sérhæfing eru þeir þættir sem mynda góð lífskjör. Öfugt við fullyrðingar stjórnmálamanna sem nú fara með völd eru engin teikn á lofti um það að Ísland geti orðið aðili að þessum samningi gegnum EES-samninginn. Líklegast er að aðild að fríverslunarsamningnum fáist eingöngu með aðild að Evrópusambandinu. Það skýtur óneitanlega skökku við að stjórnvöld Íslands, sem byggir kjör sín hvað mest þjóða á viðskiptum, skuli ekki leitast við að halda sem greiðustum viðskiptaleiðum fyrir þegna sína með því að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Ef Ísland býr við lakari aðgang að viðskiptum en nágrannaþjóðirnar leiðir það til verri lífskjara fyrir Íslendinga. Ef fram fer sem horfir gæti það reynst okkur dýrkeypt að gera ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í júní 2013 birti Bertelsmann Foundation í Þýskalandi skýrslu um rannsókn á efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðs fríverslunarsamnings milli Bandaríkjanna og ESB. Lítillega hefur verið fjallað um þessa rannsókn í fjölmiðlum hér á landi. Í rannsókninni er ekki aðeins kannað hvaða áhrif samningurinn hefur á hagkerfi samningsríkjanna, heldur er einnig rannsakað hver áhrif samningsins munu verða á 126 önnur ríki, þar á meðal Ísland. Skoðuð eru langtímaáhrif samningsins á rauntekjur fólks og breytingar á vinnumarkaði. Ef gert er ráð fyrir að samið verði um afnám allra tolla og vörugjalda milli samningsríkjanna má búast við miklum ávinningi fyrir 50 ríki Bandaríkjanna og ESB-ríkin 28. Landsframleiðsla á mann mun aukast umtalsvert í þessum ríkjum og ný störf skapast. Mestur yrði vöxturinn í Bandaríkjunum, en þar er búist við að landsframleiðsla vaxi um 13,4%. Í öllum 28 aðildarríkjum ESB mun landsframleiðsla á mann aukast að meðaltali um 5%, í Bretlandi um næstum 10% og einnig munu Eystrasaltsríkin og löndin í Suður-Evrópu hagnast mikið á samningnum. Í Þýskalandi mun samningurinn leiða til 4,7% meiri landsframleiðslu og í Frakklandi 2,6%. Þessi ávinningur samningsins helst í hendur við umtalsverða fjölgun starfa í fyrrgreindum löndum. Í Bandaríkjunum mun störfum fjölga um 1,1 milljón og í Bretlandi skapast um 400 þúsund ný störf. Í Þýskalandi er reiknað með að 181.000 ný störf verði til.Engin teikn á lofti Sú aukning landsframleiðslu og fjölgun starfa sem hér um ræðir er ekki í samræmi við efnahagsspár fyrir flest önnur ríki heims. Reikna má með að fríverslunarsamningurinn leiði til aukinna viðskipta milli Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna en um leið flytja þessi ríki inn minna af vörum og þjónustu frá öðrum ríkjum, þ.e. ríkjum sem ekki eiga aðild að samningnum. Rannsóknin leiðir í ljós að samningurinn verði til þess að viðskipti Bandaríkjanna og Kanada dragist saman um 9% og viðskipti Bandaríkjanna og Mexíkó um 7,2%. Áhrifin á viðskipti við Afríkulönd og Asíu dragast einnig mikið saman. Samningurinn mun enn fremur leiða til fækkunar starfa í þeim ríkjum sem standa utan samningsins og sem dæmi má nefna að í Kanada gætu tapast 101 þúsund störf. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að áhrif fríverslunarsamningsins á Ísland yrðu fremur neikvæð. Landsframleiðsla á Íslandi geti minnkað um 3,9% og um 1.000 störf tapast þegar samningurinn öðlast gildi. Heildarmatið í rannsóknarskýrslu Bertelsmann er þó það að fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna muni leiða til hækkunar á meðallandsframleiðslu í heiminum um 3,3%. Viðskipti milli þjóða og sérhæfing eru þeir þættir sem mynda góð lífskjör. Öfugt við fullyrðingar stjórnmálamanna sem nú fara með völd eru engin teikn á lofti um það að Ísland geti orðið aðili að þessum samningi gegnum EES-samninginn. Líklegast er að aðild að fríverslunarsamningnum fáist eingöngu með aðild að Evrópusambandinu. Það skýtur óneitanlega skökku við að stjórnvöld Íslands, sem byggir kjör sín hvað mest þjóða á viðskiptum, skuli ekki leitast við að halda sem greiðustum viðskiptaleiðum fyrir þegna sína með því að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Ef Ísland býr við lakari aðgang að viðskiptum en nágrannaþjóðirnar leiðir það til verri lífskjara fyrir Íslendinga. Ef fram fer sem horfir gæti það reynst okkur dýrkeypt að gera ekki neitt.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun