Réttað yfir fimmmenningum vegna PIP-púða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. apríl 2013 13:50 Stefnendur skrá sig í ráðhúsinu í Marseille. Mynd/AP Hafin eru réttarhöld yfir fimm yfirmönnum franska fyrirtækisins PIP vegna ónýtra brjóstapúða. Réttarhöldin eru sögð ein af þeim stærstu í sögu Frakklands, en yfir fimm þúsund konur taka þátt í málsókninni. Meðal ákærðu er Jean-Claude Mas, stofnandi og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, en hann er sakaður um að hafa látið setja iðnaðarsílikon í púðana. Hefur það gert það að verkum að margir púðanna hafa lekið, og eru hin meintu svik sögð hafa áhrif á um 300 þúsund konur í 65 löndum. Réttarhöldin fara fram í borginni Marseille, en þau voru flutt úr dómshúsinu í ráðhúsið vegna fjölda stefnenda og lögmanna þeirra. Lokað þinghald hér á landi Hér á landi hafa konur stefnt Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna notkunar púðanna. Ekki er um hópmálsókn að ræða heldur nokkrar aðskildar málsóknir. Saga Ýrr Jónsdóttir fer með mál nokkurra kvennanna. Saga vildi sem minnst tjá sig um þinghaldið sem nú stendur yfir, en það er lokað. Aðspurð um áhrif niðurstöðu frönsku réttarhaldanna segir Saga erlenda málið geta hjálpað. „Það munu koma fram upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins sem maður hefur ekki aðgang að hérna þannig að auðvitað verður fylgst með því. Svoleiðis hjálpar mjög mikið.“ Talið er að réttarhöldin í Marseille standi til 17. maí. PIP-brjóstapúðar Tengdar fréttir Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45 Um 30 konur vilja fara í mál vegna PIP-brjósta Fjöldi þeirra kvenna sem ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna sílíkonpúða fer ört vaxandi. Um þrjátíu konur hafa sett sig í samband við lögmann vegna þessa. 9. janúar 2012 12:03 Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7. nóvember 2012 19:29 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Hafin eru réttarhöld yfir fimm yfirmönnum franska fyrirtækisins PIP vegna ónýtra brjóstapúða. Réttarhöldin eru sögð ein af þeim stærstu í sögu Frakklands, en yfir fimm þúsund konur taka þátt í málsókninni. Meðal ákærðu er Jean-Claude Mas, stofnandi og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, en hann er sakaður um að hafa látið setja iðnaðarsílikon í púðana. Hefur það gert það að verkum að margir púðanna hafa lekið, og eru hin meintu svik sögð hafa áhrif á um 300 þúsund konur í 65 löndum. Réttarhöldin fara fram í borginni Marseille, en þau voru flutt úr dómshúsinu í ráðhúsið vegna fjölda stefnenda og lögmanna þeirra. Lokað þinghald hér á landi Hér á landi hafa konur stefnt Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna notkunar púðanna. Ekki er um hópmálsókn að ræða heldur nokkrar aðskildar málsóknir. Saga Ýrr Jónsdóttir fer með mál nokkurra kvennanna. Saga vildi sem minnst tjá sig um þinghaldið sem nú stendur yfir, en það er lokað. Aðspurð um áhrif niðurstöðu frönsku réttarhaldanna segir Saga erlenda málið geta hjálpað. „Það munu koma fram upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins sem maður hefur ekki aðgang að hérna þannig að auðvitað verður fylgst með því. Svoleiðis hjálpar mjög mikið.“ Talið er að réttarhöldin í Marseille standi til 17. maí.
PIP-brjóstapúðar Tengdar fréttir Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45 Um 30 konur vilja fara í mál vegna PIP-brjósta Fjöldi þeirra kvenna sem ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna sílíkonpúða fer ört vaxandi. Um þrjátíu konur hafa sett sig í samband við lögmann vegna þessa. 9. janúar 2012 12:03 Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7. nóvember 2012 19:29 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45
Um 30 konur vilja fara í mál vegna PIP-brjósta Fjöldi þeirra kvenna sem ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna sílíkonpúða fer ört vaxandi. Um þrjátíu konur hafa sett sig í samband við lögmann vegna þessa. 9. janúar 2012 12:03
Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7. nóvember 2012 19:29