Óheimilt að reikna seðlabankavexti af skammtímalánum - Bílalán lækka um milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2013 16:56 Skammtímasamningar eru til dæmis samningar um bílalán. Óheimilt var að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán, svo sem bílalán, eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg 16. júní 2010. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum. Málið snýst um samning sem SP fjármögnun, sem nú er hluti af Landsbankanum, gerði við Plastiðjuna um kaup á Mercedes Benz. Upphæð samningsins var um fimm milljónir króna. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Plastiðjunnar, telur ljóst að fordæmisgildi dómsins sé gríðarlegt. Í húfi séu tugþúsundir samninga og nemi verðmæti þeirra milljörðum króna. Sumarið 2010 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miða vexti af íslenskum lánum við gengi erlendra gjaldmiðla. Eftir þá niðurstöðu varð allt óljóst um það við hvaða vexti ætti að miða þegar vextir af lánunum yrðu ákveðnir. Alþingi setti lög þar sem kveðið var á um að miða ætti við Seðlabankavexti. Elvira Mendez, prófessor við lagadeild HÍ og eiginmaður hennar, sættu sig ekki við að þurfa að greiða seðlabankavexti af lánunum afturvirkt, það er frá þeim tíma sem lánið var tekið og þar til Hæstaréttardómur féll. Þau höfðuðu því mál sem fór alla leið fyrir Hæstarétt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að miða vexti af lánum sem tekin voru við vexti Seðlabankans heldur skyldu samningsvextir gilda, ef lántakandi gæti vísað fram fullnaðarkvittunum sem sýndu að hann hefði staðið í skilum með greiðslur af láninu. Í tilfelli Elvíru og eiginmanns hennar var um að ræða húsnæðislán sem tekið var til langs tíma. Ein af þeim spurningum sem sá dómur skildi eftir var hvort hann ætti við um lán sem tekin eru til skemmri tíma, svo sem þegar að um bílalán er að ræða. Lán Plastiðjunnar var tekið til sjö ára. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að í tilfelli Plastiðjunnar eigi sömu rök við og í máli Elvíru Mendez. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Óheimilt var að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán, svo sem bílalán, eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg 16. júní 2010. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum. Málið snýst um samning sem SP fjármögnun, sem nú er hluti af Landsbankanum, gerði við Plastiðjuna um kaup á Mercedes Benz. Upphæð samningsins var um fimm milljónir króna. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Plastiðjunnar, telur ljóst að fordæmisgildi dómsins sé gríðarlegt. Í húfi séu tugþúsundir samninga og nemi verðmæti þeirra milljörðum króna. Sumarið 2010 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miða vexti af íslenskum lánum við gengi erlendra gjaldmiðla. Eftir þá niðurstöðu varð allt óljóst um það við hvaða vexti ætti að miða þegar vextir af lánunum yrðu ákveðnir. Alþingi setti lög þar sem kveðið var á um að miða ætti við Seðlabankavexti. Elvira Mendez, prófessor við lagadeild HÍ og eiginmaður hennar, sættu sig ekki við að þurfa að greiða seðlabankavexti af lánunum afturvirkt, það er frá þeim tíma sem lánið var tekið og þar til Hæstaréttardómur féll. Þau höfðuðu því mál sem fór alla leið fyrir Hæstarétt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að miða vexti af lánum sem tekin voru við vexti Seðlabankans heldur skyldu samningsvextir gilda, ef lántakandi gæti vísað fram fullnaðarkvittunum sem sýndu að hann hefði staðið í skilum með greiðslur af láninu. Í tilfelli Elvíru og eiginmanns hennar var um að ræða húsnæðislán sem tekið var til langs tíma. Ein af þeim spurningum sem sá dómur skildi eftir var hvort hann ætti við um lán sem tekin eru til skemmri tíma, svo sem þegar að um bílalán er að ræða. Lán Plastiðjunnar var tekið til sjö ára. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að í tilfelli Plastiðjunnar eigi sömu rök við og í máli Elvíru Mendez.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira