Tónlist

Metallica bætist í Hróarskelduhópinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Metallica spilaði síðast á Hróarskeldu árið 2003, ári fyrir fjölmenna tónleika sveitarinnar í Egilshöll.
Metallica spilaði síðast á Hróarskeldu árið 2003, ári fyrir fjölmenna tónleika sveitarinnar í Egilshöll. mynd/getty

Bandaríska rokksveitin Metallica kemur fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Tilkynnt var um þetta í dag, og verða tónleikarnir einu tónleikar sveitarinnar í Evrópu í sumar.

Drengirnir vinna hörðum höndum að nýrri hljóðversplötu, en fimm ár eru liðin frá því sú síðasta, Death Magnetic, kom út. Þeir ætla hins vegar að vera svo elskulegir að taka sér hlé frá upptökum til þess að spila fyrir rokkþyrsta Norðurlandabúa.

Tíu ár eru liðin frá því sveitin spilaði síðast á hátíðinni, en hefð er fyrir því að trommuleikarinn Lars Ulrich tali dönsku á sviðinu á Hróarskeldu. Það fer hann létt með, enda danskur.

Meðal helstu listamanna á hátíðinni í ár verða hljómsveitirnar Kraftwerk, Slipknot, Queens of the Stone Age, Sigur Rós, Of Monsters and Men og Kris Kristoffersson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.