Eyþór Ingi leiðbeinir litlu systur í söngnum Tinna Rós skrifar 30. maí 2013 09:00 Ellen Ýr og Eyþór Ingi eru náin systkini og hún leitar óspart eftir aðstoð og stuðningi hjá honum, bæði í tónlistinni og öðru. Mynd/Gunnlaugur Antonsson „Ég var hræddari við samanburðinn þegar ég var yngri og hugsaði mikið út í það hvort ég gæti orðið jafn góður söngvari og Eyþór. Ég lít mikið upp til hans og hef alltaf gert en nú er ég komin yfir það að bera mig saman við hann. Ég sé hann frekar sem minn læriföður og er gríðarlega stolt af því, enda ekki annað hægt,“ segir Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir. Ellen Ýr er yngri systir Eurovision-farans Eyþórs Inga og upprennandi söngkona. Hún hefur verið að færa sig hægt og rólega upp á skaftið í tónlistinni frá því að hún lenti í þriðja sæti í söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrra. Rétt eins og bróðir hennar hefur hún aldrei lært söng en æfði á þverflautu í nokkur ár og er nú byrjuð að taka upp gítarinn í rólegheitum. „Það hefur alltaf verið mikil tónlist á heimilinu okkar. Pabbi er algjör rokkari en mamma meira í Elvis Presley og honum líkum. Það er mikil tónlist í þeim en afi okkar í móðurætt er rosalegur músíkant. Svo var reyndar afi í föðurættina líka mikill söngmaður,“ segir Ellen Ýr en Eyþór Ingi hefur einmitt líka sagst hafa tónlistargenin frá öfum sínum. Yngri systir þeirra, Elísa Rún, er líka efnileg söngkona þó Ellen segi hana feimna við að koma fram. Eyþór Ingi hefur oft verið nefndur besti söngvari þjóðarinnar og segir Ellen gott að hafa hann á kantinum. „Við erum rosalega náin og getum alltaf talað saman um hvað sem er. Hann er eiginlega eins og besta vinkona mín,“ segir hún og hlær. „Við erum samt líka mjög gagnrýnin hvort á annað sem ég met mikið. Þegar ég prufa eitthvað nýtt í söngnum þá nýti ég mér það til dæmis óspart að senda það á hann og hann sendir mér svo ábendingar til baka,“ bætir hún við. Ellen útskrifaðist sem stúdent og sjúkraliði á dögunum og fékk ýmsar tónlistagræjur í útskriftagjöf svo hún hefur varla hætt að syngja síðan. Hún stefnir suður til Reykjavíkur í haust þar sem hún ætlar í nám í Snyrtiskólanum. „Það er auðvitað draumurinn að fá tækifæri til að syngja meira og aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir hún. Tónlist Tengdar fréttir Systir Eyþórs Inga stefnir ekki á Eurovision 30. maí 2013 10:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég var hræddari við samanburðinn þegar ég var yngri og hugsaði mikið út í það hvort ég gæti orðið jafn góður söngvari og Eyþór. Ég lít mikið upp til hans og hef alltaf gert en nú er ég komin yfir það að bera mig saman við hann. Ég sé hann frekar sem minn læriföður og er gríðarlega stolt af því, enda ekki annað hægt,“ segir Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir. Ellen Ýr er yngri systir Eurovision-farans Eyþórs Inga og upprennandi söngkona. Hún hefur verið að færa sig hægt og rólega upp á skaftið í tónlistinni frá því að hún lenti í þriðja sæti í söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrra. Rétt eins og bróðir hennar hefur hún aldrei lært söng en æfði á þverflautu í nokkur ár og er nú byrjuð að taka upp gítarinn í rólegheitum. „Það hefur alltaf verið mikil tónlist á heimilinu okkar. Pabbi er algjör rokkari en mamma meira í Elvis Presley og honum líkum. Það er mikil tónlist í þeim en afi okkar í móðurætt er rosalegur músíkant. Svo var reyndar afi í föðurættina líka mikill söngmaður,“ segir Ellen Ýr en Eyþór Ingi hefur einmitt líka sagst hafa tónlistargenin frá öfum sínum. Yngri systir þeirra, Elísa Rún, er líka efnileg söngkona þó Ellen segi hana feimna við að koma fram. Eyþór Ingi hefur oft verið nefndur besti söngvari þjóðarinnar og segir Ellen gott að hafa hann á kantinum. „Við erum rosalega náin og getum alltaf talað saman um hvað sem er. Hann er eiginlega eins og besta vinkona mín,“ segir hún og hlær. „Við erum samt líka mjög gagnrýnin hvort á annað sem ég met mikið. Þegar ég prufa eitthvað nýtt í söngnum þá nýti ég mér það til dæmis óspart að senda það á hann og hann sendir mér svo ábendingar til baka,“ bætir hún við. Ellen útskrifaðist sem stúdent og sjúkraliði á dögunum og fékk ýmsar tónlistagræjur í útskriftagjöf svo hún hefur varla hætt að syngja síðan. Hún stefnir suður til Reykjavíkur í haust þar sem hún ætlar í nám í Snyrtiskólanum. „Það er auðvitað draumurinn að fá tækifæri til að syngja meira og aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir hún.
Tónlist Tengdar fréttir Systir Eyþórs Inga stefnir ekki á Eurovision 30. maí 2013 10:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira