Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2013 19:10 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. Ráðgjafahópur stjórnvalda leggur til frekari rannsóknir á arðsemi strengs og að viðræður hefjist við Breta um málið. Forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir í fyrra að lagning sæstrengs gæti verið eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar stæðu frammi fyrir. Það er fyrst og fremst lagning strengs milli Íslands og Bretlands sem fimmtán manna ráðgjafarhópur á vegum iðnaðarráðherra hefur nú skoðað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir í fréttum Stöðvar 2 að nú verði farið yfir efni skýrslu hópsins og framhaldið síðan ákveðið. Kjarninn í samhljóða ályktun ráðgjafahópsins er að, þótt vísbendingar séu um að strengur gæti orðið arðbær, þyrfti að afla frekari upplýsinga til að fá úr því skorið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir raunar óljóst hvort þjóðhagslegur ábati af sölu raforku um sæstreng sé meiri eða minni en sölu til stóriðju, og segir frekari rannsóknir nauðsynlegar. Ráðgjafahópurinn leggur til að viðræður hefjist við bresk stjórnvöld og þarlend orku- og dreififyrirtæki um fyrirkomulag eignarhalds á strengnum og um verðlagningu orkunnar og segir Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahópsins, að þessir tveir þættir séu forsenda þess að vinna nákvæmara arðsemismat. Í skýrslunni eru einnig reifaðar áhyggjur vegna umhverfisáhrifa, eins og að strengur kalli á fleiri virkjanir. Gunnar segir að þótt virkja þurfi meira sé það ekki mikið í stóra samhenginu, því meginhluti orku fyrir sæstrenginn muni koma vegna betri nýtingar umframorku og vegna aflstækkunar í virkjunum. Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, þykir mest um vert að ráðgjafahópur fulltrúa allra þingflokka, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, orkufyrirtækja og náttúruverndarsamtaka skuli vera sammála um að halda áfram að skoða málið. Það sé mjög ánægjulegt enda afar mikilvægt að um svo flókið mál ríki breið sátt. Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. Ráðgjafahópur stjórnvalda leggur til frekari rannsóknir á arðsemi strengs og að viðræður hefjist við Breta um málið. Forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir í fyrra að lagning sæstrengs gæti verið eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar stæðu frammi fyrir. Það er fyrst og fremst lagning strengs milli Íslands og Bretlands sem fimmtán manna ráðgjafarhópur á vegum iðnaðarráðherra hefur nú skoðað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir í fréttum Stöðvar 2 að nú verði farið yfir efni skýrslu hópsins og framhaldið síðan ákveðið. Kjarninn í samhljóða ályktun ráðgjafahópsins er að, þótt vísbendingar séu um að strengur gæti orðið arðbær, þyrfti að afla frekari upplýsinga til að fá úr því skorið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir raunar óljóst hvort þjóðhagslegur ábati af sölu raforku um sæstreng sé meiri eða minni en sölu til stóriðju, og segir frekari rannsóknir nauðsynlegar. Ráðgjafahópurinn leggur til að viðræður hefjist við bresk stjórnvöld og þarlend orku- og dreififyrirtæki um fyrirkomulag eignarhalds á strengnum og um verðlagningu orkunnar og segir Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahópsins, að þessir tveir þættir séu forsenda þess að vinna nákvæmara arðsemismat. Í skýrslunni eru einnig reifaðar áhyggjur vegna umhverfisáhrifa, eins og að strengur kalli á fleiri virkjanir. Gunnar segir að þótt virkja þurfi meira sé það ekki mikið í stóra samhenginu, því meginhluti orku fyrir sæstrenginn muni koma vegna betri nýtingar umframorku og vegna aflstækkunar í virkjunum. Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, þykir mest um vert að ráðgjafahópur fulltrúa allra þingflokka, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, orkufyrirtækja og náttúruverndarsamtaka skuli vera sammála um að halda áfram að skoða málið. Það sé mjög ánægjulegt enda afar mikilvægt að um svo flókið mál ríki breið sátt.
Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira