Lífið

Þessir snillingar spila á Vegamótum í kvöld

Ellý Ármanns skrifar
Somersby og Vegamót kynna Ylju í kvöld.
Somersby og Vegamót kynna Ylju í kvöld.
Hljómsveitin Ylja spilar á Vegamótum í kvöld í boði Somersby en hljómsveitin hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði með þessari frábæru ábreiðu af einu vinsælasta lagi heims, Get Lucky,sem rúmlegar 51 þúsund manns hafa horft á á Youtube. Myndskeiðið má sjá hér:



Tónleikarnir í kvöld eru hluti af áherslubreytingum á Vegamótum í sumar en búið er að breyta áherslum í tónlist, breyta opnunartíma um helgar til klukkan tvö, lengja opnunartíma eldhúss á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum til miðnættis og fær staðurinn andlitslyftingu á næstunni sem viðskiptavinir eiga eftir að taka vel eftir.

Ylja spilar á Vegmótum í kvöld. Enginn aðgangseyrir.
Vegamót hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins í hartnær fimmtán ár og verður því gaman að fylgjast með þessum breytingum.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.