Grindavíkingar halda áfram að styrkja lið sitt í kvennakörfunni en Ingibjörg Jakobsdóttir er á leiðinni til félagsins á nýjan leik en frá þessu greinir karfan.is.
Ingibjörg er annar leikmaðurinn á stuttum tíma sem fer frá Keflavík yfir í Grindavík en Pálína Gunnlaugsdóttir gerði slíkt hið sama á dögunum.
Leikmaðurinn er uppalin hjá Grindavík og er því komin heim. Leikmaðurinn hefur stundum átt í töluverðum vandræðum með meiðsli á sínum ferli.
Jón Halldór Eðvaldsson tók við liðinu í maí en hann þjálfaði áður Keflavík og ætlar sér greinilega stóra hluti með liðið.
Grindvíkingar halda áfram að styrkja sig
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
