Lífið

Bónorð í Parísarhjóli

Glamúrfyrirsætan Holly Madison og hennar heittelskaði, Pasquale Rotella, eru búin að trúlofa sig aðeins þremur mánuðum eftir að þau eignuðust sitt fyrsta barn, dótturina Rainbow Aurora.

“Ég trúlofaði mig á sunnudaginn. Unnusti minn var dásamlegur og gerði kvöldið afar rómantískt. Hann bað mín á toppi Parísarhjólsins í Las Vegas,” skrifar Holly á bloggið sitt.

Enginn smá hringur.
Nánustu vinir parsins voru viðstaddir og var Holly dugleg að setja inn myndir af kvöldinu á bloggsíðu sína.

Alsæl og ástfangin.
Turtildúfurnar stefna á að ganga í það heilaga um miðjan ágúst en parið hefur verið saman síðan haustið 2011.

Rómantísk stund.
Með litla sólargeislann, hana Rainbow.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.