Lífið

Funheitur Íslandsvinur

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Skoski leikarinn og Íslandsvinurinn Gerard Butler sat nýlega fyrir í myndaþætti fyrir karlútgáfu ítalska Vogue, L’uomo Vogue. Butler er vægast sagt sjóðheitur á myndunum, en hann er myndaður af Tom Murno og klæðist m.a. fötum frá Givenchy og Giorgio Armani.

„Ég lék í kvikmynd á Íslandi árið 2005 sem hét Bjólfur og Grendill. Fyrst var ég í Svíþjóð og fór síðan til Íslands. Og það var frábært - ég ber mikla ást til landsins," lét Gerard hafa eftir sér í viðtali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×