Enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar Gunnar Jóhannesson skrifar 18. júlí 2013 07:00 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn átelur Sigurður Hólm Gunnarsson mig fyrir að misskilja hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Að mati Sigurðar mun slíkur misskilningur vera algengur hjá „prestlærðu fólki“. Tilefnið er gagnrýni mín á stefnuskrá Siðmenntar þar sem ég bendi á þá mótsögn sem, að mínu mati, er fólgin í því að krefjast þess í nafni veraldlegrar lífsskoðunar að hið opinbera „starf[i] eftir veraldlegum leikreglum“ en þó „án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“. Nú má lengi ræða um merkingu hugtaka og getur það jafnan verið til góðs og til þess fallið að skerpa umræðuna. Ég á þó ekki von á því að slík umræða verði frjó og gefandi í þessu tilfelli og því vil ég leyfa mér að árétta það sem ég hef sagt. Sigurður segir að „með veraldlegu samfélagi [sé] reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun“. Án þess að fjölyrða um þessa tiltölulega þröngu skilgreiningu vil ég leyfa mér að staðhæfa að slík krafa er ekki hlutlaus í eðli sínu heldur leiðir af tiltekinni lífsskoðun sem kenna má við veraldarhyggju. Sú lífsskoðun sem Siðmennt stendur vörð um og grundvallar stefnu sína á – siðrænn húmanismi – er af þeirri rót sprottin. Nú er það svo að ein algengasta leiðin til að hafa taumhald á og lágmarka samfélagsleg áhrif trúar og trúarbragða er að einskorða þau við hið persónulega svið. Sú þróun er langt gengin í hinum vestræna heimi og þykir slíkt fyrirkomulag sjálfgefið í dag. Eins og Sigurður segir berst Siðmennt fyrir veraldlegu samfélagi með siðrænan húmanisma að vopni. Engu að síður áréttar hann að í „veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum“. Í þessu er fólgin mótsögn að mínu mati, sem Sigurði Hólm tekst ekki að breiða yfir þrátt fyrir góðan vilja og að væna mig um misskilning.Þvert á hugmyndir um frelsi Þess misskilnings kann að gæta í andsvörum Sigurðar Hólms að með gagnrýni minni á stefnu Siðmenntar sé fólgin krafa um opinbera trúvæðingu samfélagsins. Svo er alls ekki, enda myndi slíkt ganga gegn því frelsi sem „tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar“, eins og Sigurður bendir réttilega á. Hitt er annað mál – og á það vil ég leggja áherslu – að sérhver tilraun til að móta veraldlegt samfélag, eða byggja samfélag sem lýtur „veraldlegum leikreglum“, eins og segir í stefnu Siðmenntar, þar sem áhrif trúar og trúarbragða eru lágmörkuð eða útilokuð, er ævinlega fólgin í því ryðja einni lífsskoðun úr vegi til að rýma fyrir annarri. Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum “ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar. Slíkt samfélagslegt fyrirkomulag er í raun kristið í eðli sínu enda má lesa það út úr orðum Jesú Krists, sem sagði: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Mark 12.17) En af því leiðir ekki að „trú“ og hið „trúarlega“, eins og það er venjulega skilið, eigi ekki eða megi ekki vera sýnilegur og jafnvel grundvallandi þáttur í samfélaginu eða láta til sín taka á opinberum vettvangi og hafa þar áhrif. Að girða „trú“ og hið „trúarlega“ af með einhverjum hætti, gera það hornreka í samfélaginu, og leitast við að þagga niður rödd þess – eins og lesa má út úr yfirlýsingu Siðmenntar – gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar. Slíkt er, þegar allt kemur til alls, tilraun til að svipta fólk þeim réttindum, með það að marki að gera eigin skoðunum og viðhorfum hærra undir höfði og skipa þeim í öndvegi innan samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn átelur Sigurður Hólm Gunnarsson mig fyrir að misskilja hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Að mati Sigurðar mun slíkur misskilningur vera algengur hjá „prestlærðu fólki“. Tilefnið er gagnrýni mín á stefnuskrá Siðmenntar þar sem ég bendi á þá mótsögn sem, að mínu mati, er fólgin í því að krefjast þess í nafni veraldlegrar lífsskoðunar að hið opinbera „starf[i] eftir veraldlegum leikreglum“ en þó „án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“. Nú má lengi ræða um merkingu hugtaka og getur það jafnan verið til góðs og til þess fallið að skerpa umræðuna. Ég á þó ekki von á því að slík umræða verði frjó og gefandi í þessu tilfelli og því vil ég leyfa mér að árétta það sem ég hef sagt. Sigurður segir að „með veraldlegu samfélagi [sé] reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun“. Án þess að fjölyrða um þessa tiltölulega þröngu skilgreiningu vil ég leyfa mér að staðhæfa að slík krafa er ekki hlutlaus í eðli sínu heldur leiðir af tiltekinni lífsskoðun sem kenna má við veraldarhyggju. Sú lífsskoðun sem Siðmennt stendur vörð um og grundvallar stefnu sína á – siðrænn húmanismi – er af þeirri rót sprottin. Nú er það svo að ein algengasta leiðin til að hafa taumhald á og lágmarka samfélagsleg áhrif trúar og trúarbragða er að einskorða þau við hið persónulega svið. Sú þróun er langt gengin í hinum vestræna heimi og þykir slíkt fyrirkomulag sjálfgefið í dag. Eins og Sigurður segir berst Siðmennt fyrir veraldlegu samfélagi með siðrænan húmanisma að vopni. Engu að síður áréttar hann að í „veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum“. Í þessu er fólgin mótsögn að mínu mati, sem Sigurði Hólm tekst ekki að breiða yfir þrátt fyrir góðan vilja og að væna mig um misskilning.Þvert á hugmyndir um frelsi Þess misskilnings kann að gæta í andsvörum Sigurðar Hólms að með gagnrýni minni á stefnu Siðmenntar sé fólgin krafa um opinbera trúvæðingu samfélagsins. Svo er alls ekki, enda myndi slíkt ganga gegn því frelsi sem „tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar“, eins og Sigurður bendir réttilega á. Hitt er annað mál – og á það vil ég leggja áherslu – að sérhver tilraun til að móta veraldlegt samfélag, eða byggja samfélag sem lýtur „veraldlegum leikreglum“, eins og segir í stefnu Siðmenntar, þar sem áhrif trúar og trúarbragða eru lágmörkuð eða útilokuð, er ævinlega fólgin í því ryðja einni lífsskoðun úr vegi til að rýma fyrir annarri. Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum “ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar. Slíkt samfélagslegt fyrirkomulag er í raun kristið í eðli sínu enda má lesa það út úr orðum Jesú Krists, sem sagði: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Mark 12.17) En af því leiðir ekki að „trú“ og hið „trúarlega“, eins og það er venjulega skilið, eigi ekki eða megi ekki vera sýnilegur og jafnvel grundvallandi þáttur í samfélaginu eða láta til sín taka á opinberum vettvangi og hafa þar áhrif. Að girða „trú“ og hið „trúarlega“ af með einhverjum hætti, gera það hornreka í samfélaginu, og leitast við að þagga niður rödd þess – eins og lesa má út úr yfirlýsingu Siðmenntar – gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar. Slíkt er, þegar allt kemur til alls, tilraun til að svipta fólk þeim réttindum, með það að marki að gera eigin skoðunum og viðhorfum hærra undir höfði og skipa þeim í öndvegi innan samfélagsins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun