Enski boltinn

Liverpool langar í Moses

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Victor Moses var keyptur til Chelsea frá Wigan fyrir síðustu leiktíð.
Victor Moses var keyptur til Chelsea frá Wigan fyrir síðustu leiktíð. Nordicphotos/Getty
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur greint Chelsea frá áhuga sínum á að fá sóknarmanninn Victor Moses lánaðan.

Moses kom við sögu í 23 leikjum Lundúnaliðsins á síðustu leiktíð. Koma Brasilíumannsins Willian til Chelsea bendir til þess að lítið pláss sé fyrir Moses. Fyrir berjast Demba Ba, Fernando Torres og Andre Schürrle um framherjastöðuna.

Liverpool Echo greinir frá því að Liverpool gæti þurft að greiða tvær milljónir punda í lánsfé. Félagið á í samkeppni við granna sína í Everton sem eru einnig sagðir áhugasamir um Moses. Þeir bláklæddu eru þó ekki taldir hafa áhuga á að kaupa framherjann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×