Ásgeir Orri: Maður semur alltaf lag í þeim tilgangi að það verði gert að smáskífu Sara McMahon skrifar 27. ágúst 2013 08:00 Toppurinn Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson skipa upptökuteymið Stop Wait Go. Lag sem þeir sömdu fyrir The Saturdays hefur notið vinsælda. Fréttablaðið/valli „Við erum mjög ánægðir með þetta. Maður semur alltaf lag í þeim tilgangi að það verði gert að smáskífu,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, sem skipar upptökuteymið Stop Wait Go ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni. Myndband við lagið Disco Love, sem þeir sömdu og sungið er af bresku stúlknasveitinni The Saturdays, er nú aðgengilegt á Youtube. Lagið var innblásið af danssmellinum I Wanna Dance With Somebody sem Whitney Houston gerði vinsælt árið 1986. „Við sömdum lagið ekki fyrir neinn sérstakan en sendum það út til umboðsskrifstofu okkar. Fyrst var samið um að lagið yrði tekið upp af The Saturdays en þá var ekki víst að það færi neitt lengra. Svo fengum við að vita að lagið yrði á næstu plötu sveitarinnar og síðan var okkur sagt að lagið yrði að smáskífu. Að slíkt takist í fyrstu tilraun er eitthvað sem við megum vera stoltir af,“ útskýrir Ásgeir. „Nú er verið að skoða fleiri lög frá okkur, bæði fyrir þær og aðra listamenn.“ Stop Wait Go-liðar eru með samning við bandaríska umboðsskrifstofu og fá reglulega sendan lista af listamönnum sem eru í leit að nýjum lögum. „Við fáum lista með nöfnum listamannanna og tóndæmi eða aðrar lýsingar frá plötuútgefendum. Svo hefst maður bara handa,“ segir Ásgeir. Þremenningarnir eru allir sjálflærðir tónlistarmenn og vinna tónlistina í þar til gerðum tölvuforritum. Þeir dvöldu í Los Angeles í sex mánuði fyrir jól en hafa verið heima á Íslandi í sumar. Aðspurður kveðst Ásgeir ánægður með myndbandið við lagið og vonast eftir áframhaldandi góðu gengi lagsins. „Ég er mjög ánægður með myndbandið. Það verður spennandi að sjá hversu vel laginu mun ganga í framtíðinni og hvort það nái inn á vinsældarlista,“ segir hann að lokum. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum mjög ánægðir með þetta. Maður semur alltaf lag í þeim tilgangi að það verði gert að smáskífu,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, sem skipar upptökuteymið Stop Wait Go ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni. Myndband við lagið Disco Love, sem þeir sömdu og sungið er af bresku stúlknasveitinni The Saturdays, er nú aðgengilegt á Youtube. Lagið var innblásið af danssmellinum I Wanna Dance With Somebody sem Whitney Houston gerði vinsælt árið 1986. „Við sömdum lagið ekki fyrir neinn sérstakan en sendum það út til umboðsskrifstofu okkar. Fyrst var samið um að lagið yrði tekið upp af The Saturdays en þá var ekki víst að það færi neitt lengra. Svo fengum við að vita að lagið yrði á næstu plötu sveitarinnar og síðan var okkur sagt að lagið yrði að smáskífu. Að slíkt takist í fyrstu tilraun er eitthvað sem við megum vera stoltir af,“ útskýrir Ásgeir. „Nú er verið að skoða fleiri lög frá okkur, bæði fyrir þær og aðra listamenn.“ Stop Wait Go-liðar eru með samning við bandaríska umboðsskrifstofu og fá reglulega sendan lista af listamönnum sem eru í leit að nýjum lögum. „Við fáum lista með nöfnum listamannanna og tóndæmi eða aðrar lýsingar frá plötuútgefendum. Svo hefst maður bara handa,“ segir Ásgeir. Þremenningarnir eru allir sjálflærðir tónlistarmenn og vinna tónlistina í þar til gerðum tölvuforritum. Þeir dvöldu í Los Angeles í sex mánuði fyrir jól en hafa verið heima á Íslandi í sumar. Aðspurður kveðst Ásgeir ánægður með myndbandið við lagið og vonast eftir áframhaldandi góðu gengi lagsins. „Ég er mjög ánægður með myndbandið. Það verður spennandi að sjá hversu vel laginu mun ganga í framtíðinni og hvort það nái inn á vinsældarlista,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira