Tónlist

Lily Allen hæðist að fáránlegum væntingum til kvenna í nýju lagi

Lily Allen
Lily Allen AFP/NordicPhotos
Breska poppstjarnan Lily Allen gaf út í dag nýtt lag og tónlistarmyndband.

Lagið heitir Hard Out Here og fjallar um fáránlegar væntingar sem eru gerðar til kvenna, í tónlistariðnaðnum og í samfélaginu í heild sinni.

Allen hæðist meðal annars að forpokuðum karlmönnum sem tala opinskátt um kynlíf sitt á meðan þeir kalla kvenmenn sem gera það sama, druslur.

Í textanum segir meðal annars: „Þú ættir örugglega að léttast aðeins, því að við sjáum ekki beinin á þér. Þú ættir að laga andlitið á þér, annars endarðu ein.“

En það er einnig sögn í myndbandinu við lagið, þar sem Allen þarf fyrst að þola háðsglósur umboðsmanns síns fyrir að þyngjast á meðgöngu en snýr svo vörn i sókn. Á einum tímapunkti stafa stórar, silfurlitaðar blöðrur í myndbandinu „Lily Allen has a baggy pussy,“ sem útleggst á íslensku: Lily Allen er með pokalega píku.

Söngkonan, sem er tuttugu og átta ára, tilkynnti að hún myndi taka hlé á upptökum eftir að hún gaf út plötuna It's Not Me, It's You, árið 2009. 

Síðan hafa Lily Allen og eiginmaður hennar, Sam Cooper, eignast tvær dætur.

Tónlistarmyndbandið er hægt að sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.