Breytir sambandið samningum? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 12. nóvember 2013 06:00 Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarfulltrúi á Ísafirði, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um skólamál og kjör kennara. Síðastliðin tíu ár hef ég verið talsmaður þess í Reykjavíkurborg að breyta kjarasamningum kennara, talið þá vera úrelta og hvorki í samræmi við kröfur til starfa háskólamenntaðra starfsmanna né skólaþróunar. Ég hef sagt að stagbættur samningur sem grundvallast á stundatöflum dugi ekki lengur. Reykjavíkurborg á að vera leiðandi í þessari umræðu enda langstærsta sveitarfélagið. Bara á þessu ári aukast útgjöld borgarinnar um 100 milljónir, sem jafngildir launum 16 kennara, vegna kennsluafsláttar kennara sem eru komnir yfir ákveðinn aldur. Reykjavíkurborg á með skýrum hætti að setja stefnuna á miklu sveigjanlegra umhverfi fyrir kennara og skólastjórnendur – og taka til umræðu einhvers konar framgangskerfi í líkingu við það sem hjúkrunarfræðingar nota með góðum árangri. Þannig getum við umbunað kennurum góð störf með launaflokkahækkunum. Grein Halldórs gefur okkur tilefni til að hugleiða hvað Samband íslenskra sveitarfélaga hefur raunverulega gert undanfarin ár í þessu sambandi. Sambandið sló út af borðinu mögulegt samkomulag um sólarlagsákvæði á kennsluafslætti. Ekkert hefur hreyfst í átt að sveigjanlegri kjarasamningum nema síður sé og traustið á milli sambandsins og kennara er við frostmark. Ég fagna því ef breyting verður á því enda löngu tímbært að leggja fram skýra stefnu og fara að draga upp nýjan samning. Það er ekki hægt að stagbæta núverandi samning. Markmiðið á að vera að hækka laun kennara umfram vísitölu en losa um leið úreltar vinnuskilgreiningar. Reykjavíkurborg á að vera leiðandi í að bjóða upp á meiri sérhæfingu og sveigjanleika með minni miðstýringu borgarinnar sjálfrar og meiri völd til skólastjóra. Við eigum að búa til samning sem miðar við að laun kennara og verkefni séu í samræmi við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Sveitarfélög þurfa að fjárfesta í þessum breytingum. Það er tímabært að virkja krafta kennara í sveigjanlegu umhverfi launa og starfsskilyrða. Að einbeita sér að þeirri stefnu að „reka kennsluna með færri kennurum…“ eins og Halldór nefnir er kolrangt markmið og mun valda úlfúð meðal kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarfulltrúi á Ísafirði, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um skólamál og kjör kennara. Síðastliðin tíu ár hef ég verið talsmaður þess í Reykjavíkurborg að breyta kjarasamningum kennara, talið þá vera úrelta og hvorki í samræmi við kröfur til starfa háskólamenntaðra starfsmanna né skólaþróunar. Ég hef sagt að stagbættur samningur sem grundvallast á stundatöflum dugi ekki lengur. Reykjavíkurborg á að vera leiðandi í þessari umræðu enda langstærsta sveitarfélagið. Bara á þessu ári aukast útgjöld borgarinnar um 100 milljónir, sem jafngildir launum 16 kennara, vegna kennsluafsláttar kennara sem eru komnir yfir ákveðinn aldur. Reykjavíkurborg á með skýrum hætti að setja stefnuna á miklu sveigjanlegra umhverfi fyrir kennara og skólastjórnendur – og taka til umræðu einhvers konar framgangskerfi í líkingu við það sem hjúkrunarfræðingar nota með góðum árangri. Þannig getum við umbunað kennurum góð störf með launaflokkahækkunum. Grein Halldórs gefur okkur tilefni til að hugleiða hvað Samband íslenskra sveitarfélaga hefur raunverulega gert undanfarin ár í þessu sambandi. Sambandið sló út af borðinu mögulegt samkomulag um sólarlagsákvæði á kennsluafslætti. Ekkert hefur hreyfst í átt að sveigjanlegri kjarasamningum nema síður sé og traustið á milli sambandsins og kennara er við frostmark. Ég fagna því ef breyting verður á því enda löngu tímbært að leggja fram skýra stefnu og fara að draga upp nýjan samning. Það er ekki hægt að stagbæta núverandi samning. Markmiðið á að vera að hækka laun kennara umfram vísitölu en losa um leið úreltar vinnuskilgreiningar. Reykjavíkurborg á að vera leiðandi í að bjóða upp á meiri sérhæfingu og sveigjanleika með minni miðstýringu borgarinnar sjálfrar og meiri völd til skólastjóra. Við eigum að búa til samning sem miðar við að laun kennara og verkefni séu í samræmi við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Sveitarfélög þurfa að fjárfesta í þessum breytingum. Það er tímabært að virkja krafta kennara í sveigjanlegu umhverfi launa og starfsskilyrða. Að einbeita sér að þeirri stefnu að „reka kennsluna með færri kennurum…“ eins og Halldór nefnir er kolrangt markmið og mun valda úlfúð meðal kennara.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar